Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 78

Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 78
222 LÆKNABLAÐIÐ ur leiS að komast yfir að fylgjast með öllu því, sem þar fer fram, né heldur að kynnast mönnum að gagni vegna þess, hve fjölmenni sé mikið. Þetta er að nokkru leyti rétt, og litlir fundir eða lítil symposia verða sjálfsagt að mörgu leyti notadrýgri, þó að stóru fundirnir þjóni áfram ákveðnum tilgangi. Á þeim er enn tækifæri til þess að komast í kynni við framámenn í sérgreinunum, kynni, sem síðar geta leitt til frekari möguleika á aukinni menntun. f sambandi við utanfar- irnar er einnig rétt að minna á, að læknafélagið ætti að geta greitt fyrir meðlimum sínum og verið þeim hjálplegt við að koma þeim í kynni við þá aðila, sem helzt er eitthvað að sækja til í öðrum lönd- um. Sum sérgreinafélögin hafa alþjóðasamtök, sem taka þetta að sér, en ekki eru nærri allir, sem eiga aðgang að þeim og þar af leið- andi ætti Læknafélag íslands að nota sambönd sín í Alþjóðalækna- félaginu til þess að greiða fyrir viðhaldsmenntun íslenzkra lækna er- lendis. Það síðasta, sem ég ætla að drepa á í þessari upptalningu, er kannski mikilvægasta aðferðin til þess að halda við menntun sinni. Ég á hér við ýmiss konar rannsóknarstörf, sjálfstæð eða í félagi við aðra, sem miða að því að auka við hinn almenna þekkingarforða. Þessi rann- sóknarstörf þjóna ekki eingöngu vísindalegum tilgangi. Þau þjóna ekki síður menntunartilgangi fyrir þá, sem að rannsóknarstörfum vinna, því að fátt er manni meiri hvati til þess að afla sér aukinn- ar þekkingar en lestur og nám í sambandi við rannsóknarverkefni, sem maður er sjálfur að vinna að á hverjum tíma. Þess vegna er nám- skeið eins og það, sem er nýlega afstaðið hér á vegum læknafélag- anna og Norræna hússins í læknisfræðilegum rannsóknaraðferðum og tölfræðilegri meðhöndlun þeirrar niðurstöðu, sem slíkar rannsóknir leiða til, mjög mikilvægur þáttur í viðhaldsmenntun sérfræðinga og raunar almennra lækna líka. Þessi þáttur viðhaldsmenntunar er sameiginlegur fyrir allar sérgreinar. Þetta námskeið er dæmigert menntunarframtak læknafélaganna, sem því aðeins kemur að tilætluð- um notum, að þeir, sem námskeiðið sóttu, hafi annaðhvort nú þegar þörf fyrir að beita námsefninu eða vinni bráðan bug að því að nýta þá menntun, sem þeir fengu á námskeiðinu. Ef slíkt er ekki gert, gleymist námsefnið mjög fljótt og námskeiðið missir að verulegu leyti marks. Að lokum er rétt að segja fáein orð um, hver ætti að hafa forgöngu um viðhaldsmenntun. Ég hef áður nefnt, að viðhaldsmenntunin er fyrst og fremst fengin með sjálfsnámi og að einstaklingurinn sjálfur verði að hafa þar aðalforgöngu, en ýmsir aðilar geta og eiga að létta undir með honum. Þar er fyrst til að nefna læknafélögin, þá Háskól- ann og loks heilbrigðisstjórnina. Eðlilegast er, að þessir aðilar hafi nána samvinnu um kennslufyrirkomulag og sköpun námsaðstöðu. Þetta verður ekki unnið sem sjálfboðaliðastarf til lengdar, þó að því hafi verið komið af stað sem slíku. Allir verða að gera sér grein fyrir því, að skipulagning kennslu og námsaðstöðu tekur tíma og kostar fé. Menn verða líka að gera sér grein fyrir, að kennslan sem slík kostar mik- ið og við getum ekki gert ráð fyrir því að verða ölmusumenn, sem lifum af góðmennsku annarra, þó að sú hafi verið raunin í sambandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.