Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1967, Page 69

Læknablaðið - 01.10.1967, Page 69
LÆKNABLAÐIÐ 211 F y 1 g i s k j a 1 5 Skýrsla samstarfsnefndar L. í. Samstarfsnefnd L. í. er til orðin í samræmi við 12. gr. laga Lækna- félags íslands frá 26. 6. 1965, en þar segir: Á meðan Læknafélag íslands hefur ekki samningsumboð fyrir öll svæðafélög, skal stjórn L. í. stofna til samstarfsnefndar um launakjör lækna. Nefndarmenn skulu vera sjö, tveir tilnefndir af stjórn L. 1, en fimm af stjórnum þeirra svæðafélaga, er sjálf annast samninga sína. Nefndin kýs sér sjálf formann. Hlutverk samstarfsnefndarinnar er samræming á launakjörum lækna, hvar sem þeir starfa á landinu, og skulu allir kjarasamningar lagðir fyrir hana, áður en þeir eru endanlega gerðir. f nefndinni voru að þessu sinni þeir Sigmundur Magnússon og Fáll Gíslason, tilnefndir af stjórn Læknafélags íslands, en hinir fimm voru allir formenn hinna ýmsu samninganefnda Læknafélags Reykja- víkur. í upphafi starfsárs kaus nefndin Sigmund Magnússon sem for- mann. Starfsemi nefndarinnar hefur að vísu nokkuð verið í molum, en þó aldrei að öllu leyti fallið niður. Virðist það há nefndinni og starfi því, sem hún á að afkasta, hversu stór hún er, þar sem mjög erfitt reyndist að finna fundartíma, er allir eða flestir nefndarmanna gátu mætt á. Nefndin hugðist fara yfir alla samninga, sem læknafélögin og einstakir læknar höfðu gert. Sérstaklega hugðist nefndin taka fyrir samninga sjúkrahúslækna víðs vegar um landið, þar sem augljóst þótti. að þar væri misræmið mest. í upphafi starfsárs tók samstarfsnefndin strax þá afstöðu, að samningar Læknafélags Reykjavíkur við ríkisspítalana væru einkar hentugir fyrir sjúkrahúslækna víðs vegar um landsbyggðina. Því var það, að samstarfsnefnd sendi í september 1966 bréf til 32 lækna, sem störfuðu við sjúkrahús víðs vegar um landið, ásamt eintaki af samningum þeim, sem gerðir höfðu verið við ríkisspítal- ana, svo og samningum við Borgarspítalann, og bað viðkomandi lækna um umsögn þeirra um samninga þessa, og hvernig þeir myndu henta þeim, við þeirra aðstæður. Enn fremur fór samstcrfsnefnd þess á leit við sömu menn. að þeir gerðu góða grein fyrir samningum þeim, sem þeir nú störfuðu eftir. Svör bárust frá sex læknum, og kom í ljós, að samningarnir voru mjög mismunandi og byggðir á svo ólík- um forsendum, að erfitt var að gera beinan samanburð á ágæti þeirra. Augljóst var á þessum strjálu svörum, að ekki virtist rétt að gera neina gangskör að því að breyta samningunum í form ríkis- spítala-samningsins, þar sem breytingin myndi í mörgum tilfellum beinlínis verða óhagkvæm. Hitt virtist hins vegar vera æskilegast, þar sem samningarnir voru óhagkvæmir í samanburði við fyrrnefnda samninga eða þar sem samningar kæmu síðar meir, að samningunum yrði beint inn á svipaða braut. í framkvæmd varð þetta því þannig, að reynt var að stuðla að því, að nýir samningar, sem gerðir voru á þessu tímabili, færu eftir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.