Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1967, Page 48

Læknablaðið - 01.10.1967, Page 48
194 LÆKNABLAÐIÐ Ásmundur Brekkan tók í sama streng, hvatti til ráðstefnu og sambands við erlenda sérfræðinga. Ólafur Bjarnason las upp bréf frá nefnd, er skipuð var til við- ræðna við læknanema um staðgengilstaxta (fylgiskjal 12). í tilefni af þessu bréfi var lögð fram tillaga (fylgiskjal 13). Sigurður Friðjónsson, fulltrúi læknanema, sagði, að svo virtist, sem þeir þyrftu að greiða sjálfir úr eigin vasa, þeim er leystu þá af í sumarleyfi. Hann kvað standa fyrir dyrum breytingar á kennsluhátt- um í Læknadeild H.í. og þar með myndu breytast mjög fjáröflunar- möguleikar læknanema og gæti sumarvinna þeirra í héraði því orðið miklu mikilvægari en hún hefur verið hingað til. Hann kvað Félag læknanema mjög gjarnan vilja hafa samvinnu við læknasamtökin um skipulagningu þessarar vinnu. Skýrsla Bjarni Bjarnason flutti skýrsluna. Heildarkostnaður Domus Medica við allt húsið við síðustu áramót var 21.967.929.00. Framlag Domus Medica var 1.285.681.00. Bjarni kvað hafa verið unnið af miklu kappi að byggingu Domus Medica til loka. Fyrsti leigjandinn settist þar að í janúar 1966; læknafélögin fluttu inn í marz og aðrir í mai. 36 eða 37 starfandi læknar munu nú vera i húsinu. Vígsla Domus Medica fór fram 3. des. 1966, að viðstöddu miklu fjölmenni, meðal annars forseta íslands, ráðherrum o. fl. stórmenni. Frágangur utan húss er óskipulagður og ólokið. Bjarni kvað fjármálaróðurinn verða nokkuð erfiðan næstu tvö ár- in; öll lán væm til skamms tíma og yrðu að greiðast niður á tæpum 8 árum, héðan í frá, og því yrði að koma til aukið tillag og húsaleiga frá læknafélögunum. Að loknu máli Bjarna Bjarnasonar þakkaði fundarstjóri honum öll hans störf í þágu Domus Medica, og fundarmenn tóku undir þau orð. Mál og; tillög-ur frá svæðafélögum Læknafélag Ásmundur Brekkan las upp samþykktir frá aðalfundi Austurlands Læknafélags Austurlands svohljóðandi: 1) Eins og kjaramálum lækna er nú háttað, telja aust- firzkir læknar eðlilegast, að samningsréttur lækna á íslandi sé í höndum læknasamtakanna sjálfra. Að sjálfsögðu geta aust- firzkir læknar sætt sig við samningagerð aðila svo sem BHM, ef tryggt er, að samtök þeirra fái aðstöðu til að taka þátt í slíkum samningum. 2) Aðalfundur Læknafélags Austurlands telur sjálfsagt, að nætur- og helgidagataxti sé hinn sami, sem sé með 100% álagi; enn fremur, að helgidagavinna reiknist frá kl. 12 á hádegi á laugar- dögum. 3) Aðalfundur Læknafélags Austurlands hefur samþykkt að greiða viðbótargjald til Domus Medica kr. 500.00.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.