Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 2013 1 6 4 8 6 7 3 3 9 2 8 7 4 5 7 6 8 2 9 5 7 1 3 8 1 7 6 9 3 9 7 5 2 4 3 5 1 2 7 3 5 6 3 7 8 1 7 4 9 7 5 5 2 8 1 2 9 7 2 1 8 6 2 9 23 5 1 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www. sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Gísli Már Kjartansson er ellefu ára gamall nemandi í Grunnskólanum annars skemmtilegast í skólanum er að vera með vinum sínum og að spila fótbolta í frímínútum. Nafn: Gísli Már Kjartansson. Aldur: 11 ára. Stjörnumerki: Vog. Búseta: Sandgerði. Skóli: Grunnskólinn í Sandgerði. skólanum? Tölvufræðsla og að spila fótbolta í frímínútum. Svo auðvitað að vera með vinum mínum. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Pítsa. Uppáhaldshljómsveit: BlazRoca. Uppáhaldskvikmynd: The Dictator. Hún er svo fyndin. Fyrsta minningin þín? Þegar ég var í hoppukastala með systrum mínum, Rögnu og Svanlaugu. hljóðfæri? Ég er að æfa Tae kwon do. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að spila Minecraft og svo er líka gaman að læra í henni líka. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Lögfræðingur. Því að þar eru svo góð laun, ég ætla ekki að vinna og vinna fyrir lítinn pening. Ég vil góðan pening. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Farið upp á þak og þjófavörnin fór í gang og þá komu gæjar frá Securitas. Þá hlupu ég og vinir mínir í burtu. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að synda ferðir fram og til baka. í vetur? Ég ætla að safna pening því mig langar í vélsleða og svo ætla ég að leika við vini mína. /ehg Sjal með pífu PRJÓNAHORNIÐ Garn: 3 dokkur Fifa mohair frá garn.is Prjónar: 60 cm hringprjónn nr. 4,5 Eitt prjónamerki Sjalið er prjónað með garðaprjóni, þ.e. prjónað slétt í báðar áttir og notaðar „Short rows“ stuttar umferðir, til að búa til pífuna. Fitjið upp 16 L 1. prjónn: pr 2L, setjið prjónamerki, pr 14 L 2. prjónn: pr 10L, snúið við með því að slá bandinu á bakvið elleftu L. Þannig sleppið þið við að fá gat þar sem snúið er við. 3. prjónn: pr 10L 4. prjónn: pr 16L 5. prjónn: pr 2L, aukið út um 1L, færið prjóna- merkið, prjónið 14L 6. prjónn: prjónið 10L, snúið við og munið að slá bandinu bakvið elleftu lykkjuna. 7. prjónn: pr 10L 8. prjónn: pr 17L 9. prjónn: pr 3L, aukið út um 1L, færið prjóna- merkið, pr 14L 10. prjónn: pr 10L, snúið við 11. prjónn: pr 10L Endurtakið þetta þar til lykkjurnar á prjóninum verða 111. Þá er byrjað að taka úr í stað þess að auka út. Það er tvær síðustu L áður en komið er að prjónamerkinu eru prjónaðar saman og þá eiga 14 L að vera eftir að brúninni á pífunni. Takið úr þar til 16 L eru eftir og fellið þá af. Ef þið viljið hafa sjalið stærra er auðvitað hægt að prjóna fleiri umferðir áður en farið er að taka úr. Sjalið á myndinni er u.þ.b. 140 cm á breidd og 60 cm á sídd. FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Ætlar að safna peningum í vetur 6 1 6 Gísli Már ætlar að verða lög fræðingur þegar hann verður fullorðinn því í faginu eru svo góð laun. Hagaís unninn úr sauðamjólk Ábúendur að Syðri-Haga á Árskógs- strönd tóku þátt í þróunar verkefninu Sauðamjaltir á árunum 2005-2010. Verkefnið miðaði að því að festa framleiðslu sauða- og geitamjólkur í sessi og auka þekkingu og reynslu bænda á sauða mjöltum. Alls mjólkuðu ábúendur 5.089 lítra af sauðamjólk á þessu tímabili. Mjalta- tímabilið er frá lokum ágúst og fram í október. Einnig voru geitur mjólkaðar árið 2010. „Mjólkursamlagið í Búðardal gerði osta úr mjólkinni en þegar verkefninu lauk bauðst framleiðendum mjólkur- innar verð fyrir mjólkina undir framleiðslukostnaði. Ábúendur hafa síðan þá leitað leiða til að nýta þessa frábæru afurð, en í mjólkinni er mun meira prótín og fjölómettaðar fitusýrur en í kúamjólk og þrefalt meira af C vítamíni,“ útskýrir Gitta Unn Ármannsdóttir, ábúandi á Syðri- Haga, og segir jafnframt; „Síðastliðið haust var hafist handa við að þróa ís í samstarfi við Holtselsís undir merkinu Hagaís/Holtsel og eru þrjár bragðtegundir nú þegar komnar á markað; bláberja, jarðarberja og vanillu. Í framleiðsluna er notaður ávaxtasykur og hentar hann því einnig fólki með sykursýki. Mörg dæmi eru um að fólk sem er með ofnæmi/ óþol fyrir kúamjólk þoli afurðir úr sauðamjólk.“ /ehg Auglýsing um styrki til rannsókna og þróunar- verkefna í nautgriparækt Bændasamtök Íslands auglýsa hér með eftir umsóknum um styrki til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 1084/2012. Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar: Yfirlit um tilgang og markmið verkefnisins Listi yfir alla sem eiga aðild að verkefninu Tímaáætlun verkefnisins Fjárhagsáætlun verkefnisins. Hvernig verkefnið nýtist nautgriparæktinni. Hvar og hvernig niðurstöður verða kynntar Nánari upplýsingar veitir Guðný Helga Björnsdóttir, formaður fagráðs í nautgriparækt, bessast@simnet.is Umsóknum skal skilað fyrir 15. mars n.k. til Bændasamtaka Íslands, Bændahöllin v/ Hagatorg, 107 Reykjavík. (Merkt: Umsókn um þróunarfé) Bændasamtök Íslands Bændahöllinni við Hagatorg 107 Reykjavík Upplýsingar og pantanir í síma 465 1332

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.