Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 16
176
LÆKNABLAÐIÐ
Ársskýrsla Læknafélags íslands
starfsárið 1969-1970,
flutt af formanni L.Í., Arinbirni Kolbeinssyni, á aðalfundi L.í. í Vest-
mannaeyjum 1970.
Inngangur Skýrsla sú, sem hér er birt, nær yfir tímabilið frá 15.
september 1969 til 15. júní 1970.
Gjaldskyldir félagar L.í. 1. janúar 1970 voru 306, þar af 242 í
Læknafélagi Reykjavíkur. 15. júní 1970 voru íslenzkir læknakandíd-
atar samtals 499, þar af meS lækningaleyfi 413; búsettir á íslandi
326, búsettir erlendis 173. Sérfræðingar voru 191, og skiptust þeir
niður á 25 sérgreinar. Læknakandídatar án lækningaleyfis voru sam-
tals 86 15. júní 1970. Stjórn félagsins skipuðu: Arinbjörn Kolbeinsson
formaður, Friðrik. Sveinsson ritari, Guðmundur Jóhannesson gjaldkeri,
Baldur Sigfússon meðstjórnandi, Brynleifur Steingrímsson meðstjórn-
andi, Guðsteinn Þengilsson meðstjórnandi.
Stjórn og Á aðalfundi L.í. í sept. 1969 voru þessir menn kosnir
stjórnarfundir í stjórn: Arinbjörn Kolbeinsson formaður, til tveggja
ára, Friðrik Sveinsson ritari, til eins árs, Guðmundur
Jóhannesson gjaldkeri, til eins árs. Brynleifur Steingrímsson meðstjórn-
andi, til tveggja ára, Guðsteinn Þengilsson meðstjórnandi, til tveggja
ára, Baldur Sigfússon meðstjórnandi, til eins árs.
Stjórnin hefur haldið 19 fundi á starfstímabilinu, þar af fjóra
sameiginlega fundi með L.R. um þau mál, sem sérstaklega varða bæði
félögin, svo sem rekstur skrifstofunnar, Domus Medica, Læknablaðið,
gjaldskrá félaganna o. fl.
Starfsemi Húsnœðið. Enda þótt breyting sú, sem gerð var á
skrifstofunnar skrifstofuhúsnæðinu sl. ár, væri til bóta, er aðstaðan
þó langt frá því að vera fullnægjandi. Sérstaklega
er til baga, að afgreiðsla, vinnu- og fundarherbergi liggja hvert inn af
öðru, og veldur sú afstaða því umgangi og truflun á vinnu starfsfólks.
Loftræsting skrifstofunnar er óviðunandi, þrátt fyrir tilraun til endur-
bóta sl. ár. Einnig er til baga, að geymslurými skrifstofu er mjög tak-
markað.
Áhöld. Tækjakostur er allgóður, en þó er endurbóta þörf. Fyrst
skal telja úreltan fjölritara, handsnúinn, óþrifalegan, erfiðan og sein-
virkan. Ljósprentunarvélin er bæði seinvirk og dýr í rekstri, allt að
100% fram yfir það, sem gerist með nýrri og fljótvirkari vélar. Þörf'
væri fyrir frímerkjavél, þegar senda þarf út fundarboð og þess háttar
til mörg hundruð einstaklinga með mjög stuttum fyrirvara, sem al-
gengt er. Nú eru í notkun á skrifstofunni tvær rafmagnsritvélar af
fullkomnustu tegund með sömu leturgerð, og auðveldar það mjög alla
vinnu við vélritun.
Starfslið. Fast starfslið skrifstofunnar hafa verið þrjár stúlkur,