Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 34
190
LÆKNABLAÐíÐ
innan hans enn eftir að lengja starfstíma sinn í héraði innan 24 máin-
aða markanna.
Niðurstöður urðu þessar:
1958-61 | 1963-66
(héraðsskylda 6 mán.) (héraðsskylda 3 mán.)
Fjöldi Mán. Fjöldi Mán.
alls % alls meðal alls % alls meðal
Útskrifaðir úr læknadeild H.í. 74 65
í héraði 0.5 mán. eða lengur 58 78.4 599 10.3 56 86.2 553.5 9.9
í héraði 3 mán. eða lengur*) 54 73.0 591.5 11.0 47 72.3 537.5 11.4
í héraði 6 mán. eða lengur 43 58.1 552.5 12.8 29 44.6 469 16.2
í héraði 12 mán. eða lengur 18 24.3 378 21.0 22 33.8 423 19.2
*) Þar af voru í yngri hópnura 44 lengur en 3 mán. (þ. e. 44 af 47, eða nær 94%).
Ofanskráðar tölur skýra sig sjálfar, ef haft er í huga, hvernig þær
eru fengnar. Niðurstöðurnar, sem koma kunna mörgum á óvart, sýna,
svo að ekki verður um villzt, að nokkru hærri hundraðshluti lækna
fer nú til starfa í hérað fljótlega að loknu prófi en áður (86.2% á
móti 78.4%). Munur á meðalstarfstíma er hins vegar ótrúlega lítill
(9.9 mán. á móti 10.3 mán.), sé munurinn á skyldutíma hafður í huga,
þannig að heildarstarfstími er í rauninni lengri nú en áður, ef reiknað
væri með jafnstórum hópum. Benda má á, að mun fleiri eru nú til-
skilinn tíma í héraði en áður tíðkaðist (72.3% á móti 58.1%). Athyglis-
verðast er þó, að talsvert fleiri dveljast nú eitt ár eða lengur í héraði
en áður (33.8% á móti 24.3%), enda þótt enginn þeirra sé bundinn af
námslánum til slíkra starfa, og heildarstarfstími þeirra er mun lengri,
ekki sízt, ef reiknað væri með jafnstórum hópum.
Reykjavík, 1. desember 1969.
Stjórn Læknafélags íslands.
Milliþinganefnd til að endurskoða læknaskipunarlög.
Stjórn L.í. mælti eindregið með því, að samþykkt yrði frumvarp
um milliþinganefnd til að endurskoða læknaskipunarlög og í rauninni
væri nauðsyn, að slíkt yrði fastanefnd, sem fjallaði um þennan laga-
bálk, eins og tíðkast í sambandi við önnur lög, sem oft þarfnast endur-
skoðunar og sérfræðilegra ráðlegginga. Má þar nefna t. d. umferða-
laganefnd. Af þeim atriðum, sem telja má mikilvægust fyrir stofnun
milliþinganefndar til að endurskoða læknaskipunarlög og sjúkrahús-
lög má nefna: 1. Gera þarf áætlun um lækningastöðvar, staðsetningu
þeirra, fyrirkomulag, verksvið og rekstur. Einnig þarf að gera reglur
um tengingu læknastöðva við smærri sjúkrahús í héruðunum sjálfum