Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1979, Side 30

Læknablaðið - 01.09.1979, Side 30
180 LÆKNABLAÐIÐ varanleg heilaskemmd og sýking með æðagúlsmyndun (aneurysma) eru þó enn megin vandamál þessara aðgerða. Að öllu athuguðu virðist árangur skurð- aðgerða betri en lyfjameðferðar. Ábendingar Þess er áður getið, að enn séu læknar ekki á einu máli um val sjúklinga til þess- ara aðgerða. Flestir munu þó sammála um, að höfuðábendingar séu skyndislag og skyndiblinda. Ekki eru þó allir sjúklingar svo heppnir að fá slíkar aðvaranir um yfir- vofandi slag. Thompson og Talkington gerðu saman- burð á tveimur sambærilegum hópum sjúk- linga, sem aðeins höfðu óhljóð yfir háls- slagæðum, en engin önnur einkenni.23 I öðrum hópnum voru 102 sjúklingar, sem fylgst var með í 10 ár án aðgerðar. Af þeim hópi voru þá 54% enn einkennalausir, 27% höfðu fengið skyndislag en 19% höfðu fengið slag, án viðvörunareinkenna. í hin- um hópnum voru 119 sjúklingar, sem gerð var á innanhreinsun. Skurðdauði var eng- inn. Tveir sjúklingar (1,7%) fengu heiia- skemmd við aðgerð, 2 (1,7%) fengu slag síðar. Enginn lézt af slagi. í nýjustu greinum um þessi efni virðist þeirri skoðun aukast fylgi, að rétt sér að gera innanhreinsun á hálsslagæðum hjá sjúklingum með sár á fitubrisi, jafnvel þótt þeir séu einkennalausir. Hins vegar sé sjaldan ástæða til aðgerða vegna þrengsla án sáramyndunar.12 27 Á allra síðustu árum hafa tilraunir verið gerðar með tengingu gagnaugaslagæðar (a. temporalis) við miðheilaslagæð (a.cerebri media) hjá sjúklingum sem hafa lokaða innri hálsslagæð en opið ytri hálsslagæðar- og mið-heilaslagæðarkerfi.9 Enn er með öllu óvíst um árangur þessara aðgerða. Mér vitanlega liggja engar tölur fyrir um tíðni skyndislags á íslandi og munu raunar óvíða hafa farið fram kannanir á slíku. f nokkurra ára gamalli athugun í Rochester, Minnesota í Bandaríkjunum reyndist tíðni skyndislags um 31 á 100 þús. íbúa á ári. 37% þessara sjúklinga fengu síðar slag.7 25 Nærtækt sýnist að taka þessar tölur til viðmiðunar hérlendis. Mætti þá reikna með nær 70 tilfellum skyndislags árlega og af þeim hópi væru um 25 í bráðri hættu að fá slag. Samkvæmt upplýsingum um heildartölu þeirra sjúklinga, íslenzkra, sem gerð hefur verið á innanhreinsun hálsæða eru þeir 46 miðað við árslok 1977. Svo til allar þessar aðgerðir munu hafa verið framkvæmdar á s.l. 6 árum og hefur fjöldi aðgerða farið heldur minnkandi á allra síðustu árum, e.t.v. vegna vaxandi trúar lækna á lyfja- meðferð. Sé þetta borið saman við niðurstöður Rochester-könnunarinnar, sem að ofan get- ur, hlýtur sú spurning að vakna, hvort hér á íslandi mætti e.t.v. árlega með aðgerð, bjarga mun fleiri sjúklingum frá slagi en nú er gert. SUMMARY This paper contains an analysis of the ex- perience with 34 carotid endarterectomies in 28 patients at the National Hospital, Reykjavík, during the years 1968 through 1977. No asymptomatic patients were operated on. Preoperative symptoms were as follows: Transient ischemic attacks (TIA) Transient ischemic attacks with incomplete recovery (TIA-IR) TIA + amaurosis fugax Completed Stroke (CS) 4 patients 16 — 2 — 2 — Two patients died, a mortality rate of 7.1%. One of them died from cerebral hemorrhage on the second postoperative day. The other deve- loped false aneurysm which ruptured and caused death three months postoperativly. Five patients sustained transient intra- operative neurological deficits. None of these was permanent. Other postoperative complica- tions were innocent. Postoperatively only one patients has had an attack of TIA, supposed to be caused by an embolus from the operated artery. All the others have been cured of their TIA-attacks. Ten of these 28 patients are dead. Six of them from coronary thrombosis but none from stroke. The importance of arteriographic findings of ulcerated plaques in selection of patients for operation is stressed. Lastly based on a report of the frequency of TIA in the population of Rochester, Minnesota, the question is raised if perhaps in Iceland every year more people, could be rescued from the tragic consequences of stroke by carotid endarterectomy. Framh. á bls. 223

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.