Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1967, Page 57

Læknablaðið - 01.10.1967, Page 57
LÆKNABLAÐIÐ 199 andi lækna, en nú er fullgerð nákvæm spjaldskrá um alla lækna landsins, og mun innheimta nú (á miðju ári 1967) vera að nálgast 100%. Eins og á undanförnum árum hefur verið náið samstarf og sam- band milli stjórna L.í. og L.R. Ber þar til sameiginlegt skrifstofuhald, sívaxandi þátttaka Læknafélags íslands í kostnaði skrifstofu og aukin umsvif félagsins að öðru leyti. Stjórnirnar hafa sameiginlega sent út nokkur fréttabréf, eins og á undanförnum árum. 1. Afgreiðsla mála a) Stofnun lífeyrissjóðs lœkna frá aðalfundi Á aðalfundi L.í. að Laugum var stjórnum L.í. og L.R. og tryggingamálanefnd falið að stofna lífeyrissjóð lækna. Tryggingamálanefnd starfaði áfram að undir- búningi þess máls í náinni samvinnu við stjórnir læknafélaganna og með aðstoð Guðjóns Hansens tryggingafræðings. Voru haldnir nokkrir undirbúningsfundir með þessum aðilum og endanlega geng- ið frá stofnun lífeyrissjóðs lækna hinn 28. des. ’66. b) Heildarskipulag heilbrigðismála Á síðasta aðalfundi var stjórn L.í. falið að beita sér fyrir því, að undirbúningur að heildarskipulagi heilbrigðismála í landinu yrði hafinn. Nokkrar umræður hafa orðið um þau mál á opinberum vettvangi, og einnig hefur formaður átt viðræður við heilbrigðis- málaráðherra. Loks vann stjórnin að gagnasöfnun til stuðnings greinargerðar þeirrar, er lögð verður fyrir fulltrúa á aðalfundi. c) Viðrœður við Félag lœknanema Stjórn L.í. var falið að skipa nefnd til viðræðna við lækna- nema um staðgengilstaxta. í nefndina hafa verið skipaðir: Friðrik Sveinsson, Grímur Jónsson og Haukur Þórðarson. Hafa þeir rætt við stjórn Félags læknanema, og mun væntanlega verða hægt að skýra frá störfum nefndarinnar á aðalfundi. d) Lœknamiðstöðvar Aðalfundurinn 1966 beindi því til stjórnar L.Í., að hún leitaði samstarfs við heilbrigðisyfirvöld um framkvæmdir við stofnun læknamiðstöðva. Stjórnin skrifaði heilbrigðismálaráðuneytinu eftir aðalfundinn og óskaði eftir viðræðum um þau mál og önnur, er aðalfundur beindi til hins opinbera. Slíkur fundur hefur ekki verið haldinn, og stjórnin lítur þannig á, að nauðsynleg undirbúningsvinna að heildarskipulagi heilbrigðismála verði að sitja í fyrirrúmi. Stjórn L.í. telur hins vegar, að stofnun hópsamstarfs lækna, að eigin frumkvæði, svo sem þegar hefur verið gert í Vestmanna- eyjum og á Húsavík, sé á þessu stigi lofsvert skref í þá átt að bæta læknisþjónustu og aðstöðu lækna í dreifbýli landsins. e) Stofnun lœknisfrœði-rannsóknaráðs Stjórn L.í. hefur ekki á þessu starfsári talið sig hafa aðstöðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.