Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 80
224
LÆKNABLAÐIÐ
FUNDARGERÐ AÐALFUNDAR
LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS 1970
Aðalfundur Læknafélags íslands 1970 hófst 1 Vestmannaeyjum
laugardaginn 20. júní kl. 9.15 í húsi K.F.U.M.
Formaður L.Í., Arinbjörn Kolbeinsson, setti fundinn og bauð full-
trúa velkomna. Sérstaklega bauð hann velkominn formann Félags
læknanema, Högna Óskarsson stud. med., en sú hefð hefur komizt á
síðan á aðalfundi L.í. í Bifröst 1968 að bjóða fulltrúa frá Félagi
læknanema að sitja aðalfund L.í. og fylgjast með því, sem þar fer
fram. Einnig hefur frá sama tíma verið venja að bjóða landlækni að
sitja aðalfund L.Í., en að þessu sinni gat landlæknir ekki komið vegna
fjarveru af landinu.
Þá minntist formaður tveggja starfsbræðra, sem látizt höfðu frá
síðasta aðalfundi. Voru það þau
Guðmundur Karl Pétursson, f. 8.9. 1901, d. 11.5. 1970 og
Katrín Thoroddsen, f. 7.7. 1896, d. 11.5. 1970.
Kosning kjörbréfa- Kosningu hlutu einróma eftirtaldir fulltrúar: Bryn-
nefndar leifur H. Steingrímsson, Selfossi, Jóhann Þorkels-
son, Akureyri, Víkingur H. Arnórsson, Reykjavík.
Kosning fundar- Formaður stakk upp á Erni Bjarnasyni, og hlaut hann
stjóra einróma samþykki. Örn tók síðan við stjórn fundar-
ins. Hann tilnefndi Friðrik Sveinsson ritara.
Jóhann Þorkelsson gerði grein fyrir störfum kjörbréfanefndar. í
ljós kom, að mættir voru fulltrúar allra svæðafélaganna með lögmæt
kjörbréf, en þeir voru sem hér greinir:
Frá Læknafélagi Reykjavíkur; Arinbjörn Kolbeinsson, Stefán
Bogason, Sigmundur Magnússon, Friðrik Sveinsson, Jón Þorsteinsson,
Víkingur H. Arnórsson og Gunnlaugur Snædal.
Frá Læknafélagi Vesturlands: Valgarð Björnsson.
— — Norðvesturlands: Sigursteinn Guðmundsson.
Akureyrar:
Norðausturlands:
Austurlands:
Suðurlands:
Vestfjarða:
Jóhann Þorkelsson.
Ingimar Hjálmarsson.
Þorsteinn Sigurðsson.
Heimir Bjarnason.
Skv. skeyti frá formanni Lækna-
félags Vestfjarða var Erni Bjarna-
syni falið umboð til þess að vera
fulltrúi félagsins á aðalfundi L.í.
Kosning a) Kjaramálanefnd:
nefnda Brynleifur H. Steingrímsson, Stefán Bogason og Þorsteinn
Sigurðsson,