Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Faglega unnar áburðaráætlanir bæta afkomu bænda Þessa dagana er áburðarframboð áburðarsalanna að skýrast og tími til kominn að huga að áburðar- pöntun. Hjá mörgum bændum er um að ræða stærsta árlega kostnaðarliðinn í búrekstrinum og því mikilvægt að vanda vel til þess hvernig að honum er staðið. Ráðunautar hafa um árabil veitt mikilvæga ráðgjöf á þessu sviði og án nokkurs vafa haft þau áhrif að afkoma margra bænda er betri en ella. Það eru þó enn of margir sem fara á mis við þessa ráðgjöf, þó allar forsendur mæli með henni. Ef við horfum á einfalt dæmi til að setja hlutina í samhengi: Gefum okkur að keyptur sé áburður fyrir 2 milljónir og það taki ráðunaut um 2 tíma að vinna áburðaráætlun, þá er kostnaðurinn við faglegan undirbúning ráðunautar að þessum stórinnkaupum u.þ.b. 0,5% af heildarkostnaðinum. Faglega unnin áburðaráætlun leiðir til þess að keyptar eru áburðartegundir sem falla sem best að aðstæðum á hverjum stað, sem verður til þess að bætt afkoma búa getur hlaupið á hundruðum þúsunda. Vert er að vekja athygli á því að ávinningurinn getur vissulega falist í minni kostnaði við áburðarkaup, en þó ekki síst í því að hámarka magn og gæði uppskerunnar, sem stuðlar að bættu heilbrigði og meiri og betri afurðum. Með öðrum orðum getur góð áburðaráætlun dregið úr fóðurbætiskaupum og lækkað dýralækniskostnað. RML hefur marga ráðunauta sem taka að sér að vinna áburðaráætlanir eða aðstoða bændur við að gera það sjálfir og geta bændur sett sig beint í samband við þá. Ráðunautar vinna nú á landsvísu. Eftirtaldir eru til þjónustu reiðu- búnir: Anna Lóa Sveinsdóttir (als@bondi.is), 471-1226 Anna Margrét Jónsdóttir (amj@bondi.is), 451-2602 Eiríkur Loftsson (el@bondi.is), 455-7100 Guðmundur Helgi Guðmundsson (ghg@bugardur. is), 460-4477 Kristján Bjarndal Jónsson (kbj@bssl.is), 480-1800 Kristján Ó Eymundsson (koe@bondi.is), 451-2602 María S. Jónsdóttir (msj@bondi.is), 464-2491 Sigríður Ólafsdóttir (so@bssl.is), 480-1800 Ingvar Björnsson (eftir 25. feb) (ib@bugardur.is), 460-4477 Sigurður Jarlsson (sj@bondi.is), 456-3773 Sigurður Þór Guðmundsson (sthg@bondi.is), 895-0833 Til sölu jörðin Brattavellir í Dalvíkurbyggð Á Brattavöllum er rekið myndarlegt kúabú með um 150 þúsund lítra framleiðslurétti í mjólk og er jörðin í fullum rekstri. Nánari upplýsingar í síma 550-3000 og á www.fasteignamidstodin.is Mývatn Open – Hestar á ís – og sagnaskemmtun á Sel-Hótel Mývatni Hið feykivinsæla hestamót Mývatn Open – Hestar á ís verður haldið 22. og 23. febrúar. Þetta mót er haldið í tíunda skipti á Stakhólstjörn við Skútusaði og er samvinnuverkefni milli Hestamannafélagsins Þjálfa og Sel-Hótel Mývatns. Hestamannafélgið Þjálfi býður í reiðtúr út á frosið Mývatn á föstudeginum og er öllum hjartanlega velkomið að taka þátt í því að kostnaðarlausu. Sel-Hótel Mývatn býður knöpum upp á samlokur og heitt kakó út í eyju. Síðan hefst mótshaldið á laugardeginum sem endar með hestamannahófi á Sel-Hótel Mývatni um kvöldið. Dagskrá Föstudagur 22. febrúar Hópreið um Mývatn kl. 16.30 - 18.30 (allir velkomnir) Laugardagur 23. febrúar Kl. 10.30 Tölt B Kl. 13.00 Tölt A Stóðhestakeppni Skeið Verðlaunaafhending yfir kaffihlað- borði í Selinu Kl. 19.30 Húsið opnar fyrir stemningu kvöldsins, Videosýning frá afrekum dagsins á breiðtjaldi Kl. 20.30 Hestamannahóf hefst – ýmsar uppákomur – öllum opið. Kl. 23.30 Kráarstemning og lifandi tónlist fram á nótt Á sunnudeginum stendur Sel- Hótel Mývatn fyrir sagnagleði á konudag, fyrsta dag góu, þann 24. febrúar. Góðu heilli hefur sagnahefð á undanförnum árum verið að endurvinna sér sess í mannlífi sem hún sannarlega á að skipa. Í öllum því fargani miðlunarmöguleika sem í boði eru í samtímanum, þrívíddarbíói, sjónvarpi og bíó hefur vel sögð saga eitthvert sérstakt ómetanlegt gildi. Góður sagnamaður fangar áheyrendur og heldur athyglinni allt til enda. Á sagnagleðinni á konudaginn verða því tveimur góðum hefðum haldið á lofti. Annars vegar þeirri að halda upp á fyrsta dag góu og hins vegar sagnahefðinni. Eiginmönnum, unnustum og vinum gefst þar tækifæri til að bjóða konum til skemmtunar og veislu. Það er ekki eingöngu andleg næring sem verður boðið upp á, heldur einnig veglegur dögurður. Þetta er í annað sinn sem Sel Hótel Mývatn stendur fyrir hátíð af þessu tagi á konudag. Hátíðin sem haldin var fyrir ári mæltist afar vel fyrir, þar komu saman fræknir sagnamenn bæði úr héraði og lengra að komnir. Fullt var út úr dyrum og sagnamennirnir glöddu gesti með sögum af ýmsu tagi í hátt á annan klukkutíma. Meðal sagnamanna eru Jóhannes Sigmundsson, fyrrverandi kennari og ferðaþjónustubóndi, Syðra- Langholti í Hreppum, og Arngrímur Geirsson, fyrrverandi kennari og bóndi í Álftagerði í Mývatnssveit. Við viljum hvetja konur sérstaklega að mæta í upphlut í tilefni af konudeginum. Allar konur fá gjöf. Mætum og höfum gaman saman. Athugið að sagnaskemmtunin er í Félagsheimilinu Skjólbrekku og hefst kl. 12.00. Frekari upplýsingar er að finna á www.myvatn.is eða í síma 464 4164. Magnús Magnússon frá Íbishóli á graðhestinum Vafa frá Ysta-Móum Frá hópreiðinni á Mývatn Open 2012, en um 40-50 manns tóku þátt í þeirri Bændablaðið Með yfirburðalestur á landsbyggðinni (Samkvæmt lestrarkönnun Capacent) Kemur næst út 21. febrúar Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.