Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 68
214
LÆKNABLAÐIÐ
en eiginlegur vanskapnaður
kemur nærri undantekninga-
laust ekki fyrir. Allt bendir því
til þess, svo sem áður segir, að
hætta á vanskapnaði vegna ytri
skaðvalda sé bundin við mjög
afmarkað aldursskeið fósturs.
Tilraunir benda enn fremur
eindregið til þess, að hætta á
vanskapnaði sé yfirleitt lang-
mest í byrjun fyrrnefnds ald-
ursskeiðs. Hjá rottum er van-
skapnaðarhætta þannig að öll-
um jafnaði mest á tímabilinu
frá 9. degi og til 12. dags með-
göngutímans.
Stærð skammta skiptir einn-
ig verulegu máli. Ef skammt-
ar eru of litlir, getur farið svo,
að vanskapnaðar verði alls
ekki vart, enda þótt tíðni van-
skapnaðar geti orðið veruleg,
ef litln stærri skammtar eru
gefnir. Enn stærri skammtar
leiða hins vegar ekki sjaldan
til dauða því sem næst allra
fóstra án þess, að vanskapnað-
ar verði yfirleitt vart. Við
dýratilraunir, sem gerðar eru
með tilliti til vanskapnaðar, er
venja að hafa slcammta rétt að-
eins minni en þá skammta, er
valda fósturdauða. Allt er þó á
liuldu um, hvers vegna einmitt
skammtar af þcssari stærð
valda vanskapnaði, en hvorki
minni skammtar né stærri.
Athyglisvert er, að flest
þekkt lyf geta valdið einhvers
konar vanskapnaði, í innri eða
ytri líffærum, hjá flestum teg-
undum tilraunadýra, ef lyfin
eru gefin í hæfilegum skömmt-
um og á réttiun tíma. 1 þessu
samhandi má henda á, að lyf
cins og sum vítamín og acetýl-
salisýlsýra geta valdið mjög
umtalsverðum vanskapnaðar-
hreytingum í tilraunum með
rottur og mýs og raunar einnig
í tilraunum með önnur spen-
dýr. Ef acetýlsalisýlsýra væri
nú nýtt lyf, væru framleiðend-
ur af þessum sökum vafalítið
skyldaðir til þess að vara við
hugsanlegri hættu á vanskapn-
aði lijá mannsfóstrum af völd-
um lyfsins.
Óvíst er, hvort vanskapnað-
ur verður með svipuðum hætti
hjá mönnum og þeim tegund-
um spendýra, sem einkum eru
notuð við tilraunir. Unz hið
gagnstæða sannast, verður þó
að ætla, að svipuðu máli gegni
um hættu á vanskapnaði af
völdum lyfja hjá mannsfóstr-
um og hjá fóstrum tilrauna-
dýra. I þessu samhandi má
minna á, að mörg lyf haí'a um
það bil sömu verkun hjá rott-
um og mömium, enda þótt
skammtur sé miðaður við kg
hjá rottum, en við heildar-
þunga (70 kg) hjá mönnum.
Ef sama lilutfall gildir um van-
skapnað af völdum lyfja, er
líklegt, að mannsfóstur séu
næmari i þcssu tilliti en rottu-
fóstur. Hér má minna á, að
sannanlegt er, að litlir skammt-
ar af talídómíði geta valdið