Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 69
LÆKNABLAÐIÐ
215
vanskapnaði hjá mannsfóstr-
um.
Vanskapnaður af völdum
talídómíðs var að ýmsu leyti
svo sérkennilegur (selshreifar
og' annar misvöxtur í útlim-
um), að orsakasamhengi milli
þessa og töku lyfsins var til-
tölulega snemma ljóst. Til-
raunir með talídómíð hafa þó
síðar staðfest, að vanskapnað-
ur af völdum þess er í eðli sínu
mun margþættari en í fyrstu
var álitið. Rannsóknir á tíðni
vanskapnaðar yfirleitt hjá
mánnsfóstrum benda og til or-
sakasamhengis við töku lyfja á
meðgöngutímanum án ]jcss, að
unnt sé að henda á sérstakt
samhcngi milli töku tiltekinna
lyfja og ákveðins vanskapnað-
ar eða misvaxtar. Vissulega er
þörf miklu frekari rannsókna
á þessu sviði og sums staðar er
þegar unnið mjög markvisst að
því að reyna að skýra nánar
þá hættu, sem mannsfóstrum
getur stafað af lyfjum. Unz
árangur slíkra rannsókna hef-
ur komið i Ijós, ber eindregið
að vara þungaðar konur við
allri óþarfa lyfjatöku á með-
göngutímanum. Þetta á jafnt
við um „saklaus“ lyf, eins og
acetýlsalisýlsýru og vítamín,
og önnur lyf, sem læknar
hneigjast til að kalla hættu-
legri.
FRÆÐSLUSTARFSEMI
LÆKNAFÉLAGAKNA
Framhalds- og viðhalds-
menntun lækna hefur nokkuð
Jjorið á góma að undanförnu.
Er skemmst að minnast fyrir-
lestrar enska læknisins, Sir
George Godbar, á vegum lækna-
félaganna í september sl. um
viðhaldsmenntun lækna i Eng-
landi. Skömmu síðar var þetta
efni á dagskrá læknaþings L.I.,
þar sem dr. Jon Skátun, for-
maður norska læknafélagsins,
Tómas Helgason prófessor og
örn Bjarnason héraðslæknir,
fluttu allir erindi, og mun er-
indi Tómasar birtast liér i
blaðinu. Enginn vafi er á því,
að læknar almennt viðurkenna
þörf og mikilvægi framhalds-
menntunar, enda er það talið
með skyldum þeirra að lialda
menntun sinni við. Kom þetta
greinilega fram á læknaþingi,
en þær umræður verða annars
ekki raktar frekar hér. Á
læknaþingi var samþykkt álykt-
un um, að gefa skuli fram-
haldsmenntun meiri gaum en
hingað til hefur verið gert. Er
í ályktuninni lögð áherzla á, að
fjölgað verði skipulögðum nám-
skeiðum og „í samningum sé
gert ráð fyrir, að framhalds-
menntun sé fastur liður í starfi
lækna, og komi það fram bæði
í vinnutíma og greiðslu ferða-