Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Mikil óánægja meðal útivistarfélaga og hagsmunahópa með nýtt frumvarp um náttúruvernd: „Allt bannað nema það sé sérstaklega leyft“ – frumvarpið er sagt fela í sér miklar skerðingar á útivist og formaður SAMÚT talar um að sýndarsamráð hafi verið um frumvarpið Sveinbjörn Halldórsson, formaður Samtaka útivistarfélaga (SAMÚT), segir að ýmislegt sé athugavert við frumvarp Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra um náttúru vernd. Fjölmargir aðrir hafa einnig gert athugasemdir við frumvarpið, þar á meðal skógræktarfélög, Landssamband veiðifélaga, Landssamband land- eigenda og sveitarfélög. Þá hefur að undanförnu verið safnað undir- skriftum á ferdafrelsi.is til að mótmæla fjölmörgum ákvæðum frumvarpsins. „Við sendum greinargerðir um frumvarpið til ráðuneytisins en þegar málið var skoðað kom í ljós að þar höfðu menn bara ekkert farið yfir þær. Það sýnir sig að þetta samráð sem talað er um í frumvarpinu er ekki haft og virðist það brotna á einhverjum stigum innan kerfisins,“ segir Sveinbjörn. Í stjórnsýslunni virðast menn samt lítið læra af reynslunni í þessum efnum. Sama ferli var t.d. uppi á teningnum þegar frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð var lagt fyrir Alþingi 2006. Þá virðist ekkert samráð hafa verið haft við Samút eða nokkurt félag útivistarfólks um útfærslu og stjórnsýslu þjóðgarðarins samkvæmt ályktun Samtaka útivistarfélaga frá 23. janúar 2007. Miklar skerðingar á útivist „Flest þeirra félaga sem eru innan okkar raða verða fyrir skerðingum af ýmsu tagi sem snúa að útivist og útiveru. Það er skrítið að í frumvarpinu skuli verið að skerða aðgengi að náttúrunni svona mikið án þess að hafa samráð við þau félög sem helst ættu að koma að málinu. Þar hefur ekki verið annað en sýndarsamráð í gangi. Það var óskað eftir að við sendum inn gögn, sem við gerðum eftir að vera búin að lesa yfir drögin að lögunum. Hvítbókin sem þarna liggur til grundvallar er heldur engin smá lesning. Við fengum samt ekki nema tvær til þrjár vikur til að fara yfir hlutina og skila af okkur. Þrátt fyrir það útbjuggum við greinargerðir til að senda með okkar athugasemdum. Ríkið á auðvitað að leita til útivistarfélaga því þar er gífurleg reynsla og þekking á umferð um hálendið og ýmislegt annað. Þegar maður skoðar þann hóp sem stóð að gerð Hvítbókarinnar sem er grunnur- inn að þessari lagasmíð, þá var hann mjög einsleitur.“ Skortur á þekkingu á útivist „Það var heldur ekki talað við okkur á fyrri stigum málsins og við vorum mjög ósátt við að hafa ekki fengið að koma að þessu í byrjun. Þá hefði verið hægt að taka tillit til okkar sjónar miða strax í upphafi. Síðan kemur það ítrekað fram í frumvarpinu að þeir sem hafa verið að vinna að þessu máli hafa ekki haft fulla sýn á því hvernig útivist fer fram á Íslandi í dag. Eflaust er það þó mjög lögfrótt fólk og með mikið bókavit en ég er farinn að efast verulega um að það viti nákvæmlega um hvað útivist á Íslandi snýst í dag. Ef við tökum t.d. 31. greinina um utanvegaaksturinn er verið að þrengja mjög akstur í snjó á þeim forsendum að jörð þurfi að vera frosin undir snjónum.“ Í 31. gr. frumvarpsins segir meðal annars: „Samkvæmt 1. mgr. greinarinnar er akstur vélknúinna ökutækja utan vega bannaður. Þó er gert ráð fyrir að heimilt sé að aka slíkum tækjum á jöklum og á snævi þakinni jörð utan þéttbýlis svo fremi jörð sé frosin og augljóst að slíkt valdi ekki náttúruspjöllum.“ Sveinbjörn segir að með orðalaginu „augljóst“ sé sérstök áhersla á það lögð að um þrönga undantekningu sé að ræða frá meginreglunni um bann við akstri utan vega. „Hér þarf þá að huga að því að enda þótt snjóþekja sé yfir kann jörð að vera ófrosin undir og við þær aðstæður getur akstur valdið náttúruspjöllum. Það er ekki einu sinni skilgreining á því hvað snjódýptin eigi að vera mikil. Ferðaklúbburinn 4x4 benti í sínum skrifum á að þeirra bílar væru hannaðir til að aka ofan á snjónum, en ekki undir honum. Þegar menn eru t.d. komnir í sex metra snjódýpt þá getur verið mjög erfitt að kanna hvort jörðin undir er frosin eða ekki. Flestir muna eftir áhlaupinu norðanlands í september í fyrra þegar allt fylltist af snjó með mikilli ófærð, en að sjálfsögðu var jörðin ófrosin undir. Hefðu nýju náttúruverndar- lögin verið komin í gildi hefðu menn verið þar að fremja lögbrot t.d. við leit að sauðfé.“ Of víðtækar heimildir fyrir ráðherra Sveinbjörn segir heimildir til ráðherra í frumvarpinu til að loka heilu svæðunum líka allt of víðtækar. Þar sé ráðherra veitt heimild til að loka svæðum ef talinn sé möguleiki á að þar geti orðið náttúruspjöll eða truflun fyrir annað ferðafólk. Þetta standist ekki skoðun. „Af hverju á ráðherra að hafa völd til að loka t.d. Langjökli vegna þess að þar sé að fara um gönguhópur erlendra eða innlendra ferðamanna sem þolir ekki truflun.“ Allt bannað nema það sé sérstaklega leyft Sveinbjörn nefnir einnig nýjan gagnagrunn um slóða og vegi sem eigi að koma í gagnið 2014 og verði grundvöllur að lokun fjölmargra núverandi slóða. „Það er ekki búið að ferla há lendið [skrásetja staðsetningarpunkta eða hnit, innskot blm.]. Landmælingar Íslands segja að það þurfi að lágmarki tíu ár til viðbótar að ljúka því verkefni sómasamlega. Ef það á að fara að kasta til höndunum við að gera þetta er betra að sleppa því. Það er auðvitað fullt af veiðislóðum og ýmsum öðrum slóðum sem munu þá ekki rata inn á kortið. Lögin eru að breyta þessu umhverfi þannig að það verði allt bannað nema það sé sérstaklega leyft. Það er algjör kúvending á því sem nú er.“ Bendir Sveinbjörn á að samkvæmt frumvarpinu verði þetta þannig að ferðafólk verði að vera með hnitakort með sér og GPS-staðsetningartæki til að geta ferðast um hálendið. Ef komið sé að gatnamótum þar sem tvær slóðir skerist verði menn að vera alveg klárir á því hvor slóðinn sé inni á hnitakorti laganna því aðra slóða sem ekki eru þar megi ekki fara. Ef farið sé óvart inn á rangan slóða séu menn um leið að fremja lögbrot og geti fengið háar fjársektir. Í 32. gr. frumvarpsins segir um þetta ákvæði: „Grunnurinn verður réttarheimild um heimilar akstursleiðir um landið og jafnframt verður ljóst að óheimilt er að aka vélknúnum ökutækjum á slóðum sem ekki eru sýndir í grunn- inum. Mikilvægt er að góð samvinna takist um gerð kortagrunnsins og er því áréttað að í reglugerð skuli kveðið á um samráð við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila sem og um kynningu grunnsins.“ Vilja náttúruverndarlög sem hægt er að framfylgja „Við fögnum náttúruverndarlögum en þau verða að vera þannig að það sé hægt að framfylgja þeim og fara eftir þeim,“ segir Sveinbjörn. Hann segir að frumvarpið feli einnig í sér gríðarlegar skerðingar, t.d. fyrir fatlað fólk og aðra sem eru ekki sérlega vel á sig komnir líkamlega. „Mig minnir að orðalagið sé þannig að gangandi umferð sé miðuð við fólk sem hafi líkamlega burði til að bera 20 kg á bakinu langar vegalengdir. Öðrum er hindruð för með boðum og bönnum. Þarna er verið að draga taum eins hóps útivistarfólks á kostnað annarra.“ Sveinbjörn segir að með þessari lagasmíð sé greinilega verið að úti- loka umferð vélknúinna ökutækja eins mikið og kostur er. Nær væri að stýra þeirri umferð með góðum merkingum. „Ríkið hefur þó lítið staðið að merkingu slóða heldur hefur það mest allt farið fram á vegum útivistar félaga. Ferðaklúbburinn 4x4 hefur t.d. verið mjög ötull við að merkja vegslóða og annað. Hafa félagsmenn gert það á sinn kostnað og skaffað í það bíla, tæki og tól.“ Segir hann að mörg ljót sár séu á hálendinu eftir útlendinga sem rati í ógöngur enda vanti merkingar um hvar megi aka og hvar ekki. Aðeins tvær gerðir tjalda heimilaðar Sveinbjörn bendir einnig á 22. grein frumvarpsins sem vakið hefur einna mesta athygli. Þar segir m.a. um skilgreiningu á tjöldum sem heimilt verður að nota: „Heimild greinarinnar til að tjalda utan alfaraleiðar gildir því einkum fyrir þá sem ferðast um landið gangandi. Heimildin nær einvörðungu til þess að setja niður göngutjöld. Við alfaraleið er heimilt að setja niður hefðbundin viðlegutjöld en mismunandi reglur gilda um tjaldáningu eftir því hvort ferðin liggur um alfaraleið í byggð eða óbyggðum. Með hefðbundnum viðlegutjöldum er átt við tjöld sem eru veigameiri en svo að hægt sé að bera þau á göngu en ekki tjaldvagna eða fellihýsi og ámóta tæki.“ „Það eru til fleiri tegundir af tjöldum,“ segir Sveinbjörn. „Þarna er t.d. ekki minnst á jöklatjöld og með þessum lögum verður ekki lengur heimild til að nota slík tjöld í náttúru landsins. Ég held að þetta hljóti að vera mistök. Þeir sem hafa verið að semja þetta hafi bara ekki vitað betur. Það er greinilegt að þar er um að ræða fólk sem því miður hefur ekki verið að vinna heimavinnuna sína,“ segir Sveinbjörn Halldórsson. /HKr. Þessi mynd er tekin á Kjalvegi, en ferðalög um hálendi Íslands eru mjög vinsæl bæði meðal Íslendinga og útlendinga. Formaður SAMÚT segir að lögin muni gjörbreyta aðgengi að hálendinu þannig að allt verði bannað nema það sé sérstaklega leyft. Ef farið verði óvart in á ranga slóða sem ekki séu inni á því hnitakorti sem lagasetningin miði við séu menn að fremja lögbrot. Skipti þá engu máli þótt slóðinn sé mjög greinilegur og engar merkingar á staðnum Myndir / HKr. Talið er að ef frumvarp um ný náttúruverndarlög verði samþykkt verði bændum torveldað að sinna störfum sínum, jafnvel á eigin landi. Á leið í Kerlingafjöll. Akstur um hálendið á vel búnum jeppum er oftast eina mun skerðast mjög ef frumvarpið verður að lögum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.