Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 74
218
LÆKNABLAÐIÐ
Dr. med. Tómas Helgason, prófessor
VIÐHALDSMENNTUN
SÉRFRÆÐINGA
Erindi á Læknaþingi 18. 9. 1971.
Læknisfræði er lífstíðarnám, hvort sem um er að ræða þrönga
sérfræðigrein eða almennar lækningar. Ef ekki er litið á læknisfræð-
ina sem lífstíðarnám, er hætt við, að sú þjónusta, sem við veitum sé
léleg, vegna þess að þekkingarforðinn vex og breytist mjög ört. Þvi
er á síðari árum farið að gefa miklu meiri gaum að viðhaldsmennt-
uninni; í hverju hún sé fólgin, hver sé tilgangur hennar og hvernig
hennar verði bezt aflað.
Menntim og skipulag eru lausnarorð á öllum vandamálum þjóð-
félagsins í dag. Grunnmenntun, framhaldsmenntun, sérmenntun, við-
haldsmenntun og endurmenntun, er talin nauðsynleg öllum þegnum
þjóðfélagsins til þess að geta staðið undir kröfum tímans og stuðlað
að vaxandi velgengni eða aukinni hagþróun, eins og það heitir á fínu
máli. Auk hinnar beinu nýtni, sem leiðir af hvers konar menntun,
má líka líta á menntunina eða réttara sagt öflun menntunar, námið,
sem eins konar andlegt trimm, sem er ekki síður nauðsynlegt en hið
líkamlega trimm, sem geisaði hér eins og landfarsótt á síðastliðnum
vetri.
SKÝRGREINING OG MARKMIÐ.
Viðhaldsmenntun sérfræðinga, eins og raunar annarra lækna, er
fólgin í þekkingarleit þeirra til að geta alltaf svarað kröfum tímans
í eigin grein. Þessi þekkingarleit á bæði að miða að því að hressa
við grundvallarþekkingu okkar í almennri læknisfræði og til þess að
kynna okkur nýjungar í greinunum án þess þó, að hún leiði til nýrra
sérgreina í sjálfu sér. Tilgangur viðhaldsmenntunarinnar er augljós-
lega sá að bæta meðferð einstakra sjúklinga og bæta heilsugæzlu í
samfélaginu í heild. Viðhaldsmenntun á að gera okkur kleift að nota
það bezta úr samtímaþekkingu í greinunum í daglegu starfi. Með
viðhaldsmenntuninni eigum við að bæta og breyta upphaflegri mennt-
un okkar. Við eigum að afla okkur nýrrar þekkingar og nýrrar hæfni,
en halda vöku okkar og dómgreind gagnvart öllu því flóði af nýjung-
um, sem yfir okkur dynja til þess að geta greint hismið frá kjarnanum.
AMA Council on Medical Education (1970) skiptir tilgangi við-
haldsmenntunarinnar niður í 5 meginatriði, sem eru:
1) Breyting á viðhorfi okkar og aðferðum til lausnar þeim lækn-
isfræðilegum vandamálum, sem að höndum ber,
2) leiðrétting á úreltri þekkingu.
3) öflun og skýring nýrrar þekkingar á ákveðnum sviðum,