Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1971, Page 68

Læknablaðið - 01.10.1971, Page 68
214 LÆKNABLAÐIÐ en eiginlegur vanskapnaður kemur nærri undantekninga- laust ekki fyrir. Allt bendir því til þess, svo sem áður segir, að hætta á vanskapnaði vegna ytri skaðvalda sé bundin við mjög afmarkað aldursskeið fósturs. Tilraunir benda enn fremur eindregið til þess, að hætta á vanskapnaði sé yfirleitt lang- mest í byrjun fyrrnefnds ald- ursskeiðs. Hjá rottum er van- skapnaðarhætta þannig að öll- um jafnaði mest á tímabilinu frá 9. degi og til 12. dags með- göngutímans. Stærð skammta skiptir einn- ig verulegu máli. Ef skammt- ar eru of litlir, getur farið svo, að vanskapnaðar verði alls ekki vart, enda þótt tíðni van- skapnaðar geti orðið veruleg, ef litln stærri skammtar eru gefnir. Enn stærri skammtar leiða hins vegar ekki sjaldan til dauða því sem næst allra fóstra án þess, að vanskapnað- ar verði yfirleitt vart. Við dýratilraunir, sem gerðar eru með tilliti til vanskapnaðar, er venja að hafa slcammta rétt að- eins minni en þá skammta, er valda fósturdauða. Allt er þó á liuldu um, hvers vegna einmitt skammtar af þcssari stærð valda vanskapnaði, en hvorki minni skammtar né stærri. Athyglisvert er, að flest þekkt lyf geta valdið einhvers konar vanskapnaði, í innri eða ytri líffærum, hjá flestum teg- undum tilraunadýra, ef lyfin eru gefin í hæfilegum skömmt- um og á réttiun tíma. 1 þessu samhandi má henda á, að lyf cins og sum vítamín og acetýl- salisýlsýra geta valdið mjög umtalsverðum vanskapnaðar- hreytingum í tilraunum með rottur og mýs og raunar einnig í tilraunum með önnur spen- dýr. Ef acetýlsalisýlsýra væri nú nýtt lyf, væru framleiðend- ur af þessum sökum vafalítið skyldaðir til þess að vara við hugsanlegri hættu á vanskapn- aði lijá mannsfóstrum af völd- um lyfsins. Óvíst er, hvort vanskapnað- ur verður með svipuðum hætti hjá mönnum og þeim tegund- um spendýra, sem einkum eru notuð við tilraunir. Unz hið gagnstæða sannast, verður þó að ætla, að svipuðu máli gegni um hættu á vanskapnaði af völdum lyfja hjá mannsfóstr- um og hjá fóstrum tilrauna- dýra. I þessu samhandi má minna á, að mörg lyf haí'a um það bil sömu verkun hjá rott- um og mömium, enda þótt skammtur sé miðaður við kg hjá rottum, en við heildar- þunga (70 kg) hjá mönnum. Ef sama lilutfall gildir um van- skapnað af völdum lyfja, er líklegt, að mannsfóstur séu næmari i þcssu tilliti en rottu- fóstur. Hér má minna á, að sannanlegt er, að litlir skammt- ar af talídómíði geta valdið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.