Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1995, Side 31

Læknablaðið - 15.10.1995, Side 31
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 725 neyzlumerina og ríða sem fastast og lengst þvert á móti séu ellin og dauðinn ófrávíkjan- legir hlutar mannlífsins — og gefi því merkingu (68). Þetta viðhorf minnir mig um of á sjálfs- blekkingu ræktuðu kanínanna í skáldsögu Richards Adams, Watership Down, kanínanna er höfðu sætt sig við að lenda fyrr eða síðar í gini ræktenda sinna og fegruðu það hlutskipti fyrir sér. Ég hygg á hinn bóginn að sumir óvinir séu þess eðlis að rétt sé að berjast gegn þeim með kjafti og klóm, jafnvel þótt vígstaðan sé döpur; viðurkenna að minnsta kosti aldrei að einstaklingurinn eigi almennt að sama skapi minni rétt á liðsauka sem meira sígur á ógæfu- hliðina í þeim átökum. Þetta kann að vera sjálfsblekking líka — en það er þá að minnsta kosti sú sjálfsblekkingin sem ég kann betur við. Því, eins og segir í Paradísarheimt Laxness: „Sá sem búið er að kveðja í huganum, hann er dáinn. “ Aldur hlýtur að skipta einhverju máli við skipun fólks í forgangsröð, alveg eins og hann skiptir máli þegar við, óyfirvegað og í hita leiksins, vörpum bjarghring til unglings fremur en öldungs ef báðir eru að drukkna. En kvarði á forgangsröð í heilbrigðiskerfinu þarf sem bet- ur fer ekki að byggjast á slíku skyndiráði. Þar getum við leyft okkur að taka fleiri þætti með í reikninginn, þætti sem eðlilegt er að hafi sitt vægi, hér sem annars staðar, þegar við neyð- umst til að gera upp á milli fólks. Það segir sína sögu um eðli heimspekilegrar umræðu að besta greinin sem ég hef lesið um forgangsröðunarvandann, eftir Nicholas P. Rescher, skuli jafnframt vera sú elsta (upphaf- lega birt árið 1969) (69). Þar rekur höfundur skilmerkilega það nytjastefnuviðhorf til for- gangsröðunar sem lýst var stuttlega í lok kafl- ans Forgangskvarðamir, að við þurfum á fjöl- þátta kvarða að halda er tekur til virkni, varan- leika, verðskuldunar, fjölskyldustöðu og væntanlegs samfélagsframlags. Það er engin hending að Rescher skuli ekki telja nytjakvarð- ann geta komist af án tilvísunar til verðskuld- unar í ljósi fyrri verka gerandans; fyrir því eru þau sjálfsögðu nytjarök að það veki hamingju hjá okkur að vita að við munum uppskera eins og við höfum til sáð og slíkt hafi því heillavæn- leg áhrif á breytni okkar til frambúðar (70). Væri þannig ekki þjóðráð að setja sem fyrst lög á íslandi er kvæðu á um að í framtíðinni (slík lög gætu að sjálfsögðu ekki gilt aftur fyrir sig!) yrðu reyksugur, kynlífsofdirfingar og drykkju- menn að greiða sjálfir fyrir bóf þeirra meina sinna sem áhættuhegðunin hefði augljóslega valdið? Ég sæi enga siðferðilega annmarka á slíkri löggjöf; þvert á móti teldi ég að hún gæti orðið til mikilla heilla fyrir samfélagið. Einhverjir kynnu nú að minna mig á fram- kvæmdavanda nytjakvarðans; setja yrði upp alls kyns ráð og dómnefndir sem vægju menn og mætu, ekki aðeins út frá hlutlægum mæli- kvörðum, svo sem aldri, heldur mörgum öðr- um og illhöndlanlegri. En nytjastefnumanni, eins og mér, þyrfti ekki að verða svarafátt við slíkum ásökunum: Flókin vandamál krefjast flókinna lausna; við leysum þau ekki með því að grípa einungis í einn þráðinn og toga í hann af lífs og sálar kröftum. Hið góða við Oregon- áætlunina er að þar var almenningur knúinn til umhugsunar um forgangsröðun, með borgara- fundum og skoðanakönnunum. Höfuðatriðið á þessari stundu er ekki að sanna gildi nytja- kvarðans eða að útfæra hann í smáatriðum, enda ekki tóm til slíks hér í ofanverðu máli, heldur að finna umræðunni um forgangsröðun einhvern skaplegan farveg og efla viðleitni þeirra sem upp á síðkastið hafa reynt að vekja hana til lífs á landi okkar, oft fyrir daufum eyrum. Ég vona að þessi grein spilli að minnsta kosti ekki fyrir þeirri viðleitni. Þakkir Höfundur þakkar heimspekingunum Atla Harðarsyni og Guðmundi Heiðari Frímanns- syni, Birni Sigurðssyni lækni og Haraldi Bessa- syni fyrrverandi rektor gagnlegar athugasemd- ir við drög að greininni. TILVfSANIR 1. A ensku er einatt talaö um „allocation..." eða „ration- ing...of scarce liealth resources". 2. Callahan D. Setting Limits: Medical Goals in an Aging Society. New York: Simon & Schuster, 1987. Daniels N. Am I My Parents’ Keeper? An Essay on Justice between the Young and Old. New York: Oxford University Press, 1988. 3. Sjá t.d.: Torfi Magnússon. Forgangsröðun í heilbrigðis- kerfinu — Hver er ábyrgð stjómvalda? Morgunblaðið 1994, 8. september. Einnig: Sigríður Snæbjörnsdóttir. Hver er stefnan í heilbrigðismálum? Morgunblaðið 1994, 18. september. 4. Árnason V. Siðfræði lífs og dauða. Reykjavík: Rann- sóknarstofnun í siðfræði, 1993: Kafli 6. 5. Úr lögum nr. 59/1983 um heilbrigðisþjónustu. Tilvitnun frá Árnason V, bls. 287, í (4). 6. Sjá skynsamlega og gagnrýna umfjöllun Vilhjálms. Kafli 6.2., í (4). 7. Hanson MJ. How We Treat the Elderly. f: Hastings Center Report 1994; 24 (5): 4.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.