Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 52
256 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og landlækni Lyfjamál 31 Histamínblokkarar í lausasölu Eins og fram hefur komið og kynnt var í síðasta dálki (Lyfja- mál 30) var heimiluð lausasala á þremur histamínblokkurum frá og með l.júlí s.l. Um er að ræða lyfin címetidín, hámark í 200mg styrkleika (Címetidín, Taga- met), ranitidín, hámark í 150mg styrkleika (Asýran, Gastran, Ranex, Zantac) (mest má selja 50 töflur af þessum lyfjum handa einstaklingi ) og famóti- dín, hámark í 20mg styrkleika (Famex, Pepcidin) (mest má selja 30 töflur af þessu lyfi handa einstaklingi). Einnig var veitt heimild til að selja súkral- fat í hámarksstyrkleika lg í skammti (Antepsin, Múkal), en án takmörkunar á heildar- magni. Víða um lönd er verið að ræða um að heimila lausasölu á histamínblokkurum. Nýlega var veitt þannig heimild í Eng- landi og undanfarin tvö ár hefur mátt selja címetidín án lyfseðils í Danmörku. Reynslan þar í landi hefur verið góð og hefur hvorki orðið vart við aukningu á tíðni aukaverkana vegna lyfsins né vandamála vegna rangrar meðferðar eða að sjúkdóms- greiningar hafi dregist vegna þess. í samráði við lyfjafræðinga og sérfræðinga í meltingarsjúk- dómum er unnið að gerð upp- lýsinga fyrir starfsfólk apóteka um meðferð sársjúkdóms og hvernig best verði staðið að upplýsinga- og ráðgjöf til al- mennings varðandi lausasölu áðurnefndra lyfja. Þessar leið- beiningar verða væntanlega birtar í næsta tölublaði Lækna- blaðsins og jafnframt sendar í dreifibréfi til apóteka. Áletranir og/eða upplýsingar á fylgiseðli, sem afhenda skal með lyfjunum eru sem hér segir: Címetidín, 200mg: Lyf við maga- og skeifugarnarsári og fyrirbyggjandi gegn slíkum sár- um. Skammtar handa fullorðn- um: Fjórar töflur fyrir svefn eða tvær töflur tvisvar á dag. Með- ferð skal standa í að minnsta kosti fjórar vikur, þótt einkenni hverfi fyrr. Fyrírbyggjandi með- ferð: Tvær töflur fyrir svefn. Lyfið er ekki ætlað börnum. Varúð: Barnshafandi konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota lyfið nema að læknisráði. Ranitidín, 150mg: Lyf við maga- og skeifugarnarsári og fyrirbyggjandi gegn slíkum sár- um. Skammtar handa fullorðn- um: Tvær töflur fyrir svefn eða ein tafla tvisvar á dag. Meðferð skal standa í að minnsta kosti fjórar vikur, þótt einkenni hverfi fyrr. Fyrirbyggjandi með- ferð: Ein tafla fyrir svefn. Lyfið er ekki ætlað börnum. Varúð: Barnshafandi konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota lyfið nema að læknisráði. Famótidín, 20mg: Lyf við maga- og skeifugarnarsári og fyrirbyggjandi gegn slíkum sár- um. Skammtar handa fullorðn- um: Ein tafla tvisvar á dag eða tvær töflur fyrir svefn. Fyrir- byggjandi meðferð: Ein tafla fyrir svefn. Lyfið er ekki ætlað börnum. Varúð: Barnshafandi konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota lyfið nema að læknisráði. Súkralfat, 500mg í skammti: Lyf við maga- og skeifugarnar- sári og fyrirbyggjandi gegn slík- um sárum. Skammtar handa fullorðnum: Fjórar töflur á morgnana og fyrir svefn eða tvær töflur þrisvar til fjórum sinnum á dag, einni klst. fyrir mat og fyrir svefn. Meðferð skal standa í að minnsta kosti fjórar til sex vikur. Fyrirbyggjandi meðferð: Tvær töflur tvisvar á dag. Athugið: Ef sýrubindandi lyf eru einnig notuð, verður að taka þau inn minnst hálfri klst. fyrir eða eftir töku þessa lyfs. Varúð: Sjúklingar með nýrna- bilun eiga ekki að nota lyfið. Súkralfat, lg í skammti: Lyf við maga- og skeifugarnarsári og fyrirbyggjandi gegn slíkum sárum. Skammtar handa full- orðnum: Tvær töflur á morgn- ana og fyrir svefn eða ein tafla þrisvar til fjórum sinnum á dag, einni klst. fyrir mat og fyrir svefn. Meðferð skal standa í að minnsta kosti fjórar til sex vik- ur. Fyrirbyggjandi meðferð: Ein tafla tvisvar á dag. Athugið: Ef sýrubindandi lyf eru einnig not- uð, verður að taka þau inn minnst hálfri klst. fyrir eða eftir töku þessa lyfs. Varúð: Sjúk- lingar með nýrnabilun eiga ekki að nota lyfið. Súkralfat, mixtúra, 200mg/ ml: Lyf við maga- og skeifu- garnarsári og fyrirbyggjandi gegn slíkum sárum. Skammtar handa fullorðnum: lOml (=2g) á morgnana og fyrir svefn eða 5ml (=lg) þrisvar til fjórum sinnum á dag, einni klst. fyrir mat og fyrir svefn. Meðferð skal standa í fjórar til sex vikur. Fyrirbyggjandi meðferð: 5ml (=lg) tvisvar á dag. Athugið: Ef sýrubindandi lyf eru einnig not- uð, verður að taka þau inn minnst hálfri klst. fyrir eða eftir töku þessa lyfs. Lyfið er ekki ætlað börnum. Varúð: Sjúkling- ar með nýrnabilun eiga ekki að nota lyfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.