Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1979, Side 69

Læknablaðið - 01.09.1979, Side 69
LÆKNABLAÐIÐ 205 ÁRSSKÝRSLA LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS starfsárið 1978—1979 INNGANGUR Skýrsla þessi nær yfir tímabilið frá 15. maí 1978 til 1. ágúst 1979. Gjaldskyldir félagar í L.í. árið 1978 voru 469 og skiptust þannig: 417 greiddu fullt árgjald, þar af 321 frá Læknafélagi Reykja- víkur, 52 greiddu hálft árgjald, þar af 46 frá L.R. I. AÐALFUNDUR 1978 Aðalfundur L.í. 1978 var haldinn á Sal Menntaskólans á Akureyri 23. og 24. júní. Fundinn sátu 20 fulltrúar hinna 10 svæða- félaga L.í. auk stjórnarmanna og gesta. Aðalmál fundarins var lokaumræða og af- greiðsla á nýjum lögum L.f. og siðareglum. Miklar umræður urðu um einstakar grein- ar, en tillögur undirbúningsnefndar sam- þykktar með nokkrum breytingum. Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, flutti erindi á fundinum um fjármögnun og fram- kvæmdir á vegum heilbrigðismálaráðu- neytisins á sl. 8 árum, og urðu töluverðar umræður um erindið. Á fundinum var þess minnst, að 60 ár voru liðin frá stofnun L.Í., og voru í tilefni þess kosnir 6 heiðursfélagar. Miklar umræður urðu um tillögur, sem fyrir fundinum lágu. Fimmtán voru sam- þykktar sem ályktanir en tveimur var vís- að til stjórnar og Kjararáðs. Þar sem álykt- anir fundarins hafa þegar birzt í Lækna- blaði (1. tbl. 1979), þykir ekki ástæða til að endurprenta þær hér. Sú breyting varð á stjórninni, að Guð- mundur Oddsson var kiörinn varaformað- ur í stað Guðmundar Péturssonar, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Þá varð breyt- ing á varamönnum. II. STÖRF STJÓRNAR OG NEFNDA Stjómin hélt 44 bókaða fundi á starfs- árinu auk nokkurra funda með stjórn L.R. Formannaráðstefna var haldin 18. nóv. 1978. Þessi mál voru rædd; 1. Kynnt afgreiðsla stjórnar á ályktunum aðalfundar 1978. 2. Viðbygging við Domus Medica og starf- semi skrifstofunnar. 3. Starfsemi Fræðslunefndar. 4. Kjaramál. 5. Læknaskortur í dreifbýli. 6. Læknatalsútgáfa. 7. 10. gr. sérfræðisamnings L.R./T.R. Auk stjórnarmanna og framkvæmda- stjóra sátu fundinn fulltrúar allra svæða- félaganna nema frá Vestfjörðum, Norður- landi eystra og Austurlandi, sem ekki kom- ust sökum veðurs. Ennfremur sat eneinn fulltrúi frá F.Í.L.Í.S. Þá sátu og fundinn fulltrúar frá F.U.L. AFGRETÐSLA ÁLYKTANA AÐAL- FUNDAR 1978 Varðandi framhaldsnám í heimilislækn- ingum í Bretlandi hefur heilbrioðisráðu- neytið að beiðni L.í. þegar leitað eftir lausn á þessu máli hjá brezkum heilbrieð- isyfirvöldum, með aðstoð utanríkisráðu- neytisins. Nokkur bréfaskipti urðu í fram- haldi af þessu milli sendiráðs íslands i London og breskra stiórnvalda. Ráðunejd- isstjóri heilbrmðismálaráðuneytisins sat fund 4. des. 1978 með fulltrúum sendifáðs- ins annars veffar og fuiltrúum frá British Postgraduate Medical Federation og Gene- ral Medical Council hins vegar. Bretarnir skýrðu frá nýjum reglum, sem áttu að taka gildi 15. febrúar 1979, um takmark- að lækningaleyfi. Brezku fulltrúarnir ætl- uðu að kanna málið nánar, enda þótt þeir teldu litlar líkur á breyttri niðurstöðu. Stjórn L.í. hafði ákveðið að skipa nefnd lækna til þess að gera tillögur um breyt- ingar á læknalögum, eins og aðalfundur fól stjórninni að beita sér fyrir. Um svip- að leyti var haldinn fundur með heil- brigðismálaráðherra, og var honum þá m.a. skýrt frá þessu máli. Ráðherra ákvað þá að

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.