Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 44
200
LÆKNABLAÐIÐ
auglýsingatekjum blaðsins og svaraði fyrirspurnum þar að lútandi.
Sérstakt bókhald er fyrir Læknablaðið. Form. L.R. og gjaldkeri L.í.
töldu, að tvímælalaust bæri að verja tekjuafgangi blaðsins í sjálfs þess
þágu, t. d. með aukinni útgáfustarfsemi, stækkun þess og öðrum breyt-
ingum til bóta.
Lára Ragnarsdóttir gerði grein fyrir umbótum, sem orðið hefðu
á gerð og frágangi Læknablaðsins. Hún gat þess líka, að tillögur hafi
verið gerðar um útlitsbreytingu kápu blaðsins, en þær eigi fengið
samþykki ritstjórnar blaðsins.
Lára Ragnarsdóttir upplýsti, að tafir á útkomu blaðsins stöfuðu
langoftast af því, hve greinarhöfundar væru að jafnaði síðbúnir með
verk sín.
Þá spunnust nokkrar umræður um útgáfu sérstaks fréttablaðs, og
kæmi þá annað tveggja til, ódýft blað, ekki ætlað til geymslu, ellegar
vandað að frágangi, ætlað til að halda þeim saman. Fram kom það álit
fundarmanna, að ólíkt yrði Læknablaðið skemmtilegra, ef þar væri
að jafnaði „forum“ með fréttum um félagsmál og frá læknum. Kom
fram, að ritstjórn Læknablaðsins hefði hafnað fréttapistlum frá ung-
um læknum erlendis, og þótti fundarmönnum slíkar ráðstafanir miður
heppilegar. Sumir töldu, að það helzta, sem læsilegt væri í gömlum
blöðum, væru félagsmálaþættir.
IV. Domus Medica, rekstur og fyrirhuguð stækkun
Formaður gerði grein fyrir þörfinni á því að stækka samkomusal-
inn og enn fremur fyrir byggingu eldhúss við salinn, sbr. bréf og
greinargerð til stjórnar Domus Medica. Hagnaður af rekstri salarins
var 1.1 milljón kr. á sl. ári.
Framlög læknafélaganna eru nú eingöngu í formi lána og námu
á sl. ári 400 þús. kr. Skuldir, sem hvíla á Domus Medica, nema nú
um 6 millj. kr. Vextir af skuldum um 500 þús. kr. á ári. Brunabótamat
hússins nemur 21 milljón króna.
Þá var rætt um þörfina á því að hefjast sem fyrst handa um að
gera kostnaðaráætlun um byggingu háhýsis. Lára Ragnarsdóttir benti
á brýna nauðsyn þess að hugsa fyrir framtíðarskrifstofuhúsnæði, en
húsakynni skrifstofunnar eru alls ekki viðunandi til lengdar. Voru
allir fundarmenn sammála um nauðsyn þess að hefjast handa sem
fyrst og láta gera kostnaðaráætlun. Byggingarleyfi mun vera fyrir
hendi.
Form. Læknafélags Vestfjarða kvaðst vera hlutlaus, hvað þessar
byggingaráætlanir áhrærði, en lagði þó til, að ef í þær yrði ráðizt, yrði
það gert sem fyrst.
Nokkrar umræður urðu um bókasafn í D.M. Fram kom, að vísir að
slíku safni var settur á laggirnar, en safnið var næstum ekkert notað af
læknum og starfseminni hætt í bili. Ekki voru fundarmenn sammála
um nauðsyn bókasafns í húsinu, en stofnskrá D.M. kveður á um það,
að þar skuli vera bókasafn læknafélaga.
Formaður L.í. gat þess, að lausleg kostnaðaráætlun hefði verið
gerð fyrir eldhúsbygginguna við salinn að upphæð 2.5 millj. kr. Þá
gat hann þess, að ef ráðizt yrði í byggingu háhýsisins, myndi það