Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Líf og starf Niðurstöður skýrsluhaldsársins 2012 hafa nú verið reiknaðar og settar á vef Bændasamtaka Íslands www.bondi.is. Hér verður nú farið yfir helstu uppgjörs- tölur ársins. Alls skiluðu 587 mjólkur framleiðendur afurða- upplýsingum fyrir árið 2012, en það eru um 88% framleiðendanna. Árskýr á skýrslu árið 2012 voru tæplega 22.900 og er það fjölgun frá fyrra ári. Meðalafurðir ársins voru 5.606 kg/árskú, sem eru mestu meðalafurðir sem mælst hafa og er það aukning um tæp 200 kg frá fyrra ári. Meðalbúið var einnig heldur stærra en árið áður, eða 38,9 árskýr, og meðalfjöldi skýrslufærðra kúa var 53,3 kýr. Mestar afurðir voru í Skagafirði Líkt og áður má sjá nokkurn mun milli uppgjörssvæða en mestar afurðir voru í Skagafirði þetta árið, eða 6.095 kg/árskú. Snæfellingar fara einnig yfir 6.000 kg markið, en meðalafurðir á því svæði voru 6.032 kg/árskú. Minnstar afurðir voru í Dalasýslu, eða 4.589 kg/árskú. Talsverður munur er einnig á bústærð milli uppgjörssvæða. Stærst voru búin í Eyjafirði, þar sem meðalbúið taldi 47,8 árskýr, en minnstu búin voru að meðaltali í Suður- Þingeyjarsýslu, þar sem meðalbúið taldi 25,4 árskýr. Árnessýsla og Eyjafjörður eru sem fyrr öflugustu mjólkurframleiðslu- svæðin samkvæmt afurða- skýrsluhaldinu. Í 1. töflu má sjá heildaruppgjör ársins 2012. Miðdalur í Kjós er afurðahæsta bú ársins 2012 Miðdalur í Kjós er afurðahæsta bú ársins 2012 með 8.086 kg/ árskú, en þar búa þau Guðmundur H. Davíðsson og Svanborg Anna Magnúsdóttir. Jón og Hrefna á Hóli í Sæmundarhlíð fylgja fast á eftir með 8.058 kg/árskú. Á Syðri- Bægisá í Hörgárbyggð er síðan þriðja afurðahæsta bú landsins með 7.599 kg/árskú. Í 2. töflu má sjá 10 afurðahæstu bú landsins en í 3. töflu má sjá yfirlit yfir afurðahæstu bú á hverju uppgjörssvæði. Eins og sjá má eru nú tvö bú þar sem meðalafurðir fara yfir 8.000 kg/árskú en Íslandsmet Hraunkotskúnna frá í fyrra stendur þó enn óhaggað. Alls eru 20 bú með ársafurðir hærri en 7.000 kg/árskú. Urður 1229 var afurðahæsta kýr ársins Afurðahæsta kýr ársins 2012 var síðan Urður 1229, Laskadóttir á Hvanneyri í Andakíl. Urður mjólkaði 13.031 kg síðastliðið ár. Urður er þriðja íslenska kýrin sem fer yfir 13.000 kg, en Blúnda 468 á Helluvaði í Rangárþingi setti árið 2006 Íslandsmet í afurðum, sem stendur enn, þegar hún mjólkaði 13.327 kg. Sama ár mjólkaði Stubba 53 á Kvennabrekku í Dölum 13.011 kg. Urður er því önnur afurðahæsta kýr á landinu frá upphafi. Til gamans má geta þess að Urður er sú kýr sem stendur hæst allra íslenskra kúa í kynbótamati enda fer þarna saman í einum grip gott ætterni, góð bygging og miklar afurðir. Varúð 299, Stígsdóttir í Miðdal í Kjós, er önnur afurðahæsta kýrin árið 2012 og Blúnda 335, Þrasadóttir í Leirulækjarseli, er í þriðja sæti. Í 4. töflu má sjá þær kýr sem mjólkuðu yfir 11.000 kg árið 2012. Til gamans má geta þess að elsta kýrin á listanum er Snotra 354, á Eystra-Seljalandi, en hún er nú á sínu sjöunda mjaltaskeiði. Yngsta kýrin er hins vegar Gjá 1522 á Hrafnagili, sem bar sínum fyrsta kálfi 17. janúar 2012 og hafði því ekki náð fullu ári á skýrslu um síðustu áramót. Ástæða er til að óska kúabændum til hamingju með góðan árangur og jafnframt þakka fyrir gott samstarf á árinu 2012. Megi nýtt skýrsluhaldsár verða ykkur öllum farsælt og gjöfult. /GEH Fjóstíran Uppgjörssvæði Árskýr Afurðir á árskú Fita % Prótein % Heilsárs- kýr Kýr á skýrslu Skiluðu skýrslum 2012 Skrá kjarnf. Kjarnf. (árskú) Meðalbú- stærð (árskýr) Meðalbú- stærð (skýrsluf. kýr) Kjalarnesþing 264,4 5245,0 4 3,3 212 343,0 7 3 1025 37,8 49 Borgarfjörður 1.824,0 5.278 4,18 3,36 1.333 2.441 49 31 752 37,2 49,8 Snæfellsnes 594,5 6032,0 4 3,4 414 830,0 21 12 852 28,3 40 Dalasýsla 379,0 4.589 4,22 3,34 255 545 12 6 762 31,6 45,4 Vestfirðir 594,5 5193,0 4 3,33 407 814,0 18 11 717 33,0 45 Húnavatnssýslur og Strandir 1.350,0 5.421 4,15 3,35 897 1862 45 31 779 30,0 41,4 Skagafjörður 2146,9 6095,0 4 3,41 1483 2913,0 50 35 972 42,9 58 Eyjafjörður 4.497,4 5.577 4,28 3,38 2.978 6.197 94 54 630 47,8 65,9 Suður-Þingeyjarsýsla 1395,9 5500,0 4 3,4 958 1884,0 55 29 633 25,4 34 Austurland 1.011,3 5.699 4,19 3,38 693 1.377 25 16 778 40,5 55,1 Austur-Skaftafellssýsla 397,4 5914,0 4 3,37 290 526,0 11 7 1067 36,1 48 Vestur-Skaftafellssýsla 753,2 4.903 4,20 3,37 549 974 28 12 341 26,9 34,8 Rangárvallasýsla 3105,7 5657,0 4 3,39 2113 4335,0 72 21 695 43,1 60 Árnessýsla 4.564,9 5.759 4,15 3,40 3.104 6.270 100 53 796 45,6 62,7 Samtals 22879 5606,0 4 3,38 15686 31311,0 587 321 741 38,9 53 Fjöldi Afurðir Bú - desember 2012 Skýrsluhaldarar árskúa kg/árskú 260111 Miðdalur Guðmundur og Svanborg, Miðdal 22,5 8.086 570322 Hóll Jón og Hrefna 34,4 8.058 650813 Syðri-Bægisá Helgi Bjarni Steinsson 31,7 7.599 850387 Hraunkot Ólafur Helgason 15,3 7.577 871077 Dalbær 1 Arnfríður & Jón Viðar 51,4 7.525 870840 Reykjahlíð Sveinn Ingvarsson 63,1 7.492 860103 Ytri-Skógar Félagsbúið 22,4 7.467 860530 Kirkjulækur 2 Eggert Pálsson 43,4 7.454 370179 Hraunháls Guðlaug og Eyberg 23,7 7.392 560112 Brúsastaðir Brúsi ehf 50,9 7.264 Uppgjörssvæði Fjöldi Afurðir Bú - desember 2012 Skýrsluhaldarar árskúa kg/árskú Kjalarnesþing 260111 Miðdalur Guðmundur og Svanborg, Miðdal 22,5 8086 Borgarfjörður 350191 Eystri-Leirárgarðar Eystri-Leirárgarðar ehf. 42,8 7255 Snæfellsnes 370179 Hraunháls Guðlaug og Eyberg 23,7 7392 Dalasýsla 380127 Lyngbrekka Sigurður og Bára, Lyngbrekku 59,2 6703 Vestfirðir 480204 Botn 2 Björn og Svavar 69,1 6759 Húnavatnssýslur og Strandir 560112 Brúsastaðir Brúsi ehf 50,9 7264 Skagafjörður 570322 Hóll Jón og Hrefna 34,4 8058 Eyjafjörður 650813 Syðri-Bægisá Helgi Bjarni Steinsson 31,7 7599 Suður-Þingeyjarsýsla 660510 Hrifla Hriflubú sf 24,7 7174 Austurland 750562 Egilsstaðir Egilsstaðabúið ehf. 68,4 6673 Austur-Skaftafellssýsla 770116 Seljavellir Eiríkur Egillson 62,1 6621 Vestur-Skaftafellssýsla 850387 Hraunkot Ólafur Helgason 15,3 7577 Rangárvallasýsla 860103 Ytri-Skógar Félagsbúið 22,4 7467 Árnessýsla 871077 Dalbær 1 Arnfríður & Jón Viðar 51,4 7525 Desember 2012 Árs- Prót- Kýr Faðir afurðir ein Fita Bú 1. tafla Niðurstöður skýrsluhaldsársins hjá mjólkurframleiðendum 2012: Meðalafurðir ársins voru 5.606 kg á árskú – sem eru mestu meðalafurðir sem mælst hafa

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.