Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1979, Side 90

Læknablaðið - 01.09.1979, Side 90
222 LÆKNABLAÐIÐ ÚR tMSUM ÁTTUM Svo sem fram kemur annars staðar í blað- inu, (bls. 209), dvöldu hérlendis dagana 15.—18. júní sl. Þrír fulltrúar danska læknafélagsins og útgáfufyrirtækis þess. Áttu þeir viðræður við ritstjórn Læknablaðsins og stjórnir Læknafé- lags Islands og Læknafélags Reykjavíkur um hugsanlega samvinnu félaganna varðandi út- gáfu Læknablaðsins o.fl. Hugmynd hefur komið fram um, að hægt verði að fá Læknablaðið prentað ytra og hafa Danir jafnframt lýst sig reiðubúna að taka að sér auglýsingasöfnun hjá erlendum lyfjafyrir- tækjum, verði blaðið prentað hjá þeim, en danska læknafélagið hefur fyrir nokkru tekið tölvutæknina í sína þjónustu, sem gerir því kleift að auka hagræðingu í rekstri skrifstofu sinnar auk þess sem danska læknablaðið er tölvuunnið, svo og annað efni, sem forlagið gefur út. Hefur danska læknafélagið boðist til að gera tilraun með útgáfu á einu tölublaði læknablaðsins eða fylgiriti og verður það unnið nú fyrir áramótin. Itrekað skal að hér er ein- ungis um hugmynd að ræða, sem athuga á gaumgæfiiega og að tilrauninni lokinni kemur í Ijós hvort þessi vinnubrögð þykja hagstæð eða hvort blaðið verður áfram prentað hér- lendis. Lögðu dönsku fulltrúarnir á það á- herzlu, að hér væri um aðstoð við okkur að ræða, sem fyrr eða síðar hlyti að verða ónauð- synleg, eftir því sem tækni þeirra yrði tekin upp hérlendis. Um nánari framkvæmd þessara mála er það að segja, að verði t.d. Læknablaðið prentað ytra, verður gangur mála þannig, að þegar handrit hafa verið sett og raðað á síður, er gert ráð fyrir að höfundar lesi próförk í síðum, en þá verður aðeins unnt að lagfæra stafsetn- ingarvillur, en ekki gera meginbreytingar á efni. Fer prófarkalestur að öðru leyti fram ytra og munu danir útvega íslenzka prófarka- lesara. Jafnframt yrði auglýsingum safnað og ritið annað hvort sent til áskrifenda beint frá Danmörku eða gegnum skrifstofuna hér. Frá fundinum í lwsi lœknafélaganna í Brekkulandi 16. júní: Povl Riis, Tómas Á. Jónasson, Páll ÞórOarson, Bjarni ÞjóOleifsson, Bendt Sörensen, Jens Andersen, GuOmundur SigurOsson, örn Bjarnason.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.