Læknablaðið - 01.10.1967, Side 19
LÆKNABLAÐIÐ
GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI ÍSLANDS
O G LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR
Aðalritstjóri: Ólafur Jensson. Meðritstjórar: Magnús Ólafsson og
Þorkell Jóhannesson (L.Í.), Ásmundur Brekkan og Sigurður Þ. Guðmundsson (L.R.)
53. ÁRG. REYKJAVÍK, OKTÓBER 1967 5. HEFTI
Ólafur Ólafssort:
ALMENN HÓPRANNSÓKN Á HJARTA-
OG ÆÐASJÚKDÓMUM
(Cardio-vascular population studies):::
Hjartavernd, félagsskapur lækna og leikra, sem áhuga hafa á
hjartaverndarmálum á Islandi, hefur ákveðið að heita sér fyrir
almennri hóprannsókn (population study) með tilliti til hjarta-
og æðasjúkdóma í Reykjavík og nágrenni. Rannsóknin er gerð í
samvinnu við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (W.H.O.), en sú
stofnun hefur stuðlað að sams konar rannsóknum í niu löndum
víðs vegar í heiminum.í0 Rannsökuð verða sýnishorn af karlþjóð
á aldrinum 33—60 ára, — eða um 30% af 16 árgöngum á þeim
aldri, sem eiga lögheimili í Reykjavík og nágrenni, er rannsóknin
hefst. Þeir skulu valdir úr þjóðskrá, og er áætlaður fjöldi þeirra
um 3000.
MARKMIÐ RANNSÓKNARINNAR
Markmið rannsóknarinnar eru m. a. þessi:
1. Að mæla algengi (prevalence) og útbreiðslu hjarta- og
æðasjúkdóma, einkum kransæðasjúkdóma (I.H.D.), loku-
galla og claudicatio intermittens = C.T. (453.33).
* Frá Rannsóknarstöð Hjartaverndar, Lágmúla 9, Reykjavík.