Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 75

Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 75
LÆKNABLAÐIÐ 219 4) kynning og æfing nýrra aðferða, 5) aukinn þroski og breyting á venjum okkar í samræmi við aukna þekkingu og breyttar kröfur. Sjálfsagt kann einhverjum að finnast óþarfi að spyrja, þegar um er að ræða viðhaldsmenntun sérfræðinga, hvers eigi að afla í menntun. Svarið hljóti að vera alls þess, sem nýtt er og til bóta horfir í viðkomandi sérgrein. Þetta er auðvitað rétt, en því miður ekki eins einfalt í framkvæmd og það hljómar, þó að auðvitað sé frekar hægt að nálgast þetta mark í ýmsum þröngum sérgreinum, heldur en í almennum lækningum. Óhjákvæmilegt er að velja og hafna úr öllu því flóði af fróðleik, sem fram er borinn. Er þá eðlilegt, að hver taki nokkurt mið af sinni upphaflegu menntun og byggi á henni, enda ekki ætlrmin með viðhaldsmenntun að afla sér nýrrar sérgreinar eða undirgreinar. Öllum ætti að vera ljóst af tilraunum sínum til að afla sér almennrar menntunar og síðar tilraunum við að smáþrengja menntunarsviðið, að engin leið er að spanna allt, þó að tilgangur sérhæfingarinnar sé auðvitað að vita meira og meira um minna og minna. Til þess þó að geta talizt nokkurn veginn gjaldgengur í sér- grein, er nauðsynlegt að spanna á einhvern hátt skipulega það, sem sérgreininni tilheyrir á hverjum tíma; ella verðum við ekki sérfræð- ingar lengur. Og það versta í því sambandi er, að þá getum við ekki einu sinni fallið til baka á hina almennu læknismenntun okkar og verið almennir læknar, heldur verðum við aðeins fyrrverandi sér- fræðingar. Þetta knýr mig til þess að vekja athygli á því, sem er jafn sjálfsagt og allt annað, sem ég þegar hef nefnt og á eftir að nefna, að nauðsynlegt er fyrir alla sérfræðinga að viðhalda líka þekkingu sinni á hinum almennu grundvallaratriðum læknisfræðinn- ar. Með því er hægt að skoða sérgrein sína á hverjum tíma í ljósi hins almenna, jafnframt því sem það ætti að skapa okkur mögu- leika til þess að fylgjast aðeins með því sem félagar okkar, sem lagt hafa stund á aðrar sérgreinir eru að gera. Ein af ástæðunum fyrir því, að ég tek að mér að tala um ýmis efni, sem ég í sjálfu sér hef ekki betri forsendur til að ræða um, heldur en hver áheyrenda minna oft á tíðum, er sú, að það skapar mér ástæðu til að hugsa um mál, sem ég ekki hugsa um daglega. Þetta knýr mig til að afla mér ýmissar viðbótarþekkingar, sem ég kannski mundi ella láta sitja á hakanum. Vafalaust er ég ekki einn um að þurfa einhvern hvata til þess að afla mér meiri menntunar og við- halda menntun minni. Slíkt er almennt viðhorf, að menn hugsa fyrst og mest um það, sem í askana verður látið hér og nú. Þess vegna er meginmál, að menn finni þörfina fyrir viðhaldsmenntun i daglegu starfi og geti notfært sér þekkinguna strax. Ef það tekst ekki, er hætt við, að áhuginn dvíni og efnið gleymist fljótt. Þetta er almennt grundvallaratriði í námi fullorðins fólks. Það sækist bezt með því, að nemendurnir átti sig á vandamálum eða spurningum og leiti að leið- um til þess að leysa úr vandanum eða svara spurningunum. Ennfrem- ur verða menn að hafa löngun til þess að læra, því að þeir læra bezt það, sem þá langar til að læra. Sjálfsagt verður þó að reyna að hafa áhrif á löngun manna til menntunar ekki síður en til annarra efna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.