Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.1971, Qupperneq 25

Læknablaðið - 01.10.1971, Qupperneq 25
LÆKNABLAÐIÐ 183 kvæmdastjóra ísafoldarprentsmiðju og Vilmundi Jónssyni. Læknatalið, önnur útgáfa, er nú komið út og áskriftasöfnun lokið. Formlegur út- gáfudagur ritsins var 12. júní sl. í tilefni útgáfu ritsins héldu L.I. og útgefendur hóf, og buðu til þess stjórn L.R., ritstjórn Læknablaðsins og blaðamönnum hinna ýmsu dagblaða. Ritið „Læknar á íslandi“, 2. útg. 1970, er í tveimur bindum, sam- tals um 500 bls. Útgefendur eru Læknafélag íslands og ísafoldarprent- smiðja h.f., en höfundar Lárus H. Blöndal skjalavörður og Vilmundur Jónsson fyrrv. landlæknir. Ritið er prentað í ísafoldarprentsmiðju og bókband unnið í bókbandsstofu ísafoldar. Fyrri útgáfa ritsins kom út 1944, og er sú útgáfa löngu uppseld. Áætlað var, að þessi útgáfa kæmi út öll miklu fyrr, en eins og gerð er grein fyrir í formála ritsins, þá hefur orðið dráttur á útgáfunni af orsökum, sem útgefendur hafa eigi getað ráðið við. í formála ritsins er m. a. gerð glögg grein fyrir þessu máli. Læknatalið sjálft eða æviágrip lækna tekur aðeins yfir tæpan helming ritverksins, eða fyrra bindi að verulegu leyti. Æviágrip lækna eru með svipuðum hætti og áður var, en nú eru börn lækna talin með í ritinu. Auk læknatalsins sjálfs er að finna í ritinu fjölþættan fróðleik frá fornu og nýju um lækningar og heilbrigðisstarfsemi hér á landi allt frá upphafi vega. Hefur þessu efni verið gerð miklu rækilegri skil en í fyrstu útgáfu ritsins. Söfnun slíks efnis hefur krafizt mikillar þekk- ingar og nákvæmrar vinnu, og efar enginn, að hvort tveggja hefur ver- ið fyrir hendi í ríkum mæli hjá höfundum ritsins. En þegar fjallað er um svo yfirgripsmikil og fjölþætt mál eins og hér um ræðir, er eðli- legt, að villur og mistök geti slæðzt með. Skyldi því engan undra, þótt hann kunni að rekast á eitthvert atriði missagt eða annað vansagt. Þegar litið er á ritið í heild, vekur hitt miklu meiri furðu, hversu fáséðar villur og vansagnir eru. Einn nýr kafli í ritinu heitir „Sjúkrahús og sjúkraskýli á íslandi“. Virðist sem þar hafi fallið niður að greina frá sjúkrahúsinu á Akranesi. Þessa vansögn þekkjum við eina, sem er þess virði að verða leiðrétt síðar í Læknablaði. Höfundar ritsins og ísafoldarprentsmiðja eiga þakkir skildar fyrir það mikla og vandaða verk, sem nú er lokið. Lög Lög L.í. hafa nú verið fjölrituð með þeim breyt- Læknafélags íslands ingum, sem samþykktar voru á aðalfundi 1969. Engar tillögur um lagabreytingar hafa borizt til stjórnar L.I. á þessu ári. Stjórnin hefur fjallað um tillögu til lagabreytingar frá Daníel Daníelssyni, sem vísað var til stjórnarinnar á aðalfundi L.í. 1969. Til- laga þessi fjallar um stefnuyfirlýsingar L.í. í mikilsverðum málum, sem snerta stöðu og starfsskilyrði einstakra lækna, hópa þeirra eða alla stéttina í heild. í tillögunni er gert ráð fyrir, að slíkar stefnu- yfirlýsingar séu samþykktar á tveimur aðalfundum í röð, en jafn- framt fari fram skoðanakönnun meðal læknastéttarinnar milli aðal- funda. Stjórninni sýnist, að þessi framkvæmd sé mjög svifasein, og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.