Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Að undanförnu hefur verið vakin athygli á því öryggisleysi sem íbúar víða á landsbyggðinni búa við í raforku- og fjarskiptamálum. Þá hafa íbúar orðið varir við það öryggis leysi sem skapast þegar raforku kerfi detta út eða geta ekki útvegað næga raforku fyrir sím- stöðvar og fjarskiptasenda. Þegar íbúar eða forsvarsmenn sveitar- félaga leita svara og lausna er ekki laust við að hver vísi á annan. Stjórnvöld benda á fyrir tæki á markaði og fyrirtækin á stjórnvöld. Allt þetta þarf ekki að koma á óvart þegar litið er á hvaða breytingar hafa orðið í þessum málaflokkum á síðustu árum og áratugum og síðast en ekki síst hve mikilvæg hin svokallaða upplýsingahraðbraut er orðin í upplýsingasamfélagi nútímans. Umhverfi fjarskiptamála hefur tekið algjörum stakkaskiptum. Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu 1994 og þar sem fjarskipti og samkeppnismál heyra undir gildissvið EES-samningsins hafa stjórnvöld innleitt evrópska löggjöf í þessum málaflokkum með auknum þunga. Þá ber að nefna að ríkis fyrirtækið Landssíminn var selt einka aðilum og hörð samkeppni komst á í fjarskipta málum þar sem áður ríkti ríkiseinokun. Í raforku geiranum var innleidd löggjöf ESB um aðgreiningu raforku sölu og dreifingu, sem sumir gagnrýna hvernig staðið var að, sem lýsir sér m.a. í mikilli hækkun á flutnings kostnaði raf magns til íbúa á landsbyggðinni. Til þess að geta áttað sig betur á leiðum til að takast á við þann vanda sem steðjar að varðandi fjarskiptamál á landsbyggðinni er rétt að byrja á því að greina hvaða leikendur eru á sviðinu. Póst- og fjarskiptastofnun Samhliða því sem Póst- og símamálastofnun var gerð að hlutafélagi, Pósti og síma hf., árið 1996 var sett á laggirnar Póst- og fjarskiptastofnun með lögum frá Alþingi 1996 sem skyldi m.a. hafa eftirlit með póst- og fjarskiptum á Íslandi í samræmi við ESB- löggjöf. Meginhlutverk Póst- og fjarskiptastofnunar er að tryggja hagkvæma, örugga og aðgengilega fjarskipta- og póstþjónustu fyrir alla landsmenn en ekki síður til að tryggja virka samkeppni á póst- og fjarskiptamarkaði, en samkvæmt EES- samningnum var Íslandi skylt að opna þessa markaði fyrir frjálsri samkeppni. Fjarskiptaráð ríkisins Árið 2003 var skipað fjarskiptaráð ríkisins samkvæmt lögum um fjarskipti nr. 81/2003. Hlutverk fjarskiptaráðs er m.a.: a. Að vera samráðsvettvangur hagsmunaaðila um bætt fjarskipti, b. Að vera stjórnvöldum og öðrum til ráðuneytis um fjarskiptamál, c. Að veita ráðuneyti fjarskiptamála umsagnir um fjarskiptamál, breytingar á löggjöf, stefnumarkandi ákvarðanir stjórnvalda og fjarskiptaáætlun, d. Að beita sér fyrir samvinnu við þá aðila, félög og samtök er um fjarskiptamál og öryggi fjalla, e. Annað sem ráðherra felur því. Í fjarskiptaráði sitja fulltrúar fjar skipta- fyrirtækja, Neytenda samtakanna, fulltrúa Sambands íslenskra sveitar- félaga o.fl. Innanríkis ráðherra skipar formann og vara formann án tilnefningar. Með ráðinu starfa einnig fulltrúar Póst- og fjarskiptastofnunar. Undirritaður sat sem varaformaður fjarskiptaráðs á árunum 2007 til 2010, og óhætt er að segja að verkefni ráðsins voru ærin. Oft var tekist á um mikilvægar innleiðingar á ESB-löggjöf þar sem framlag fjarskiptafyrirtækja var ómetanlegt í að rýna reglugerðir og áhrif nýrrar lagsetningar á fjarskiptamarkaðinn. Það samráð sem skapaðist í ráðinu milli fyrirtækja á markaði og stjórnvalda skipti sköpum um rétta innleiðingu á löggjöf frá ESB að mínu áliti. Samkvæmt því sem kemur fram á heimasíðu innanríkisráðuneytisins virðist fjarskiptaráð ekki lengur vera starfandi og það er áhyggjuefni, því það gæti til að mynda fjallað um þá stöðu sem komin er upp á fjarskiptamarkaði á landsbyggðinni og hvaða úrbóta væri hægt að grípa til. Fjarskiptasjóður Fjarskiptasjóður ríkisins var stofnaður með lögum nr. 132/2005 og tók hann til starfa árið 2006. Lögum um sjóðinn var breytt árið 2011, en samkvæmt upphaflegum lögum var sólarlagsákvæði. Hlutverk sjóðsins er að úthluta fjármagni til verkefna sem miða að uppbyggingu stofnkerfa fjar skipta, verkefna sem stuðla að öryggi og samkeppnishæfni þjóð félagsins á sviði fjarskipta og annarra verkefna, enda sé kveðið á um þau í fjarskiptaáætlun og ætla má að ekki verði í þau ráðist á markaðs forsendum. Fjarskiptasjóður er einnig verkefnisstjórn við gerð fjarskipta áætlunar stjórnvalda á hverjum tíma. Fjarskiptasjóður hefur staðið fyrir útboðum á fjarskiptaþjónustu, en sjóðurinn þarf að vinna innan ramma um ríkisstyrki á samkeppnismarkaði samkvæmt ESB lögum. Fyrstu útboð sem sjóðurinn stóð fyrir voru vegna verkefnis stjórnvalda að byggja upp GSM-samband á öllum stofnvegum landsins og helstu fjarskiptastöðum og í annan stað með svokölluðu háhraðaútboði til að gefa öllum landsmönnum kost á að tengjast upplýsingahraðbrautinni með viðunandi hætti. Í þriðja lagi tryggði sjóðurinn útsendingar RÚV í gegnum gervihnött þar sem þess þurfti við, en það verkefni færðist síðan yfir til menntamálaráðuneytisins. Samningur var gerður við Símann og Vodafone um GSM-verkefnið og síðan var tilboði Símans tekið í uppbyggingu á háhraðaneti. Sá samningur gildir í eitt ár til viðbótar, eða til mars 2014. Óvíst er hvað tekur við eftir þann tíma en ákvæði er í samningum um framlengingu um þessa þjónustu við fólk á landsbyggðinni, um 1.100 staði í allt, sem fengu hraðvirkari tengingu við internetið, flestir ADSL og 3 GSM þráðlaust samband. Í veðurofsanum sem íbúar á Vestfjörðum og Norðurlandi fengu að kenna á var eitthvað um að rafmagn til fjarskiptasenda dytti út með rafmagnsleysinu, en hluti af kostnaði við háhraðaverkefni stjórnvalda var einmitt að tryggja og greiða fyrir rafmagn til fjarskiptasenda á erfiðum stöðum. Gunnar Svavarsson er formaður fjarskiptasjóðs en aðrir stjórnarmenn eru Guðbjörg Sigurðardóttir og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Fjarskiptaáætlun stjórnvalda Á síðasta ári samþykkti Alþingi fjarskiptaáætlun ríkisins til næstu ára. Fjallað hefur verið um þessa áætlun hér í þessum dálki og verður nánar rýnt í hana í næstu tölublöðum Bændablaðsins. sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is Jón Baldur Lorange Upplýsingatækni og fjarskipti Upplýsingatæknibásinn Fjarskipti á landsbyggðinni Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.