Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 20
178
LÆKNABLAÐIÐ
Efst á baugi.
Einna brýnast í starfsemi skrifstofunnar nú er að bæta alla skípu-
lagningu vinnunnar, svo að starfskraftur nýtist sem bezt. Oðum dregur
að því, að bæta þurfi við starfsliðið, einkum vegna vélritunar, af-
greiðslustarfa og símaþjónustu.
Áberandi er, að menn gera sér ekki grein fyrir, hve annasamt er
á skrifstofunni og ætlast oft til fyrirvaralausrar skyndiafgreiðslu sinna
mála. Slíkt hugarfar félagsmanna er vissulega ein meginorsök þess
glundroða, sem lengi hefur verið einkennandi fyrir starfsemi skrif-
stofunnar, enda kemur það í veg fyrir, að unnt sé að skipuleggja vinn-
una á eðlilegan og hagkvæman hátt.
Lögfræðileg Guðmundur Ingvi Sigurðsson hefur verið lögfræðilegur
aðstoð ráðunautur félagsins eins og að undanförnu. Hefur stjórn
félagsins leitað álits hans í öllum þeim atriðum, sem
talin hafa verið lögfræðilegs eðlis. Þar hafa borið hæst ýmis atriði
varðandi Húsavíkurdeiluna.
Afgreiðsla mála frá Fundarályktanir frá síðasta aðalfundi L.í. hafa
síðasta aðalfundi verið sendar þeim opinberum aðilum, sem tillög-
urnar snerta, en einnig hafa þessar tillögur verið
sendar ýmsum öðrum aðilum og efni þeirra kynnt í dagblöðum.
Varðandi tillögu, sem samþykkt var frá Þórði Oddssyni um kyn-
ferðisfræðslu í sjónvarpi, var eftirtalin nefnd skipuð á stjórnarfundi
í L.f. 25. sept. 1969: Þórður Oddsson, Jón Þ. Hallgrímsson og Kristín
Jónsdóttir. Var Þórður Oddsson tilnefndur formaður nefndarinnar.
Kom nefndin saman í vor í Reykjavík og ræddi um væntanlegan
fræðsluþátt. Nefndarmenn hafa nú haft samband við lækna og dag-
skrárstjóra sjónvarps, og er ætlunin að kynna sér erlend snið sams
konar þátta.
Húsavíkurmál Á síðasta aðalfundi voru miklar umræður um hina
svonefndu Húsavíkurdeilu, og var málinu vísað til
stjórnar L.í. til áframhaldandi meðferðar. EVrir lá kæra frá Daníel
Daníelssyni um meint brot Gísla Auðunssonar og Ingimars Hjálmars-
sonar á Codex Ethicus, og einnig lá fyrir beiðni frá Ingimari Hjálmars-
syni þess efnis, að athugað væri, hvort atferli Daníels bryti ekki að
einhverju leyti í bága við Codex Ethicus. Mál þetta í heild var borið
undir lögfræðing félagsins, og svaraði hann með eftirfarandi bréfi:
Læknafélag íslands,
Domus Medica, Reykjavík.
Reykjavík, 28. okt. 1969.
Kæra Daníels Daníelssonar á hendur Gísla G. Auðunssyni og Ingimari
S. Hjálmarssyni.
Ég skírskota til samtals við Arinbjörn Kolbeinsson og sendi hér
með kæru Daníels Daníelssonar dags. 14. ágúst 1969, svo og bréf sama
til yðar dags. 31. ágúst 1969.
Stjórn Læknafélags íslands ber að senda kæru Daníels Daníels-