Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1979, Síða 22

Læknablaðið - 01.09.1979, Síða 22
174 LÆKNABLAÐIÐ Mynd 3. — Kalkþófi þrengir innri háls- slagæð við deilistað. Stór skuggaefnis- flekkur í sári í þófanum, þar sem örin bendir. Allt þetta gaf glögga vísbendingu um, að blóðþurrðin ein ætti hér ekki alla sök og skaut styrkum stoðum undir þá skoðun, að rek (embolia) frá segum eða „sárum“ á fitubrisi (atheromatous plaque) í hálsglag- æðum væri jafnvel algengari orsök slags en sú blóðþurrð, er þrengsli eða lokun þeirri ylli.G 12 20 27 Jafnframt tóku læknar að gera sér aukna grein fyrir þýðingu nákvæmra athugana á útliti fitubrisa í slagæðum svo sem þau birtast á röntgenmyndum, þ.e. hvort yfir- borð þeirra sé slétt eða óreglulegt og hrjúft, sem bent gæti til þess, að á þeim væri sár, drep eða segamyndanir.2 8 10 12 21 23 24 Höfuðtilgangurinn með þessari saman- tekt er að gera grein fyrir þeim skurðað- gerðum til hreinsunar á innri hálsslagæð (endarterectomia a.carotis internae), sem framkvæmdar hafa verið á Landspítalanum fram til ársloka 1977. Getið verður ein- kenna sjúklinga fyrir aðgerð, greint frá að- ferðum við aðgerðirnar, rætt um skurð- dauða og fylgikvilla og nefndar helstu að- ferðir, sem beitt var til varnar heila- skemmdum í aðgerð. Þá verður getið annarra einkenna sjúk- linganna um hjarta og/eða æðasjúkdóma, lýst niðurstöðum röntgenrannsókna og gerð grein fyrir afdrifum súklinganna. Áður en lengra er haldið, verður þó ekki hjá því komist að gera grein fyrir þeirri flokkun blóðrásartruflana í heila, sem hér er notuð. Venja er að flokka blóðrásartruflanir í heila, annars vegar eftir því í hvaða blóð- streymissvæðum hans þær verða, en hins vegar eftir því, hve langvinnum eihkenn- um þær valda og hver varanleg mein þær skilja eftir sig. Þar sem upplýsingar um hina fyrrnefndu flokkun er að finna í handbókum um tauga- sjúkdóma, verður ekki nánar um hana fjallað hér. Með því hins vegar að talsverðs ósamræmis virðist gæta hjá hinum ýmsu höfundum varðandi síðarnefndu flokkun- ina, er óhjákvæmilegt að skilgreina hana nánar sem og þau nöfn, er hér verða notuð. Samkvæmt þeirri flokkun er greint á milli þriggja tegunda slags.10 Skyndislag (Transient ischemic attack- TIA) nefnist kast með skammæjum stað- bundnum brottfallseinkennum frá heila, sem standa yfirleitt í örfáar mínútur, en mest í 24 klst. og hverfa síðan að fullu. Skyndislag með ófullkomnum bata (Transient ischemic attack with incomplete recovery — TIA-IR) nefnast slík köst, ef einkenni standa í einn eða fleiri daga og skilja eftir sig merki um minni háttar vef- ræna heilaskemmd. Slag (Completed stroke — CS) nefnist það, er truflun blóðrásar leiðir til verulegr- ar og varanlegrar vefrænnar skemmdar á heila með meðfylgjandi fötlunum. AÐFERÐ OG EFNIVIÐUR Um er að ræða 28 sjúklinga, sem gengust undir aðgerð til innanhreinsunar á háls- slagæðum. Af þeim voru 9 konur og 19 karlar. Voru konurnar á aldrinum 45—73 ára með meðalaldur 55,9 ár, en karlarnir á aldrinum 41—73 ára með meðalaldur 60,4 ár. Meðalaldur allra sjúk’linganna (kvenna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.