Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 19
19Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 2013 „Það tók mig sjö ár að smíða hana. Þetta er tvíþekja og er hönnun hennar frá því um 1960 en hún heitir TF-BAY, Baby Great Lakes. Ég er aðili í félagi áhugamanna um heimasmíð, Flugsmíð, sem er ábyrgur aðili gagnvart Flugmálastjórn og er aðili að alþjóðasamtökum heimasmiða. Það eru margir tugir manna í þessu félagi hérlendis og mikil gróska í heimasmíði flugvéla og í viðgerðum,“ segir Albert. Eins og að byggja einbýlishús Vélarnar sem smíðaðar eru heima má ekki nota í atvinnuskyni en leyfilegt er að fljúga með farþega í þeim. Ef 51 prósent flugvélarinnar er smíðað heima flokkast hún undir heimasmíði. „Ég kaupi í rauninni teikningu frá Bandaríkjunum og síðan ber ég ábyrgð á því sjálfur hvað ég nota í hráefni. Maður heldur sérstaka smíðadagbók og síðan kemur eftirlitsmaður frá félaginu Flugsmíð sem tekur út hjá manni verkið. Ég má til dæmis ekki loka hlutum fyrr en hann kemur og yfirfer alla hluti. Við reynum að sýna ábyrgð og vera ekki með galgopahátt,“ útskýrir Albert og segir jafnframt; „Í heimasmíðinni þarf smiðurinn í samvinnu við sinn eftirlitsmann að votta að efnið sem í hana er notað sé hæft. Bygging einnar flugvélar er ekki minna verk en að byggja heilt einbýlishús, það fara á bilinu tvö til sjö þúsund vinnustundir í verkið, það fer eftir því hversu flókin vélin er. Það er mikil bylting með tilkomu netsins að standa í þessu því ég panta frá Kaliforníu hluti í flugvélina sem eru komnir upp að dyrum hjá mér fjórum dögum síðar. Hér áður var eingöngu hægt að styðjast við faxtæki og allt tók mun lengri tíma. Það er mikið um að menn geri upp gamlar vélar, það er mikil vakning í því eins og menn gera upp gamlar vélar og bíla.“ Maður verður að taka áhættu Albert hefur flogið á tvíþekjunni um allt land og nú er önnur vél í smíðum, grindin klár og annar vængurinn langt kominn en þó er enn langt í land með að hann geti hafið sig á loft á nýja gripnum, sem er að hans sögn mun hraðskreiðari en sú fyrri. „Þessi vél er ansi ólík þeirri fyrri, þessi er svokölluð tandem-vél, sem þýðir að menn sitja ekki hlið við hlið, heldur einn fyrir framan og hinn fyrir aftan. Þetta er Beryl-týpa með einum væng og er teiknuð af Fransmanninum Claudé Piel. Það er ekkert því til fyrirstöðu að hanna sína eigin vél, það þarf bara að hafa eftir- litsaðila sem fylgjast með ferlinu. Þungamiðjan verður að vera í lagi, það er aðalatriðið Það er allt öðru- vísi að fljúga eigin vél þegar maður er búinn að basla og nostra við þetta í svona langan tíma. Maður þekkir hverja skrúfu og maður fer náttúrlega ekki á loft nema að maður treysti tækinu og viti að það virkar. Vélin leyfir manni ekki mistök en maður verður að taka áhættu, annars er ekk- ert gaman að því,“ segir Albert og víkur talinu að þessum eldmóði sem hann er haldinn; „Þetta er baktería sem engin lækning er við, það er eins og með hestamennskuna. Ég vitna í orð gamals manns sem spurður var út í neftóbaksnotkun sína, sem mér finnst eiga vel við í mínu tilfelli; „Þetta er eins og einhver árátta og ég er viss um að ef ég hætti þessu, þá byrja ég á einhverju enn verra.“ /ehg Aðalfundur Aðalfundur landssamtaka landeigenda á Íslandi verður haldinn 14. febrúar á Hótel Sögu í salnum Kötlu á annarri hæð og hefst kl. 13:00. Dagskrá fundarins er sem hér segir: 1. Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt 5. gr. samþykktar félagsins 2. Málþing kl. 16:00 Stjórnarskráin og eignarrétturinn Málþinginu stýrir Guðni Ágústsson. Frummælendur Karl Axelsson, hæstarréttarlögmaður Ari Teitsson, varaformaður stjórnlagaráðs Rúnar Pétursson, hæstaréttarlögmaður Gert er ráð fyrir að málþingi ljúki kl. 18 Fundurinn er öllum áhugamönnum um málefnið opinn. Hér má sjá grindina að nýju vélinni. Mynd / ehg Albert við einn af spöðum vind- myllunnar sem hann smíðaði fyrir nærri 30 árum. Mynd / ehg Sjálfvirkur spunarokkur úr smiðju föður Alberts, Sigurjóns Kristjánssonar, sem hann smíðaði árið 1953. Mynd / ehg Einn af fjölmörgum rokkum sem Albert hefur smíðað. Framleiðum Vélboða mykjudreifara í mörgum stærðum Heimasíða: www.velbodi.is Sunbeam-Oster fjárklippur Sunbeam-Oster fjárklippur Varahlutaþjónusta og sala á fjárklippum. sími: 696-1050 netfang: oksparesimnet.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.