Læknablaðið - 01.10.1967, Page 22
172
LÆKNABLAÐIÐ
1. mynd
Percentage of dettectable cardiovasculai' disease in a
populatidn survey on participation in various age groups
b) hversu oft og hve hratt sjúkdómurinn ágerist eða e. t. v.
rénar;
c) enn fremur ættu að fást upplýsingar um það, hversu
greina má kransæðasjúkdóma á byrjunarstigi.
VARNIR
Á þessu stigi er frumvörn ógerleg, þar sem við vitum ekki
gerla orsakir æðakölkunar. Verkefni okkar er að varna ]jví, að
fólk fái sjúkdóminn, sem virðist „klínískt“ heilbrigt (þótt æða-
skemmdir kunni þegar að hafa myndazt) eða er í kransæðasjúk-
dóma-áhættuhópi.
Eftirtaldar varnarráðstafanir eru framkvæmanlegar:
1. fleirþætta lækningatilraun (multifactorial therapeutic
trial),
2. einþætta lækningatilraun (single factorial tlierapeutic
trial).
Með fleirþættri lækningatilraun er átt við, að við munum
t. d.:
a) ráðleggja fólki að hætta reykingum,
b) reyna að breyta matarvenjum,
c) ráðleggja líkamlega hreyfingu,
d) reyna að minnka ofmagn fitu í blóði,