Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1994, Page 52

Læknablaðið - 15.08.1994, Page 52
256 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og landlækni Lyfjamál 31 Histamínblokkarar í lausasölu Eins og fram hefur komið og kynnt var í síðasta dálki (Lyfja- mál 30) var heimiluð lausasala á þremur histamínblokkurum frá og með l.júlí s.l. Um er að ræða lyfin címetidín, hámark í 200mg styrkleika (Címetidín, Taga- met), ranitidín, hámark í 150mg styrkleika (Asýran, Gastran, Ranex, Zantac) (mest má selja 50 töflur af þessum lyfjum handa einstaklingi ) og famóti- dín, hámark í 20mg styrkleika (Famex, Pepcidin) (mest má selja 30 töflur af þessu lyfi handa einstaklingi). Einnig var veitt heimild til að selja súkral- fat í hámarksstyrkleika lg í skammti (Antepsin, Múkal), en án takmörkunar á heildar- magni. Víða um lönd er verið að ræða um að heimila lausasölu á histamínblokkurum. Nýlega var veitt þannig heimild í Eng- landi og undanfarin tvö ár hefur mátt selja címetidín án lyfseðils í Danmörku. Reynslan þar í landi hefur verið góð og hefur hvorki orðið vart við aukningu á tíðni aukaverkana vegna lyfsins né vandamála vegna rangrar meðferðar eða að sjúkdóms- greiningar hafi dregist vegna þess. í samráði við lyfjafræðinga og sérfræðinga í meltingarsjúk- dómum er unnið að gerð upp- lýsinga fyrir starfsfólk apóteka um meðferð sársjúkdóms og hvernig best verði staðið að upplýsinga- og ráðgjöf til al- mennings varðandi lausasölu áðurnefndra lyfja. Þessar leið- beiningar verða væntanlega birtar í næsta tölublaði Lækna- blaðsins og jafnframt sendar í dreifibréfi til apóteka. Áletranir og/eða upplýsingar á fylgiseðli, sem afhenda skal með lyfjunum eru sem hér segir: Címetidín, 200mg: Lyf við maga- og skeifugarnarsári og fyrirbyggjandi gegn slíkum sár- um. Skammtar handa fullorðn- um: Fjórar töflur fyrir svefn eða tvær töflur tvisvar á dag. Með- ferð skal standa í að minnsta kosti fjórar vikur, þótt einkenni hverfi fyrr. Fyrírbyggjandi með- ferð: Tvær töflur fyrir svefn. Lyfið er ekki ætlað börnum. Varúð: Barnshafandi konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota lyfið nema að læknisráði. Ranitidín, 150mg: Lyf við maga- og skeifugarnarsári og fyrirbyggjandi gegn slíkum sár- um. Skammtar handa fullorðn- um: Tvær töflur fyrir svefn eða ein tafla tvisvar á dag. Meðferð skal standa í að minnsta kosti fjórar vikur, þótt einkenni hverfi fyrr. Fyrirbyggjandi með- ferð: Ein tafla fyrir svefn. Lyfið er ekki ætlað börnum. Varúð: Barnshafandi konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota lyfið nema að læknisráði. Famótidín, 20mg: Lyf við maga- og skeifugarnarsári og fyrirbyggjandi gegn slíkum sár- um. Skammtar handa fullorðn- um: Ein tafla tvisvar á dag eða tvær töflur fyrir svefn. Fyrir- byggjandi meðferð: Ein tafla fyrir svefn. Lyfið er ekki ætlað börnum. Varúð: Barnshafandi konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota lyfið nema að læknisráði. Súkralfat, 500mg í skammti: Lyf við maga- og skeifugarnar- sári og fyrirbyggjandi gegn slík- um sárum. Skammtar handa fullorðnum: Fjórar töflur á morgnana og fyrir svefn eða tvær töflur þrisvar til fjórum sinnum á dag, einni klst. fyrir mat og fyrir svefn. Meðferð skal standa í að minnsta kosti fjórar til sex vikur. Fyrirbyggjandi meðferð: Tvær töflur tvisvar á dag. Athugið: Ef sýrubindandi lyf eru einnig notuð, verður að taka þau inn minnst hálfri klst. fyrir eða eftir töku þessa lyfs. Varúð: Sjúklingar með nýrna- bilun eiga ekki að nota lyfið. Súkralfat, lg í skammti: Lyf við maga- og skeifugarnarsári og fyrirbyggjandi gegn slíkum sárum. Skammtar handa full- orðnum: Tvær töflur á morgn- ana og fyrir svefn eða ein tafla þrisvar til fjórum sinnum á dag, einni klst. fyrir mat og fyrir svefn. Meðferð skal standa í að minnsta kosti fjórar til sex vik- ur. Fyrirbyggjandi meðferð: Ein tafla tvisvar á dag. Athugið: Ef sýrubindandi lyf eru einnig not- uð, verður að taka þau inn minnst hálfri klst. fyrir eða eftir töku þessa lyfs. Varúð: Sjúk- lingar með nýrnabilun eiga ekki að nota lyfið. Súkralfat, mixtúra, 200mg/ ml: Lyf við maga- og skeifu- garnarsári og fyrirbyggjandi gegn slíkum sárum. Skammtar handa fullorðnum: lOml (=2g) á morgnana og fyrir svefn eða 5ml (=lg) þrisvar til fjórum sinnum á dag, einni klst. fyrir mat og fyrir svefn. Meðferð skal standa í fjórar til sex vikur. Fyrirbyggjandi meðferð: 5ml (=lg) tvisvar á dag. Athugið: Ef sýrubindandi lyf eru einnig not- uð, verður að taka þau inn minnst hálfri klst. fyrir eða eftir töku þessa lyfs. Lyfið er ekki ætlað börnum. Varúð: Sjúkling- ar með nýrnabilun eiga ekki að nota lyfið.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.