Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 22
180
LÆKNABLAÐIÐ
þess að halda sýningar á lækningatækjum og lyfjum, þegar læknaþing
standa eða aðrir fjölmennir læknafundir. d) Veitingaaðstaða í salnum
er ófullnægjandi.
Greinargerð:
Heilbrigðismálaráðstefnur: Læknafélag íslands hefur haldið tvær
ráðstefnur um heilbrigðismál í Domus Medica, þar sem boðið var aðil-
um utan læknastéttarinnar, en hins vegar voru ráðstefnur þessar opn-
ar öllum læknum. í slíkum tilvikum hefur salurinn reynzt ófullnægj-
andi, og hefur þá verið tekið það ráð að setja upp hátalarakerfi í for-
sal ásamt sætum, svo sem stjórn Domus Medica er kunnugt um.
Læknaþing: Á fjölmennustu fundum í sambandi við læknaþing
hefur salurinn einnig verið mjög þétt setinn, og er sýnilegt, að á næstu
árum verður hann of lítill til slíkra fundahalda. í sambandi við slík
þing er æskilegt að halda lyfja- og áhaldasýningar. Reynzt hefur erfitt
að koma slíkum sýningum fyrir og í rauninni ókleift að hafa samtímis
bæði áhalda- og lyfjasýningar, en vart kemur annað húsnæði en í
Domus Medica til greina til slíkra nota. í þessu sambandi má geta
þess, að heildarfjöldi læknakandídata er nú 491. Starfandi læknar á
íslandi eru nú um 320. Gera má ráð fyrir, að á næsta áratug útskrifist
úr læknadeild 20—30 kandídatar árlega.
Samkomur: Fjölmennustu samkomur lækna hefur ekki verið unnt
að halda í Domus Medica, en þær hafa sótt yfir 200 manns.
Námskeið: í sambandi við læknanámskeið, sem Læknafélag ís-
lands gengst fyrir árlega, eru oft haldnir samstarfsfundir (symposia)
um víðtæk hagnýt efni. Á þessa fundi er læknanemum einnig boðið,
og er þá fyrirsjáanlegt, að salurinn getur ekki með góðu móti rúmað
það fólk, sem slíka fundi vill sækja.
Veitingaaðstaða: í sambandi við áðurnefnd læknanámskeið er
æskilegt, að hægt sé að hafa veitingar á staðnum, til þess að námskeið-
ið geti haldið áfram óslitið allan daginn. Einnig er æskilegt, að starfs-
fólk í húsinu geti fengið þar hádegisverð, ef það óskar, en starfslið
hússins er nú á annað hundrað manns. í húsinu eru 59 læknar, auk
tannlækna, skrifstofu læknafélaganna og skrifstofu Domus Medica, en
fjöldi þeirra, sem sækja þjónustu þessara aðila, er um 700 manns á
dag að meðaltali. Sumir læknanna hafa ekki fyrirfram pantaða tíma,
heldur biðnúmer, og er því æskilegt, bæði vegna starfsfólks og einnig
þeirra, sem húsið sækja, að unnt sé að framreiða eftirmiðdagskaffi í
samkomusal.
f sambandi við læknaþing, svo og í sambandi við minni erlendar
læknaráðstefnur og einnig við önnur tækifæri, kemur iðulega til, að
nauðsynlegt er að halda fleiri en einn fund samtímis, jafnframt því
sem veitingaaðstaða þarf að vera fyrir hendi.
Lokaorð: í tilefni af því, sem að framan segir, telur stjórn Lækna-
félags íslands nauðsynlegt, að gerðar verði ráðstafanir til að stækka
samkomusalinn í Domus Medica um ca. 2/3 af núverandi stærð. Við
þá stækkun verði höfð hliðsjón af því, að nauðsynlegt er að geta skipt
salnum í deildir, bæði vegna fleiri funda samtímis og sýninga. Þá er
nauðsynlegt, að jafnframt verði bætt veitingaaðstaða í salnum frá því