Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1979, Síða 82

Læknablaðið - 01.09.1979, Síða 82
216 LÆKNABLAÐIÐ skylt að skila kröfugerðum um leið og samningum er sagt upp. Bandalag háskólamanna hefur sagt upp aðalkjarasamningi sínum frá og með 1. nóv. n.k. Sérkjarasamningur aðildarfélaga B.H.M. eru lausir frá sama tíma. í kröfu- gerð B.H.M. er gerð krafa um, að tveir launaflokkar bætist við núverandi launa- stiga. Læknafélag íslands hefur sett fram tillögur að nýjum sérkjarasamningi (fyrir fastráðna lækna). Helztu breytingar frá gildandi samningi eru þessar: Heilsugæzlulæknar færist úr launaflokki 110 í 112, aðstoðaryfirlæknar úr 112 í 114, fryggiugalæknir úr 112 í 116, yfirlæknar og forstöðumenn úr 116 í 119, landlæknir úr 121 í 123. Gerð er krafa um, að greiðsla á fargjöldum og dvalarkostnaði þeirra, sem í neyðartilvikum fara í héruð skv. beiðni landlæknis, skuli miðast við 3 mánuði, en ekki 4 vikur, eins og nú er. Sett er fram krafa um, að heimilt sé að taka frí í stað greiðslu fyrir gæzluvakt. Að lokum er gerð krafa um, að þeir læknar, sem sitji í H1 heilsugæzlustöð, eigi rétt á ársleyfi á laun- um. ÝMIS MÁL Yfirlæknir leitaði álits og stuðnings hjá stjórn L.í. vegna bréfs, sem hann hafði fengið frá stjórn spítala þess, er hann starf- aði við. Stjórn L.í. taldi, að spítalastjórn hefði gert yfirlækninum rangt til og skrif- aði bréf þar að lútandi. Þar sem sæzt var á málið, varð ekki um frekari aðgerðir að ræða. Aðstoðarlæknir við sjúkrahús var látinn hætta störfum fyrirvaralaust og taldi, að hér væri um að ræða ólögmæta uppsögn. Félag ungra lækna og svæðisfélag viðkom- andi læknis kröfðust þess, að uppsögnin væri tekin til baka, og var það álit stjórn- ar L.Í., að hér væri um réttmæta kröfu að ræða. Spítalastjórnin afgreiddi málið á þann hátt, sem læknirinn sætti sig við, og töldu stjórn L.í. og svæðisfélag, að ekki væri ástæða til frekari aðgerða. Læknir hætti störfum á sjúkrahúsi eftir alllangt veikindaskeið, en taldi eftir á, að hann hefði verið neyddur til þess að segja upp. Að beiðni læknisins kannaði stjórn L.í. málið og taldi, að eðlilegra hefði verið, að læknirinn fengi veikindafrí. Málinu lauk með samkomulagi aðila, sem gert var með vitund stjórnar L.í. Tveir læknar sendu stjórn L.í. umkvört- un vegna ummæla í fjölmiðlum, þar sem þeir töldu, að læknir og samstarfsmaður hans hefðu gefið rangar upplýsingar um tiltekna læknisfræðilega aðferð og jafn- framt viðhaft ummæli um kollega, sem ekki væru í samræmi við siðareglur lækna. Mál þetta var rætt af stjórn og rætt við málsaðila sitt í hvoru lagi og sameiginlega. Gerð var bókun, þar sem fallizt var að nokkru leyti á þessar umkvartanir, en að- ilai urðu sammála um, að þess yrði betur gætt í framtíðinni, að fjölmiðlar væru ekki vetvangur fyrir innbyrðis deilur lækna. Stjórnin hefur haft til umfjöllunar er- indi tveggja sérfræðinga vegna uppsagnar þeirra úr störfum við sjúkrahús. í öðru tilvikinu var sérstaklega óskað álits á því, hvort félagslegur eða lagalegur í éttur hefði verið brotinn á viðkomandi lækni. Stjórnin komst að þeirri niðurstöðu, að svo hefði ekki verið, en gerði athuga- semdir við afgreiðslu spítalastjórnar. í tengslum við þetta mál var samþykkt á aðalfundi tillaga um að umsagnar stjórnar L.í. yiði jafnan leitað áður en ákvörðun yrði tekin um uppsögn læknis. Samkvæmt bréfi stjórnarnefndar Ríkisspítalanna hefir hún fallist á þetta stjórnarmið. í hinu erindinu var óskað stuðnings L.í. við, að ákvörðun spítalastjórnar yrði bieytt. Stjórn L.í. hefur í tvígang óskað eftir að fá upplýst, hverjar hafi verið á- stæður uppsagnar. Endanlegt svar spítala- stjóinar liggur ekki fyrir en stjórnin mun reyna að afgreiða málið fyrir aðalfund. í fiamhaldi af umræðum um aukna þátt- töku íslenzkra lækna í fræðslunámskeiðum á Norðurlöndum fékk prófessor Povl Riis því framgengt, að Novo-sjóðurinn í Dan- möiku hefur auglýst 4 ferðastyrki til ís- lenzkra lækna, sbr. auglýsingu í Lækna- blaðinu (Lbl. 2. tbl. 1979). Á sl. sumri barst Læknafélagi íslands boð frá Læknafelag Fþroya um þátttöku íslenzkra lækna í námskeiðum í Þórshöfn. Tveir læknar tilkynntu þátttöku í öðru námskeiðinu, en þátttaka féll niður vegna samgönguerfiðleika. Fæieyingar hafa nú aftur sent boð um þátttöku í námskeiði í ágúst, og er það von
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.