Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 203 FRÁ SAMEIGINLEGUM STJÓRNARFUNDI LÆKNA- FÉLAGA NORÐURLANDA í EBELTOFT 28.—30. MAÍ 1970 FUND ÞENNAN SÓTTI AF HÁLFU L.í. ARINBJÖRN KOLBEINS- SON OG FER SKÝRSLA HANS HÉR Á EFTIR: Framsöguerindi um verkefni læknasamtaka í nútíð og framtíð flutti Axel Aubert, form. norska læknafélagsins. Úrdráttur úr erindi Dr. Auberts: Nútímann ber að skilja sem ástand, er skapar og mótar framtíð- ina. Þess vegna verða félög og félagsstarfsemi að mótast af þeim mark- miðum, sem ætlunin er að ná í framtíðinni. Deilur hafa staðið milli læknasamtaka og heilbrigðisyfirvalda, ekki aðeins um kjaramál, held- ur einnig um réttindi einstakra félaga læknasamtaka. En á síðari árum hafa þessi mál þróazt með þeim hætti, að nú er miklu fremur talað um réttindi sérstakra starfshópa en einstaklinga, t. d. hafa yngri læknar myndað sérstakan hóp, sérfræðingar og einnig læknar í al- mennum praxís. Einstaklingurinn hefur þannig horfið úr myndinni, en hópar komið í staðinn. Þjóðfélagsþróunin hefur gengið í þá átt, að einstakir starfshópar skera sig nú skarpar úr heildinni en áður og skyldur þeirra til þess að móta framtíðarþróun fara vaxandi, og ekki sízt hjá læknasamtök- um. Hinn þjóðfélagslegi þáttur í starfi læknasamtaka verður stöðugt þýðingarmeiri og færist yfir á fleiri svið. Með þetta í huga má skipta starfi læknasamtaka í tvo flokka: a) innra verksvið og b) ytra verk- svið, þ. e. a. s. þau verkefni, sem liggja innan læknasamtakanna sjálfra meðal læknahópsins, og hin, sem tengjast ýmsum þáttum utan lækna- stéttarinnar í þjóðfélaginu sjálfu. Til þess að leysa þessi verkefni þarf framtak og framsýni ásamt hæfilegri gagnrýni og mati á verkefnum. Af verkefnum í fyrri flokknum má nefna viðhalds- og framhalds- menntun lækna, sem stöðugt fær vaxandi gildi, landfræðilega upp- byggingu læknasamtaka, sem víðast tíðkast og margir telja úrelta og' ástæðu til að endurskoða. Læknaliðun (lægebemanning) á sjúkrahúsum, við heilbrigðis- stofnanir, við almennar lækningar og sérfræðistörf utan sjúkrahúsa hefur verið mikið vandamál og hlýtur að fara vaxandi í framtíðinni, því að sjúkrahúsbyggingar og nýtt starfsfyrirkomulag á sjúkrahúsum með aukinni þekkingu og aukinni starfsgetu kallar stöðugt á fleiri lækna. Einnig er víðast hvar unnið að því að stytta vinnutíma lækna, bæði á sjúkrahúsum og utan þeirra, og mun þetta einnig hafa í för með sér aukna læknaþörf. Læknafjölgun í Noregi hefur verið langt á eftir því, sem þörfin hefur krafizt, og hefur það einkum komið hart niður á hinni fyrstu læknisþjónustu, þ. e. heimilislæknisþjónustu og sérfræðilæknisþjón- ustu utan sjúkrahúsa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.