Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1971, Page 31

Læknablaðið - 01.10.1971, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 187 Athyglisvert er, að einmitt á síðustu árum, eftir að héraðsskylda læknisefna var stytt í þrjá mánuði árið 1963, hefur slíkur áhugi stór- aukizt, tillögur ungra lækna um lausn þessara vandamála með hjálp læknamiðstöðva hafa komið fram og hlotið stuðning Læknafélags ís- lands, Alþingis og vaxandi fjölda landsmanna, og ungir læknar hafa ílenzt í héruðum til að hrinda þeim í framkvæmd. Auk þess eru nokkr- ir yngri læknar farnir eða í þann veginn að fara í framhaldsnám með almennar lækningar fyrir augum. Mjög er hætt við, að með auknum þvingunum nú kulni þessi áhugi. Er þá verr farið en heima setið, ef óviss von um stundarhag einstakra læknishéraða ætti að verða dragbítur á heildarlausn vand- ans. III. Mjög er ólíklegt, að frumvarp þetta nái tilgangi sínum, þótt sam- þykkt verði, svo sem haldið er fram í greinargerð með frumvarpinu. Þvert á móti eru talsverðar líkur á því, að ástandið kunni að versna. Eftir styttingu héraðsskyldunnar hafa fjölmargir ungir læknar starfað lengur í héraði en nemur hinum þriggja mánaða skyldutíma, flestir þeirra sex mánuði eða lengur, allmargir eitt til tvö ár og nokkrir mun lengur, enda þótt þeir væru ekki bundnir af námslánum eða öðrum kvöðum, og raunar ekki síður í erfiðum læknishéruðum en í hinum auðveldari. Þessari staðreynd hefur 'lítt verið á loft haldið, en telja má víst, að þetta mundi breytast mjög á verri veg með auknum þving- unum. Enn fremur er nær víst, að fleiri nýútskrifaðir læknar muni hefja framhaldsnám hér heima eða erlendis en nú gerist án þess að fara í hérað, í trausti þess, að kvöð þessi falli niður síðar meir, eða jafnvel án þess að hafa íslenzkt lækningaleyfi í huga að óbreyttum aðstæðum, en þess eru þegar dæmi. Skýr staðfesting á ofangreindum fullyrðingum fékkst með könnun, sem miðuð var við 1. des. sl. á héraðslæknisstörfum ungra lækna fyrir og eftir styttingu héraðsskyldunnar árið 1963, og fylgir hún greinar- gerð þessari. Niðurstöður þeirrar könnunar sýna m. a., að hlutfallslega fleiri sinna nú héraðslæknisstörfum að loknu prófi eftir styttingu hér- aðsskyldunnar en áður, meðalstarfstími þeirra í héraði er svipaður inn- an ákveðinna marka, og um 94% þeirra, er útskrifuðust eftir styttingu skyldunnar og luku tilsettum tíma í héraði, hafa starfað þar lengur en þrjá mánuði. Athyglisverðast er þó, að talsvert fleiri dveljast nú eitt ár eða lengur í héraði með mun lengri heildarstarfstíma, án þess að kvaðir vegna námslána komi til. Ætti könnun þessi að leiðrétta til fulls þann misskilning, að starfstími nýútskrifaðra lækna í héraði hafi stytzt með styttingu héraðsskyldunnar; hann stendur nánast í stað, og því engar líkur til að lenging héraðsskyldunnar aftur komi að gagni, nema síður sé. IV. Fráleitt er að lögbinda, svo sem nú er ráð fyrir gert, að íbúar utan Reykjavíkur skuli fá lakari læknisþjónustu en íbúar höfuðborgar- svæðisins, þ. e. a. s. þjónustu lækna, sem hafa enga starfsþjálfun hlotið utan sjúkrahúsa og jafnvel ekki innan þeirra heldur að læknaprófi loknu. Slíkt hefur viðgéngizt áratugum saman vegna þeirrar heimildar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.