Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 77
LÆKNABLAÐIÐ
221
hafi Læknablaðs síns. Ég ætla ekki að fjöljrrða um tæknileg kennslu-
gögn, sem nú eru mest í tízku, um þau vitið þið flest jafnvel og ég,
heldur hef ég frekar í huga að drepa á hinar klassisku aðferðir okkar
til þess að afla viðhaldsmenntunar, — þær sem stéttarfélagið getur
aðstoðað okkur við. Aðalverkefni þess er þó auðvitað að sjá okkur
fyrir nauðsynlegum tíma til viðhaldsmenntunarinnar, um leið og það
berst fyrir bættum kjörum.
Ég hef þegar drepið á nauðsyn þess að athuga, í hverju starf
okkar er fólgið til þess að skapa forgangsröð við svörun menntunar-
krafnanna. Hins vegar hefur ekki verið minnzt á, að mikið af við-
haldsmenntun okkar er að vissu leyti fólgið í starfinu sjálfu. Ef við
erum vakandi og höldum sjálfsgagnrýni okkar og dómgreind, er
starfi okkar, sem betur fer, þannig farið, að það gefur okkur sífelld
tilefni til nýrrar íhugunar og leitar að betri aðferðum og skýringum.
Ef starfið á að verða okkur menntunargjafi, er nauðsynlegt, að við
vinnum það svo vel, að það þoli endurskoðun starfsbræðra okkar.
Þannig er hlutverk starfsnefnda læknaráða sjúkrahúsanna að endur-
skoða störf hinna ýmsu lækna, fyrst og fremst til að minna menn
á og benda á, hvar þeir þurfi og geti bætt þjónustu sína og þannig að
hvetja lækna til frekari menntunar. Nærtækasta leiðin fyrir flesta
til þess að halda við menntun sinni er með lestri sérfræðirita og bóka,
og með umræðum við starfsbræður sína, bæði í sérgreininni og aðra,
sem geta hjálpað manni til þess að skýra eigin hugsun. Til þess að
lesturinn og slíkar umræður geti borið tilætlaðan árangur, þarf að
vera tími til þess að sinna hvorttveggja, bæði til þess að veita og
og þiggja. Einnig þarf að vera aðgangur að góðu bókasafni með þeim
tímaritum og bókum, sem mestu máli skipta í viðkomandi sérgrein
og með góðri þjónustu. í fjórða lagi er rétt að minnast á hvers konar
fundi, fyrst og fremst fræðslufundi læknafélaganna og á einstökum
sjúkrahúsum, sem nauðsynlegt er að sækja. Þeir geta alltaf veitt okk-
ur nokkurn fróðleik, ef ekki í eigin grein, þá um hag náungans, sem
okkur hættir alltof mikið til að gleyma. Mjög áberandi er, hversu fund-
arsókn í læknafélögum hefur versnað á síðustu árum og einangrunar-
stefnan hefur aukizt, að því er virðist. Kemur þetta fram í því, að
læknar sækja fyrst og fremst þá fundi, sem þeir tala á sjálfir eða
einhver af þeirra nánustu samstarfsmönnum, ef svo vill til að fund-
irnir eru haldnir í þeim sjúkrahúsum, sem þeir sjálfir vinna í. Víða
erlendis eru skipulögð mismunandi löng námskeið fyrir sérfræðinga
til þess að kynna þeim nýjungar og framfarir í greinum sínum. Hér
á landi er tæpast grundvöllur fyrir slíku námskeiðshaldi í einstökum
greinum, þar eð sérfræðingarnir eru ekki það margir í neinni grein.
Þess vegna er nauðsynlegt að koma upp eins konar námshópum, sem
sérfræðingafélögin gætu staðið fyrir, ef áhugi er nægur, því að nokk-
uð getum við lært hver af öðrum. Jafnframt er mjög nauðsynlegt að
séfræðingar fari utan oft og títt til þess að sækja sérfræðinámskeið
þar, eða til þess að starfa með sér reyndari og lærðari mönnum eða
til þess að starfa sjálfir að einhverju ákveðnu verkefni við erlend
menntasetur. Hinir stóru alþjóðafundir, sem haldnir eru með fárra
ára millibili hafa sætt vaxandi gagnrýni, vegna þess að ekki sé nokk-