Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ
195
efni, sem ekki eru á lyfjaskrá. Dreifing og notkun þessara efna,
sem einkum skapa alvarleg vandamál meðal unglinga í ýmsum
nútímaþjóðfélögum, er því ekki í höndum lækna fremur en t. d.
notkun áfengis eða tóbaks.
Þá er í sömu grein vitnað í Thailending, sem verið hafði
morfínisti í 60 ár og síðan látizt af öðrum orsökum. Talið er. að'
þetta dæmi sé skrásett. Ekki er okkur kunnugt um, að í Thai-
landi séu neinar ábyggilegar skrár um notkun morfíns, sem nái
meira en hálfa öld aítur í tímann. Þetta verður því að teljast
næsta marklaus fullyrðing, og ef sönn væri, aðeins til þess fallin
að v.era áróður fyrir eiturlyfjanotkun. Sama er að segja um
niðurlag greinarinnar, bar sem segir, „að nokkrir forstjórar og
aðrir forsvarsmenn gangi hér um í fullu starfi og eru pethedin-
istar“. Okkur er ekki kunnugt um sannleiksgildi þessarar síð-
ustu fullyrðingar, en þar sem hér er um að ræða lyf (þ. e.
pethedin), sem aðeins á að afhenda skv. lyfseðlum lækna, hefur
stjórn L.í. ritað landlækni bréf og beðið um, að nákvæmlega
verði kannað, hvort þessi fullyrðing hafi við nokkuð að styðjast.
Einnig er þess óskað, að nauðsynlegar ráðstafanir skv. lögum
verði gerðar, ef í Ijós kemur, að um er að ræða óeðlilega ávísun
lækna á þetta lyf eða önnur því skyld.
í Lesbók Morgunbiaðsins birtist grein eftir Gísla Sigurðsson, og
hafa L.í. og L.R. gert athugasemd við þá grein, og fer athugasemd L.í.
hér á eftir:
í greinarflokki þeim, sem nefnist „Rabb“, birtust í Lesbók
Morgunblaðsins ýmsar athugasemdir um læknisstörf, læknis-
þjónustu, ábyrgð lækna og kostnað við heilbrigðisþjónustu hér
á landi. Var í grein þessari talið, að læknisþjónustan hér á landi
mundi sú dýrasta í heimi, og var til þess vitnað sem óyggjandi
sönnunar, að þessi staðhæfing hefði áður birzt í dagblaði og
ekki verið mótmælt. Hér er um veigamiklar rangfærslur að ræða
og því óhjákvæmilegt að benda á nokkur atriði til leiðréttingar.
Þegar gera skal samanburð á kostnaði við heilbrigðisþjónustu
hér og kostnaði við þá þjónustu í öðrum löndum, virðist einna
næst sanni að taka hundraðshlutföll (%) af þjóðartekjum, sem
varið er til heilbrigðismála. Nýjar samanburðartölur hefur ekki
reynzt unnt að fá, en árið 1961 vörðu eftirtaldar þjóðir til heil-
brigðismála þeim hluta þjóðartekna, sem að neðan greinir í
töflu I.
TAFLA I
ísrael 6.3% Ceylon 4.0%
Kanada 6.0- Pólland 3.7-
Bandaríkin 5.8- Tékkóslóvakía 3.6-
Chile 5.6- Kenýa 3.5-
Svíþjóð 5.4- fsland 3.5-
Ástralía 5.2- Tanganýka 2.5-
Júgóslavía 5.0-