Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1967, Síða 63

Læknablaðið - 01.10.1967, Síða 63
LÆKNABLAÐIÐ 205 hinu leitinu ofát, lyfja- og eiturefnamisnotkun og allra handa geðræn- ar truflanir. Læknisfræðileg framþróun hefur einnig í för með sér sínar skugga- hliðar: Fleiri og fleiri sjúklingar lifa af aðgerðir og sjúkdóma með meiri eða minni lýtum, oft örorku; hætta er einnig á, að hlutfallslega meiri fjöldi andlega og líkamlega lýttra og vanskapaðra barna lifi af og myndi þannig æ stærri hlutfallshóp í þjóðfélaginu. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því, að við þessari þróun verður að bregðast með skipulags- og framkvæmdaaðgerðum, bæði á sviði heilsugæzlu og hjúkrunar. í þjóðfélagi framtíðarinnar verður æ meira af starfi læknis- ins á sviði rannsókna- og vísindatækni og loks heilsugæzlu, enda þótt auðvitað verði alltaf sjúkdómar og slys, sem krefjast mikillar vinnu. Skipulagning heilbrigðismála verður því ávallt að standa í nánu sam- bandi við framverði læknisfræðilegra rannsókna, og enn fremur verð- ur ávallt að vera fyrir hendi raunhæf og fersk mynd af heilbrigðis- ástandi og sjúkdómamynd þjóðfélagsins. Áætlanagerð í heilbrigðismálum verður engu síður en áætlunar- gerð í öllum grundvallarþáttum þjóðlífsins að hafa víðan sjóndeildar- hring og sjá langt fram á við. Það tekur nærfellt hálfan annan áratug að „framleiða" sérmenntaðan lækni, og „framleiðsla" sérmenntaðs að- stoðarfólks á hjúkrunar- og tæknisviði heilbrigðisþjónustunnar tekur einnig langan tíma umfram lögbundna skólagöngu. Áætlunargerð, byggingarframkvæmdir og fullbúnaður meiri háttar sjúkrahúss tekur, þar sem bezt lætur, 6—8 ár, og þannig mætti lengi telja. Af þessum ástæðum er nauðsynlegt, að komið verði á sívirkri skipulagsstofnun heilbrigðismála. Nauðsynleg hjálpargögn hennar við upplýsingasöfnun er skýrslugerð um íbúafjölda og dreifingu, starfs- mannafjölda og nýtingu; skýrslur um sjúkdóma, meðferð, dauðsföll og örorku. Þessa skýrslugerð verður að samhæfa hagfræði- og rekstrar- skýrslugerð, þannig að rétt hagrænt og félagslegt mat (evaluation of services) fáist. Við erum enn á algjöru frumstigi skipulagningar og áætlunargerðar af þessu tagi, enda hafa forsendur slíkrar starfsemi raunverulega hvergi verið fyrir hendi fyrr en nú á síðustu árum með tilkomu rafreikna og með þeim leiðum til úrvinnslutækni og starfs- greiningar, sem opnazt hafa með tilkomu slíkra reiknitækja. RANNSÓKN Á SKIPULAGI HEILBRIGÐISMÁLA Á ÍSLANDI I. Tilgangur Tilgangur rannsóknarinnar er að leggja grundvöll að allsherjar- skipulagi heilbrigðismála á íslandi. II. Efniviður Til framkvæmdar rannsókninni þurfa m. a. gögn um eftirfarandi að liggja fyrir: 1. a) íbúafjöldi, aldurs- og kynjaskipting, fæðingar- og dánartölur. b) Á upplýsingum a)-liðar þarf síðan að byggja forspá um íbúa- fjölgun með stuðningi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.