Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ
199
FUNDARGERÐ
FORMANNARÁÐSTEFNU L.I. 1970
Laugardaginn 18. apríl 1970 hélt stjórn L.í. fund með formönn-
um aðildarfélaga L.í. Hófst fundurinn kl. 14.30 í Domus Medica.
Á fundinn voru mættir: Arinbjörn Kolbeinsson, form. L.Í., Guð-
mundur Jóhannesson, gjaldkeri L.Í., Friðrik Sveinsson, ritari L.Í.,
Brynleifur Steingrímsson, form. Læknafélags Suðurlands, Þórður
Oddsson, form. Læknafélags Vesturlands, Úlfur Gunnarsson, form.
Læknafélags Vestfjarða, Sigurður Ólason, form. Læknafélags Akur-
eyrar, Ingimar Hjálmarsson, form. Læknafélags N.-Austurlands, Vík-
ingur H. Amórsson, form. Læknafélags Reykjavíkur, Jakob Jónasson,
ritari Læknafélags Reykjavíkur.
Frá Læknafélagi Norðvesturlands og Læknafélagi Austurlands
sótti enginn fundinn.
I. Starfsemi skrifstofunnar
Lára Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri, gerði í stórum dráttum grein
fyrir skrifstofurekstrinum.
Nokkrar umræður urðu um starfsemina. Formaður L.R. kvaðst
ekki alls kostar ánægður með reksturinn. Kvað hann þar verða vart
ringulreiðar,sem ekki verði við unað; semja þyrfti erindisbréf fyrir
skrifstofustjórann, einnig starfssamning.
Þá var hreyft hugmynd um sérstaka skrifstofustjórn, t. d. þriggja
lækna, sem bæri ábyrgð á skrifstofurekstrinum gagnvart stjórnum
L.R. og L.í. Allir fundarmenn voru á einu máli um, að starfsemi skrif-
stofunnar hefði tekið miklum framförum og færi stöðugt batnandi.
Þá upplýsti formaður L.Í., að allur rekstur skrifstofunnar væri
undir eftirliti löggilts endurskoðanda, Guðjóns Eyjólfssonar. Bókhald
væri komið í fastar og öruggar skorður, ólíkt því, sem áður hefði verið.
Á það var bent, að erfið vinnuaðstaða stæði störfum skrifstofunn-
ar fyrir þrifum.
II. Sameiginleg skrifstofa læknafélaganna, tannlækna og lyfjafræð-
inga
Formaður L.í. kvað hugmynd um þetta koma frá tannlæknafé-
laginu. Þá væri ráðgert að byggja ofan á Domus Medica og staðsetja
þar sameiginlega skrifstofu, bókasafn o. fl.
Formaður L.R. taldi það hið mesta óráð að fara í félag með öðrum
í þessu skyni, enda reyndist almenn andstaða annarra fundarmanna
gegn þessu samstarfi.
Var sameiginlegt álit allra, að óþarft myndi að hreyfa þessu frek-
ar, t. d. á aðalfundi.
III. Læknablaðið
Eins og áður er fram komið, hefur fjárhagur blaðsins vænkazt
mjög á sl. ári. Skrifstofustjóri, Lára Ragnarsdóttir, gerði grein fyrir