Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 102
242
LÆKNABLAÐIÐ
11. Önnur mál.
a) Arinbjörn Kolbeinsson drap nokkuð á blaðaskrif um of-
neyzlu deyfi- og svefnlyfja og aðdróttanir að læknastéttinni í því
sambandi, sem allir læknar liggja því undir, meðan málið hef-
ur ekki verið rannsakað. Mun raunar rannsókn vera í gangi
hjá landlækni, og taldi Arinbjörn henni lokið að mestu, eftir
því sem unnt væri á stuttum tíma. Taldi hann ástæðu til að
fá þennan stimpil tekinn af stéttinni í heild og mælast til að
heilbrigðisyfirvöld kæmu í veg fyrir misferli. Jóhann Þor-
kelsson taldi, að á Akureyri væri ekki um stórfellda misnotkun
þessara lyfja að ræða, þótt einstaka sjúklingar þyrftu þeirra
með.
b) Kosningar í Félag embættislækna er áður getið.
c) Þorsteinn Sigurðsson beindi því til stjórnar L.í. og samn-
inganefndar að athuga um endurgreiðslu á símtölum embættis-
Iækna úti á landi, þar sem komnar eru sjálfvirkar stöðvar og
ekki er unnt að framvísa kvittunum, er sýni, hvert hringt er.
Valgarð Björnsson kvaðst fá allt greitt,
d) Sigursteinn Guðmundsson taldi mega undirbúa aðalfimd
betur, hvað tillögur snerti, þannig t. d., að tillögur og hug-
myndir svæðisfélaganna til stjórnar L.í. fyrir aðalfund væru
settar þar fram í réttu formi að lokinni athugun.
e) Arinbjörn Kolbeinsson taldi nefndir hafa unnið afrek
við að fara yfir allar þær tillögur, er bárust, á jafnskömmum
tíma, Taldi hann ekki æskilegt að loka tillögutíma fyrir fund-
inn eða á fundinum, þótt það kynni að koma meiri festu á
þau mál. Einnig hrósaði hann sérstaklega þeim tillögum og
hugmyndum, er bárust frá svæðafélögum utan Reykjavíkur.
Þá þakkaði hann fráfarandi ritara, Friðriki Sveinssyni, vel
unnin störf og bauð velkominn í hans stað Baldur Fr. Sigfús-
son, svo og Sigurstein Guðmundsson, sem nú tekur sæti með-
stjórnanda.
Loks flutti hann Erni Bjarnasyni og Einari Guttormssyni
þakkir fyrir allan undirbúning og framkvæmd fundarins. Kvað
hann almenna heilbrigðisráðstefnu hefjast eftir hádegi, svo
sem til hefði verið boðað, og fer sú fundargerð hér á eftir.
Sleit formaður síðan fundi.
Baldur Fr. Sigfússon