Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.1979, Qupperneq 62

Læknablaðið - 01.09.1979, Qupperneq 62
200 LÆKNABLAÐIÐ AÐALFUNDUR LÆKNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR í Domus Medica 14. og 28. marz 1979 Formaður L.R., Öm Smári Arnaldsson, setti fundinn og skipaði fundarstjóra Þorvald Veigar Guðmundsson. Formaður flutti skýrslu stjórnar, sem lögð var fram á fundinum ásamt reikningum félags- ins. Kristján Hannesson læknir lézt 17. október 1978. Fundarmenn vottuðu hinum látna kollega virðingu sína með því að rísa úr sætum. Á árinu greiddi 321 félagi fullt árgjald, en 46 greiddu hálft árgjald, þar af 32 nýkandidat, ar, en 14 læknar voru hluta úr árinu starfandi á félagssvæðinu. Gjaldfríir voru 25 læknar, sem orðnir voru sjötugir, alls 392 starfandi félagar. Aðalstjórn hélt 40 fundi á árinu. Fundir með meðstjórn voru alls 10 og fundir með stjórn L.l. alls 3. Samtals voru haldnir 6 almennir fundir í félaginu. Helztu mál, sem fjallað var um af hálfu stjórnar félagsins á árinu voru þessi: Unnið var að því að finna viðunandi lausn á máli svokallaðrar neyöarvaktar í Reykjavík milli kl. 08.00 og 17.00 virka daga. Þar sem ríkjandi ástand í þeim efnum reyndist með öllu óviðunandi, var leitað til sjúkrahúsanna, um að taka vaktina að sér, þar til heimilislækna- Þjónustan reyndist megnug þess að annast hana. Varð niðurstaðan sú, að lyflækningadeild Borgarspítalans tók þessa vakt að sér til reynslu frá 1. október til áramóta. I janúar var svo Borgarspítalanum veitt umboð til að semja um þessa þjónustu beint við S.R. í stjórninni var tekin upp á árinu umræða um kvöld-, nætur- og helgidagavaktir í Reykja- vík og nágrenni. Þau mál voru rædd á almenn- um félagsfundi í október, en í framhaldi af því sendi stjórn L.R. út dreifibréf til allra heilsu- gæzlustöðva og væntanlegra heilsugæzlustöðva á svæðinu og spurðist fyrir um þá vaktþjón- ustu, sem þær veittu, og þá vaktþjónustu, sem þær hugsuðu sér að veita í framtíðinni. Jafn- framt var varpað fram þeim hugmyndum, að sameiginleg næturvakt yrði fyrir allt höfuð- borgarsvæðið, en kvöldvakt frá fleiri stöðum, t.d. hverri heilsugæzlustöð. Ekki hafa enn borizt svör frá öllum aðilum. Augnlœknaþjónusta var nokkuð til urnræðu og þá fyrst og fremst bráð augnlæknaþjónusta milli kl. 08.00 og 17.00. Stjórnin reyndi að finna lausn á þessu máli og komst svo langt, að stjórn Augnlæknafélagsins taldi, að hægt væri að fá augnlækna til að annast bakvaktarþjónustu á þessum tima, en taldi, að greiðsla Þyrfti að koma fyrir þá þjónustu. Haft var samband við Tryggingaráð og sjúkrasamlög á svæðinu. Voru svör Tryggingaráðs neikvæð, og hefur því ekki fundist lausn á þessu máli enn. 1 seinasta sérfrœöingasamningi L.R. við SR og TR var í grein 3 svofellt ákvæði: „Sé læknisverk unnið á sjúkrahúsi, greiða sjúkratryggingar það því aðeins eftir gjaldskrá, að ákveðið sé með sérstökum samningi, með hvaða kjörum læknirinn megi vinna verkið þar.“ Engir slíkir samningar voru til fyrir Land- spitalann eða Borgarspítalann. Af þeim sökum lagðist þessi þjónusta niður um tíma, en nú mun vera búið að ganga frá samningum milli lækna Landspítalans og stjórnarnefndar ríkis- spítalanna um þessi mál. Allmiklar deilur urðu á árinu um grein 10 í sérfrœöingasamningmim, sem fjallar um sam- eiginlegt eftirlit L.R. og T.R. með beitingu gjaldskrárinnar. Almennur fundur var haldinn í félaginu um þetta mál þann 25. október, skv. ósk 30 lækna. Skiptust menn þar í tvo hópa um álit á greininni, en samþykkt var með nokkrum meirihluta að vinna að afnámi greinarinnar, m.a. á þeim forsendum, að hún brjóti í bága við Codex Ethicus. Stjórnir L.R. og L.l. visuðu málinu til Siðanefndar, og hefur hún það enn til umfjöllunar. Launasamningar lækna renna út 31 .okt. n.k., og hefur stjórn L.R. þegar haldið fundi með launanefndum félagsins og hefur sú stefna ver- ið tekin, að ljúka, svo sem við verði komið, stefnumörkun í launamálum fyrir vorið, þar sem sumarið verði ódrjúgt til slikra verka. FrœÖslunefnd hélt á árinu mánaðarlega fundi, sem einkum voru ætlaðir heimilislækn- um. Aðsókn að þeim fundum hefur ekki verið sem skyldi. Auk þess var haldið námskeið í barnasjúkdómum dagana 13.—16. sept. og symposium um cancer mammae 21. janúar 1979. Ráðgerð er ráðstefna um atvinnuheilbrigðis- mál í sept. n.k. Á árinu var tekið í notkun orlofsliús á vegum læknafélaganna í landi Brekku i Biskupstung- um. Var það tekið í notkun um miðjan júlí og leigt út viku í senn og hver vika nýtt fram í miðjan nóvember. Gjaldkeri lagði fram reikninga félagsins fyrir árið 1978 og skýrði þá. Nokkrar umræður urðu um reikningana, en þeir voru siðan samþykktir samhljóða. Þá lagði gjaldkeri fram fjárliagsáœtlun fyrir árið 1979 og lagði til, að árgjald fyrir árið 1979 og yrði kr. 60.000. Var það samþykkt samhljóða og athugasemdalaust. Að auki er árgjald til L.í. 60.000. Sigmundur Magnússon lagði fram reikninga Domus Medica til kynningar. Hagnaður af, rekstri veitingasalarins var kr. 6.688.921, en nettóhagnaður af Domus Medica kr. 3.108.988.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.