Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1979, Page 11

Læknablaðið - 01.09.1979, Page 11
LÆKNABLAÐIÐ 167 í þessu uppgjöri eru systkin og eiga þau eldri bróður, sem er hvítingi og sjóndapur. 6. Vansköpuð augu: Drengur fæddur 1967 er með vanþroskuð augu (microphthalmos) og auk þess með klofinn góm og alvarlega vangefinn. Dreng- ur fæddur 1976 fæddist augnalaus (ano- phthalmos) og með hjartagalla (Fallot’s tetralogy). Hann hefur engin ákveðin ein- kenni frá miðtaugakerfi, en þroski er á eft- ir. Drengur fæddur 1977 fæddist með mjög vanþroskuð augu (microphthalmos) og er alveg blindur. Hann er með smáhöfuð (microcephalus) og hreyfiþroski og and- legur þroski er seinkaður. í engu þessara tilfella var vitað um augngalla í ætt. í þessum hópi eru systkin: Stúlka fædd 1967 er með vansköpuð augu. Var annað augað tekið 2 vikum eftir fæðingu vegna gruns um æxli, sem ekki reyndist vera og hitt er alblint vegna vanþroska. Bróðir hennar fæddur 1971 er alblindur á öðru auga (microphthalmos) og með skerta sjón á hinu vegna vagls. Hann er einnig með Table 5. Distribution of 46 legally blind or partially seeing children by etiology and visual acuity. Partial sight Legal blind- ness Total A. Hereditary — Congenital Albinism — nystaginus 7 7 Zonular cataracts 1 1 Down syndrome (Trisomy 21) — cataracts i 1 Friedreich‘s ataxia-optix atrophy 3 3 Microphthalmos, anophthalmos 2 2 Congenital glaucoma 1 1 Monachromatismus (nystagmus) 1 1 Neurofibromatosis-optic atrophy 1 1 Smith-Lemli-Opitz syndrome- lens subluxation 1 1 Spielmeyer-Vogt syndrome- optic atrophy 1 1 B. Other congenital Anophthalmos 1 1 Cataracts 7 2 9 Hydrocephalus-optic atrophy 2 2 Microphthalmos 2 2 Nystagmus 3 3 Corneal opacity 1 1 Optic atrophy 3 5 8 Macular degeneration 1 1 Total 27 19 46 hjartagalla og skarð í vör. Móðirin er með meðfæddan galla á táragöngum. Foreldrar eru ekki skyld og engin frekari ættarsaga um augngalla. Bæði systkinin eru andlega heilbrigð. Öll þessi börn hafa eðlilega litn- inga og það er ekki grunur um sýkingar í fósturlífi. 7. Beðfædd gláka (glaucoma congenitum): Drengur fæddur 1972. Gerður var veitu- skurður á báðum augum, er hann var á 2 ári og hafði hann þá hlotið sjóntaugarýrn- un á báðum augum af völdum háþrýstings. Sjónskerpa er 6/18 á báðum augum. (Lang- afi var blindur af gláku í 20 ár). 8. Meðfætt drer (cataracta congenita): Með meðfætt drer eru 11 börn. Bróðir stúlkunnar með cataracta zonularis (fædd 1967) er einnig með samskonar drermynd- un í augnsteinum. Drengur fæddur 1972 er með drermynd- un í augnsteinum og augnsteinslos (sub- luxatio lentis) á báðum augum. Hann er með Smith-Lemli-Opitz syndrome og hefur því fleiri dysmorphisk einkenni. Líkam- legur og andlegur þroski er mikið á eftir og hann er vistaður á stofnun fyrir van- gefna. Um meðfætt drer undir lið B, 5. töflu er þetta að segja: Öll börnin að einu undan- skildu hafa gengist undir dreraðgerð á báðum augum og teljast 3 blind, en 7 sjón- skert. Tvö barnanna voru með áberandi augntin (nystagmus). Eitt barnanna er með hjartagalla. Ekki er saga um sýkingu í fósturlífi í neinu tilfellanna og öll börnin hafa eðlilega litninga. 9. Augnriða (nystagmus congenita): Drengur fæddur 1966 er með nystagmus og er einnig með skerta heyrn. Drengur fæddur 1975 er fyrirburður (4 vikur í súr- efniskassa) og með lömun á hægri helm- ing líkamans, en andlega heilbrigður. Eng- in merki um retrolental fibroplasiu. 10. Rýmun á sjóntaug (atrophia nervi optici): Stúlka fædd 1960 er alblind og byrjaði hún að missa sjón um 8 ára aldur og heyrn- ardeyfa byrjaði um 11 ára aldur. Hún er vangefin og hefur fleiri dysmorphisk ein-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.