Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 36
182 LÆKNABLAÐIÐ amlegra, andlegra og félagslegra þátta í endurhæfin.gu sjúkineanna var flókið. — Eins og Kanter 197714 kemur inn á er hættan við aukna sérhæfingu oft sú, að heildarmynd sjúklingsins gleymist, þ. e. hann meðhöndlast sem einkenni eða sjúk- dómar, en ekki sem einstaklingur. Tilgangurinn með eftirgreindri rannsókn var fjórþættur: f fyrsta lagi að reyna að gera sér grein fyrir tíðni geðrænna vanda- mála á endurhæfingadeild, hvernig þau verka á sjúkdómsmynd og hvort þau hindri endurhæfingu. í öðru lagi hverníg sam- skiptum félagslegra og geðrænna þátta sé háttað í sjúkdómsmyndinni. í þriðja lagi að reyna að gera sér grein fyrir hvort þörf sé fyrir geðlækni á endurhæfingadeild og í fjórða lagi og ekki þýðingarminnst: er hætta á, að sjúklingurinn sitji einn með sín geðrænu vandamál? AÐFERÐ OG EFNIVIÐUR Rannsóknin fór fram haustið 1975 og veturinn 1976 (okt.—mars) á endurhæf- ingadeild Borgarspítalans. Deildin er tví- skipt með 30 rúmum á hvorri einingu. Á tímabilinu, sem rannsóknin fór fram, voru lagðir inn á báðar einihgar deildarinnar 100 sjúklingar, 57 konur og 43 karlar á aldrinum frá 17—100 ára. Til rannsóknar voru teknir 50 sjúklingar af hvorri ein- ingu. Sjúklingar voru ekki valdir, en talað við alla, sem innlögðust, þ. e. 50 í röð á hvorri deild. Var fyrst rætt við alla þá 50 sjúklinga, sem innlögðust á deild B á tíma- bili rannsóknarinnar, og síðan þá 50, sem innlögðust á deild A. Á einingu A voru fyrst og frernst sjúkl- ingar, sem hlotið höfðu skaða á eða höfðu sjúkdóma í heila og taugakerfi. Á einingu B var meira um beinbrot og skaddanir eða sjúkdóma í vöðvum eða lið- um. Flestir sjúklinganna, 65, komu af öðr- um deildum Borgarspítalans til frekari endurhæfingar. Við alla þessa sjúklinga var haft u. þ. b. klukkustundarviðtal. Reynt var að staðla viðtalið eftir föngum og stuðst við „Det psykiatriske intervju og den nsykiatriske undersökelse“ eftir Jörstad.12 í viðtal- inu var einkum leitast við að kanna eftir- farandi 12 þætti. 1. Orsök innlagningar og líkamleg sjúkdómsgreining. 2. Geðsjúk- dómsgreining. 3. Hindrar geðástand endur- hæfingu/bata? 4. Eru geðrænir þættir ráð- andi um einkenni? 5. Hefur líkamlegt ástand áhri'f á geðástand? 6. Finnur sjúkl- ingurinn hjá sér þörf fyrir geðlæknismeð- ferð? 7. Hver ætti fyrsta geðmeðferð að vera? 8. Er félagsleg aðstoð æskileg við út- skrift og hefur hún fengist? 9. Hefur sjúkl- ingurinn þörf fyrir geðlæknismeðferð og hefur hún verið veitt? 10. Hvernig er lík- amlegt ástand við útskrift borið saman við ástand við innlögn? 11. Hvernig er geð- ástand við útskrift borið saman við ástand við innlögn? 12. Hvernig er vinnugeta við útskrift? Við mat á því hvort geðástand sjúklings hindraði endurhæfingu var ég í þeirri að- stöðu, að á annarri deildinni (deild B) hafði ég skoðað alla sjúklingana líkamlega og var starfandi á þeirri deild á meðan rannsóknin fór fram. Byggði ég mat mitt á því, sem ég sá sjálfur, en einnig á þeim upplýsingum, sem ég fékk hjá hjúkrunar- konum, læknum, sjúkraþjálfum og iðju- þjálfum. Á hinni deildinni varð ég að treysta meira á athuganir annarra, þar sem ég hafði minni möguleika á að fylejast sjálfur með sjúklingnum eftir geðviðtalið þar. Bar ég þá saman mínar ályktanir af geðviðtali við reynslu og athugani'r þeirra, sem sáu um meðferð sjúklinganna. Hlaust af þessu hin besta samvinna, sem mótaðist og af hversu lítil deildin er og ekki síst af samstarfsandanum á deildinni. NIÐURSTÖÐUR Orsakir innlagna voru margar og er skipt í 7 flokka, sjá töflu I. Skipting milli kynja í þessa flokka var nokkuð jöfn nema í flokknum vöðvaverkir /höfuðverkir þar sem eru 9 konur en að- TAFLA I Orsök innlagningar Konur Karlar Alls Beinbrot 16 13 29 Sjúkdómar í liðum 11 9 20 Vöðvaverkir/höfuðverkir 9 1 10 Heilablóðfall 8 9 17 Heila-/taugasjúkdómar, aðrir 9 4 13 Heilaáverkar 4 4 8 Vöðvaáverkar/aflimun 0 3 3 Alls 57 43 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.