Læknablaðið - 01.09.1979, Side 24
176
LÆKNABLAÐIÐ
Hjá 8 sjúklingum eru aðeins hálsslagæðar
myndaðar og því ekki vitað um ástand
annarra æða. Tafla V. sýnir tegundir að-
gerða.
Table V
Operations
Endarterectomy 30
Endarterectomy + Vein-patch 2
Endarterectomy + aneurismoraphy 1
Explorativ arteriotomy 1
Svo sem tafla V sýnir, var í einu tilfelli
um að ræða æðagúl auk þrengsla á æðinni,
og var hann lagfærður samtímis því, sem
gerð var innanhreinsun á æðinni.
í einu tilfelli reyndist vera um ranga
greiningu að ræða, og var æðin því aðeins
opnuð til athugunar en ekkert frekar að-
hafst, þar sem engar sjúklegar breytingar
fundust.
Þrýstimæling var gerð við 21 aðgerð en
við 13 aðgerðir var slík mæling ekki fram-
kvæmd, þar sem mælitæki var þá ekki til
eða reyndist ekki í lagi.
Hliðarstreymi (shunt) var notað við 14
aðgerðir, en við 20 aðgerðir var það ekki
notað.
Yfirleitt var hliðarstreymi notað ef bak
þrýstingur mældist <50 mm/Hg.
Heparin var gefið við allar aðgerðirnar.
Við fyrstu aðgerðirnar var þó gefinn lítill
skammtur, en frá ársbyrjun 1973 var gefið:
10 þús. IE i.v. + 5 þús. IE intra-arterialt
um leið og æðinni var lokað. Heparin-áhrif-
unum var síðan eytt a.m.k. að hluta með
protamin sulphati, þegar lokið var við að
sauma saman æðaskurðinn. Við aðgerðirn-
ar var yfirleitt farið í gegnum skurð, er
fylgdi fremri rönd höfuðvendis (m.sterno-
cleidomastoid), en í örfáum tilvikum var
notaður skáskurður.
Allar aðgerðimar voru gerðar í svæfingu
með barkarslöngu.
Table VI
Complications of surgery
Wound infections with rupture of a false
anourysm (death) 1
Intracerebral hemorrhage (death) 1
Wound infection with false aneurysm
(reoperation) 1
Wound infection with abscess 1
Wound —- hematoma 4
Transient neurological deficits 5
Transient cardiac arrest 2
Hypertensive crisis 1
Svo sem tafla VI sýnir, létust 2 sjúkhng-
ar eftir aðgerð. Annar þessara sjúklinga
fékk helftarlömun eftir aðgerð og lézt að
tveimur dögum liðnum, án þess að komast
til meðvitundar. Krufning leiddi í ljós
blæðingu í temporo-parietal hluta hæ. heila-
helmings. Hinn sjúklingurinn fékk ígerð í
skurðsár ásamt æðagúl, sem brast og krafð-
ist undirbindingar í innri hálsslagæð, og
lézt hann þremur mánuðum eftir aðgerð.
Allir hinir sjúklingarnir náðu sér að
fullu af sínum fylgikvillum. Alkunna er,
að kölkun í hálsæðum er aðeins dráttur í
mynd hins almenna æðakölkunarsjúkdóms
(atherosclerosis). Tafla VII sýnir yfirlit
yfir helstu sjúkdóma í blóðrásarkerfi aðra
en hálsæðaþrengsli, er til staðar voru fyrir
aðgerð hjá þeim sjúklingum, sem hér er
fjallað um.
Table VII
Incidence of Associated Cardiovascular Diseases
Hypertension 14 (50%)
Coronar sclerosis with angina and/or
infarct 14 (50%)
Peripheral vascular disease 11 (39,3%)
Þá höfðu 3 sjúklinganna sykursýki.
Ekki mun ágreiningur um, að háþrýst-
ingur er einn af megináhættuþáttum æða-
kölkunarsjúkdómsins. Svipað er að segja
um reykingar, en af þeim 28 sjúklingum,
sem hér er um fjallað, er vitað um 24 (85,7
%), sem reyktu. Um hina 4 fengust ekki
upplýsingar varðandi reykingar.
Alls höfðu 23 sjúklingar (82,1%) ein-
kenni eins eða fleiri þeirra sjúkdóma, er
um getur í töflu VII og er þetta ekki ólíkt
niðurstöðum annarra.24
Um afdrif þessara 28 sjúklinga er það að
segja, að af þeim eru 10 látnir, þar af
tveir, sem létust vegna afleiðinga aðgerða.
Dánarorsakir hinna 8 voru sem hér segir:
Kransæðastífla með hjartadrepi 6. Krabba-
mein í vélinda 1. Heilablæðing við aðgerð á
heila í Bandaríkjunum (cryo-surgery) 1.
Enginn dó úr slagi. Af þessum 8 sjúkling-
um létust 2 þremur mánuðum eftir aðgerð,
án þess að lát þeirra teldist á nokkurn hátt
afleiðing aðgerðarinnar. Sá, sem lengst
lifði, lézt 7 árum eftir aðgerð, en meðallífs-
lengd eftir aðgerð var um 3 ár.
Hjá þeim 18 sjúklingum, sem lifa, er