Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 38
194
LÆKNABLAÐIÐ
Kandídatar í móttöku stjórna L.f. og L.R. sumarið 1970.
Neðri röð f.v.: Margrét Snorradóttir, Ólafur Steingrímsson, Hlédís
Guðmundsdóttir.
Efri röð f.v.: Jón B. Stefánsson, Þengill Oddsson, Kristján Róberts-
son, Bjöm Árdal.
3. Okkur er eigi kunnugt um, að yfirvöld hafi talið ástæðu til
að beita þessum lögum gegn neinum meðlimi íslenzku lækna-
stéttarinnar, og þau hafi hingað til aðeins verið notuð í eftir-
litsskyni.
4. Stjórn L.í. hefur eigi borizt nein formleg kvörtun um of-
notkun þessara lyfja, hvorki frá læknum né almenningi.
Hverjum þeim lækni, sem verður var við óyggjandi mis-
notkun þessara eða annarra lyfja, ber skv. siðareglum lækna
að tilkynna það bæði landlækni og stjórn L.Í., en sama rétt
hafa allir borgarar þessa lands.
5. í greininni er einnig sagt, að notkun cannabis efna, svo sem
hassis og marijuana, sé töluverð hér á landi og fari ört vax-
andi. Einnig er sagt, að LSD hafi verið notað frá því í júní
í fyrra og megi búast við, að notkun þess efnis verði meiri.
6. Hassis, marijuana og LSD eru efni, sem fyrst og fremst hafa
skapað alvarleg þjóðfélagsvandamál meðal yngri kynslóðar-
innar í ýmsum velferðarríkjum nútímans.
Eigi verður annað séð af grein þessari, en læknastéttin standi
á bak við þessa hættu, sem blað yðar telur þegar skollna á hér
á landi. Staðreyndin er sú, að enginn íslenzkur læknir hefur
eða getur ávísað þessum efnum, þetta eru ekki lyf heldur fíkni-