Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1971, Síða 81

Læknablaðið - 01.10.1971, Síða 81
LÆKNABLAÐIÐ 225 b) skipulags- og menntamálanefnd: Gunnlaugur Snædal, Jón Þorsteinsson og Ingimar Hjálmarsson, c) allsherjarnefnd: Sigmundur Magnússon, Heimir Bjarnason, Sigursteinn Guðmundsson, Jóhann Þorkelsson og Örn Bjarnason. Skýrsla Formaður stiklaði á stærstu atriðum skýrslunnar og gerði stjórnar frekari grein fyrir þeim. Skýrslunni hafði verið dreift meðal fulltrúa kvöldið áður og þeim þannig gefið færi á að kynna sér hana vel, áður en á fundinn kom. Formaður óskaði síðan eftir stuttum fyrirspurnum um skýrsluna, en annars yrði hún til umræðu allan fundinn um öll þau mál, sem fyrir koma og skýrsluna snerta. Gunnlaugur Snædal spurði um samband L.í. við erlend lækna- félög og einkum, hvort fulltrúar félagsins, sem sækja fundi erlendra læknafélaga með styrk frá L.Í., gæfu stjórn L.í. skýrslu um þessa fundi. Formaður kvað því miður mikinn misbrest vilja verða á því, en framvegis myndi verða fast eftir því gengið af stjórninni. Örn Bjarnason ræddi um stofnun embættislæknafélags. Hann kvaðst fyrst vera að frétta það nú, að hann væri einn í þriggja manna nefnd, sem sjá hefði átt um stofnun þessa félags, sbr. heimild á síðasta aðalfundi. Ekkert hefði enn verið að þessu unnið. Það væri þeim mun bagalegra, sem á næsta sumri, 1971, stæði til að halda hér mót nor- rænna embættislækna. Þyrfti undirbúningur þess að hefjast sem allra fyrst. Hefðu ýmsir hinna norrænu starfsbræðra sýnt mikinn áhuga á að mæta hér. Því þyldi stofnun félagsins enga bið. Kjósa þyrfti stjórn og undirbúningsnefnd, semja félaginu lög o. s. frv. Jóhann Þorkelsson gerði fyrirspurn um gerðardóm L.í. og furðaði sig á, hve seint gengi afgreiðsla þeirra mála, sem til hans er vísað. Sigursteinn Guðmundsson gat þess, að í sínu svæðafélagi hefði margt verið rætt um stofnun embættislæknafélags. Nóg væri um félög innan L.Í., en í Læknafélagi Norðvesturlands væru menn hlynntir stofnun þess sem deildar innan L.Í., sem hefði það hlutverk fyrst og fremst að koma fram fyrir hönd L.í. gagnvart sams konar félögum á Norðurlöndum. Víkingur H. Arnórsson gerði það að tillögu sinni, að yrði Félag embættislækna deild innan L.Í., ætti stjórn þess að vera kjörin á þessum aðalfundi og henni falið að semja lög fyrir félagið. Kvaðst hann leggja fram formlega tillögu síðar um þetta. Sigmundur Magnússon vék nokkrum orðum að störfum gerðar- dóms. Drap hann einkum á eitt mál, sem þar hefði lengi legið fyrir, enda þótt öll gögn þess væru fram komin. Jón Þorsteinsson spurði, hvernig stjórn L.í. hefði rekið eftir því, að erlendir læknar væru fengnir til starfa hér á landi, sbr. þingsályktun þar að lútandi. ,,Hefur t. d. verið auglýst í erlendum læknaritum?“ spurði hann. Formaður kvaðst hafa rætt þetta við landlækni, en lítið eða ekkert
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.