Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Sænsk-bandarískt fyrirtæki hyggst reisa fjörutíu m hátt gróðurhús í Linköping í Svíþjóð, að því er fram kom í blaðinu Landsbygdens Folk í nóvember. Þar á að rækta grænmeti fyrir íbúa borgarinnar og komast jafnframt hjá því að flytja afurðirnar langar leiðir. Skiptar skoðanir eru á því hve vistvæn og hagkvæm framleiðsla sem þessi er. Hugmyndin um grænmetisrækt í borgum varð til í Bandaríkjunum og hefur borist þaðan til Evrópu. Ræktuninni er í þessu tilfelli ætlað að fara fram á tólf hæðum í byggingunni og á þaki hennar. Einn kosturinn við þessa framleiðsluaðferð er að komast hjá mengandi umferð bíla milli dreifbýlis og þéttbýlis og draga jafnframt úr kostnaði við flutninga afurðanna á neytendamarkað. Fyrirtækið Plantagon stendur að byggingu þessa fyrsta garðyrkju- háhýsis í Svíþjóð. Áætlað er að uppskera þar 500 tonn af grænmeti á ári á 4.000 fermetra ræktunarfleti. Litið er á gróðurhúsið sem tilraunaverkefni þar sem byggingarfyrirtækið mun eiga samstarf við tæknideild borgarinnar um hagkvæmar „hringrásarlausnir“, m.a. við nýtingu á varma og hringrás koltvísýringsins við ljóstillífunina. Úrgangur frá grænmetis- framleiðslunni verður einnig notaður sem orkugjafi í lokaðri hringrás framleiðsluferilsins. Jurtum á fyrsta framleiðslustigi er plantað í bakka sem festir eru á færiband. Bandið flytur þá hægt og rólega hring eftir hring upp á efstu hæð gróðurhússins þar sem grænmetið er uppskorið. Áburðurinn er gefinn í upplausn. Eigendur og stjórnendur fyrirtækisins halda því fram að unnt sé að framleiða þrefalt meira grænmeti á fermetra hringrásarinnar en í hefðbundnu gróðurhúsi. Til þess að komast hjá samkeppni við hefðbundna ræktun í gróðurhúsum hyggst nýja fyrirtækið rækta framandi grænmeti frá Asíu, svo sem frá fyrirtækinu Pak Choi og kínaspergilkál. Plantagon hefur sjálft staðið fyrir þróun verkefnisins en notið aðstoðar ráðgjafarfyrirtækisins Sweco, og er stefnt að því að háhýsið verði mest áberandi kennileiti Linköping. Að sögn aðstoðarforstjóra Plantagon, Hans Hassle, hefur fjármögnun fyrirtækisins verið tryggð. Kostnaðaráætlunin hljóðar upp á 25 milljónir evra. Almenningi verður einnig gefinn kostur á að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu. Stefnt er að því að heildarhlutur smáfjárfesta verði 100 þúsund evrur. Stærsti hluthafi fyrirtækisins er bandaríski indíánaþjóðflokkurinn Onondaga, sem efnast hefur á rekstri spilavíta og tóbaksviðskiptum. Á ferð til Bandaríkjanna hitti Hans Hassle Onondaga-höfðingjann Oren R. Lyons, sem lét í ljós áhuga á að fjárfesta í umhverfisvænu verkefni tengdu ræktun. Það varð upphafið að fyrirtækinu Pentagon International. Fyrsta skóflustungan var tekin á síðastliðnum vetri. Byggingin mun rísa á landi Linköpingborgar og fyrirtækið hefur þegar greitt staðfestingargjald, sem tryggir forgang þess að lóðinni. Þá er hönnun byggingarinnar þegar hafin. Svo sem vænta má eru skiptar skoðanir á þessu verkefni. Gagnrýnendur telja að bæði sé einfaldast og ódýrast að rækta grænmeti á hefðbundinn hátt. Þá telja þeir að fljótandi næring fyrir plönturnar, raflýsing og aðrar sérlausnir hleypi kostnaðinum upp. Styttri flutningsleiðir fyrir afurðirnar vegi þá hækkun ekki upp. Í Linköping hafa allir flokkar í borgarstjórn brugðist jákvætt við verkefninu nema, nokkuð óvænt, Umhverfisflokkurinn. Hann hefur ekki látið sannfærast um að þessi framleiðsluaðferð sé hagkvæm, heldur verði hún dýrari en hin hefðbundna, segir í fréttatilkynningu frá flokknum. Utan úr heimi Margvíslegar hugmyndir um að flytja ræktun matvæla inn í háhýsi borganna: Fyrirhugað að reisa fjörutíu metra hátt gróðurhús í Linköping í Svíþjóð „Fyrir 20 árum skrifaði ég blaðagrein þess efnis að fyrir sæmilega jarðbundinn líffræðing væri það vistfræðilega óhugsandi að hagvöxtur stæði um aldur og æfi,“ skrifar U.B. Lindström í Landsbygdens Folk 12. október. „Nú, tuttugu árum síðar, horfumst við í augu við skaðvænlegar afleiðingar þeirrar stefnu að hagkerfi hins vestræna heims skuli vera knúið áfram af trú á viðvarandi hagvöxt. Í skýrslu sinni „Velferð án vaxtar“ bendir breski hagfræðingurinn Tim Jackson á að það sé ríkjandi sjónarmið að hagvöxtur auki velferð allra. Vissulega hefur vöxturinn bætt efnahag fólks, segir hann, en ekki hafa allir notið hans. Á sama tíma og hinir ríku hafa orðið ríkari standa tekjur miðstéttarinnar í stað og hinn tekjulægsti fimmtungur fólks fær að skipta með sér tveimur prósentum af hagvextinum. Þegar hagkerfið þenst út gengur að sama skapi á auðlindir jarðar. Áhrif af þessu á umhverfið eru þegar óviðunandi. Á síðasta fjórðungi nýliðinnar aldar tvöfaldaðist hagkerfi heimsins að umfangi á sama tíma og 60% af vistkerfi jarðar biðu skaða af. Jafnframt eru enn dekkri blikur á lofti. Hvað gerist þegar níu milljarðar jarðarbúa fara að keppa að því að öðlast sömu lífskjör og íbúar OECD- landanna búa nú við? Til þess að það gerðist þyrfti fimmtánfalt stærra hagkerfi en það sem við búum nú við. Nú þegar ræður vistkerfið aðeins við 2/3 hluta af því álagi sem hagkerfi jarðarbúa leggja á það, án þess að það skaðist og 2,7 milljarðar jarðarbúa hafa hver og einn minna en tvo dollara á dag til að lifa af. Mörk ríkja og markaða hefur þurft að endurskoða. Sama gildir um getu okkar til að viðhalda efnahagslegri sjálfbærni, og hin vistfræðilega hefur verið dregin í efa. Þeir sem hafa trú á viðvarandi hagvexti hafa ráðið efnahagsstjórninni og gert fjármálakerfinu kleift að taka ráðin í sínar hendur. Aukin skuldsetning hefur verið mikilvægur þáttur í því að auka neysluna. Með öðrum orðum hefur hagstjórnin verið ósjálfbær. Meðan hagkerfið stækkar nægilega hratt gengur allt vel. Ef það gerist ekki missir fólk vinnuna, neyslan dregst saman og þar með er velferðin í hættu. Afleiðingin er efnahagsleg kreppa. Hagvöxturinn er vissulega ósjálfbær en stöðnunin hefur einnig alvarlegar afleiðingar. Það þarf hagvöxt til að fjármagna heilbrigðiskerfið, menntunina og fleiri nauðsynlegar greinar samfélagsins. Ef hagkerfið hrynur er voðinn vís. Jackson vitnar í rannsóknir prófessors Hermans Dalys um stöðug hagkerfi. Þar eru endurnýjanlegar auðlindir aðeins nýttar í þeim mæli sem þær endurnýjast en hinar óendurnýjan legu í þeim mæli sem unnt er að nota þær í staðinn fyrir hinar endurnýjanlegu og úrgangur frá framleiðslunni rýfur ekki þolmörk vistkerfisins. Jafnframt, ef ríkið linaði tök sín á hagstjórninni gæti það sinnt betur félagslegum og vistfræðilegum stefnumiðum sínum.“ Velferð án hagvaxtar Margvíslegar hugmyndir eru uppi um gróðurhús í Linköping í Svíþjóð fyrir utan tólf hæða gróðurhúsið sem um er rætt í fréttinni. Myndirnar hér fyrir ofan og eins að neðan sýna eina þessara hugmynda Sweco, sem lýtur að ræktun grænmetis í háhýsi í borginni. Hér er háhýsi í Singapúr komið á hálfgert frumskógarstig. grænmetisræktun í Linköping. Ræktunarland er líftrygging Nils Vagstad er rannsóknastjóri hjá rannsóknamiðstöðinni Bioforsk í Noregi. Hann sagði í norska blaðinu Nationen á síðasta ári að ræktunarland væri öryggismál hverrar þjóðar. Það væri óforsjálni að ganga að því sem vísu að framboð á matvælum væri tryggt. Það er boðskapur hans til norskra stjórnmálamanna. Það á ekki að líta á ræktunarland, akra, tún og beitiland sem sérmál landbúnaðarins og bænda, heldur sem öryggispólitískt mál þjóðarinnar. Stjórnmálamönnum, án tillits til fylgis við flokka, ber að varðveita og vernda norskt ræktunarland. Lóðaskortur vegna byggingar íbúðarhúsa og annarra bygginga hefur leitt til þess að norskir sveitarstjórnarmenn hafa á síðari árum heimilað byggingu húsa á ræktunarlandi. Erna Solberg, leiðtogi Hægriflokksins, hefur boðað að hún vilji breyta núgildandi reglum um lóðaúthlutanir sem eru frá árunum 2006 og 2010 og taka meira tillit til framangreindra sjónarmiða. Leiðtogi Alþýðusambandsins í Noregi, Roar Flåthen, og Sigbjörn Johansen, fjármálaráðherra og þingmaður Verkamannaflokksins, hafa tekið undir þetta sjónarmið. Um 3% af flatarmáli Noregs flokkast sem ræktunarland. „Ég skil vel að þetta sé erfitt mál að takast á við fyrir stjórnmálamenn og aðra sem takast á við aðkallandi vandamál dagsins. Þeim ber að hlusta á raddir fólksins,“ segir Nils Vagstad. Hann bendir hins vegar á að þegar taka þurfi ákvarðanir verði að hafa í huga hvers þær geti leitt til í versta falli. Þessu megi líkja við framlög ríkisins til varnarmála, sem í þessu tilfelli er að ríkið verður sjálft að tryggja matvælaöryggi þjóðarinnar. Við lifum á margan hátt í óvissum heimi. Þó er ljóst að aukið matvælaöryggi er ein helsta forsenda friðar í heiminum. Mikilvægasta gjaldið fyrir það er að vernda ræktunarlandið. Í skýrslu um stöðu og framtíð landbúnaðar í Noregi er boðað að auka þurfi búvöruframleiðslu í Noregi um tuttugu prósent á næstu tveimur áratugum, auk þess sem verulega þurfi að styrkja birgðastöðu korns í landinu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.