Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 81
LÆKNABLAÐIÐ
225
b) skipulags- og menntamálanefnd:
Gunnlaugur Snædal, Jón Þorsteinsson og Ingimar Hjálmarsson,
c) allsherjarnefnd:
Sigmundur Magnússon, Heimir Bjarnason, Sigursteinn Guðmundsson,
Jóhann Þorkelsson og Örn Bjarnason.
Skýrsla Formaður stiklaði á stærstu atriðum skýrslunnar og gerði
stjórnar frekari grein fyrir þeim. Skýrslunni hafði verið dreift meðal
fulltrúa kvöldið áður og þeim þannig gefið færi á að kynna
sér hana vel, áður en á fundinn kom.
Formaður óskaði síðan eftir stuttum fyrirspurnum um skýrsluna,
en annars yrði hún til umræðu allan fundinn um öll þau mál, sem
fyrir koma og skýrsluna snerta.
Gunnlaugur Snædal spurði um samband L.í. við erlend lækna-
félög og einkum, hvort fulltrúar félagsins, sem sækja fundi erlendra
læknafélaga með styrk frá L.Í., gæfu stjórn L.í. skýrslu um þessa
fundi.
Formaður kvað því miður mikinn misbrest vilja verða á því, en
framvegis myndi verða fast eftir því gengið af stjórninni.
Örn Bjarnason ræddi um stofnun embættislæknafélags. Hann
kvaðst fyrst vera að frétta það nú, að hann væri einn í þriggja manna
nefnd, sem sjá hefði átt um stofnun þessa félags, sbr. heimild á síðasta
aðalfundi. Ekkert hefði enn verið að þessu unnið. Það væri þeim mun
bagalegra, sem á næsta sumri, 1971, stæði til að halda hér mót nor-
rænna embættislækna. Þyrfti undirbúningur þess að hefjast sem allra
fyrst. Hefðu ýmsir hinna norrænu starfsbræðra sýnt mikinn áhuga á
að mæta hér. Því þyldi stofnun félagsins enga bið. Kjósa þyrfti stjórn
og undirbúningsnefnd, semja félaginu lög o. s. frv.
Jóhann Þorkelsson gerði fyrirspurn um gerðardóm L.í. og furðaði
sig á, hve seint gengi afgreiðsla þeirra mála, sem til hans er vísað.
Sigursteinn Guðmundsson gat þess, að í sínu svæðafélagi hefði
margt verið rætt um stofnun embættislæknafélags. Nóg væri um félög
innan L.Í., en í Læknafélagi Norðvesturlands væru menn hlynntir
stofnun þess sem deildar innan L.Í., sem hefði það hlutverk fyrst og
fremst að koma fram fyrir hönd L.í. gagnvart sams konar félögum á
Norðurlöndum.
Víkingur H. Arnórsson gerði það að tillögu sinni, að yrði Félag
embættislækna deild innan L.Í., ætti stjórn þess að vera kjörin á
þessum aðalfundi og henni falið að semja lög fyrir félagið. Kvaðst
hann leggja fram formlega tillögu síðar um þetta.
Sigmundur Magnússon vék nokkrum orðum að störfum gerðar-
dóms. Drap hann einkum á eitt mál, sem þar hefði lengi legið fyrir,
enda þótt öll gögn þess væru fram komin.
Jón Þorsteinsson spurði, hvernig stjórn L.í. hefði rekið eftir því, að
erlendir læknar væru fengnir til starfa hér á landi, sbr. þingsályktun
þar að lútandi. ,,Hefur t. d. verið auglýst í erlendum læknaritum?“
spurði hann.
Formaður kvaðst hafa rætt þetta við landlækni, en lítið eða ekkert