Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1995, Qupperneq 31

Læknablaðið - 15.10.1995, Qupperneq 31
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 725 neyzlumerina og ríða sem fastast og lengst þvert á móti séu ellin og dauðinn ófrávíkjan- legir hlutar mannlífsins — og gefi því merkingu (68). Þetta viðhorf minnir mig um of á sjálfs- blekkingu ræktuðu kanínanna í skáldsögu Richards Adams, Watership Down, kanínanna er höfðu sætt sig við að lenda fyrr eða síðar í gini ræktenda sinna og fegruðu það hlutskipti fyrir sér. Ég hygg á hinn bóginn að sumir óvinir séu þess eðlis að rétt sé að berjast gegn þeim með kjafti og klóm, jafnvel þótt vígstaðan sé döpur; viðurkenna að minnsta kosti aldrei að einstaklingurinn eigi almennt að sama skapi minni rétt á liðsauka sem meira sígur á ógæfu- hliðina í þeim átökum. Þetta kann að vera sjálfsblekking líka — en það er þá að minnsta kosti sú sjálfsblekkingin sem ég kann betur við. Því, eins og segir í Paradísarheimt Laxness: „Sá sem búið er að kveðja í huganum, hann er dáinn. “ Aldur hlýtur að skipta einhverju máli við skipun fólks í forgangsröð, alveg eins og hann skiptir máli þegar við, óyfirvegað og í hita leiksins, vörpum bjarghring til unglings fremur en öldungs ef báðir eru að drukkna. En kvarði á forgangsröð í heilbrigðiskerfinu þarf sem bet- ur fer ekki að byggjast á slíku skyndiráði. Þar getum við leyft okkur að taka fleiri þætti með í reikninginn, þætti sem eðlilegt er að hafi sitt vægi, hér sem annars staðar, þegar við neyð- umst til að gera upp á milli fólks. Það segir sína sögu um eðli heimspekilegrar umræðu að besta greinin sem ég hef lesið um forgangsröðunarvandann, eftir Nicholas P. Rescher, skuli jafnframt vera sú elsta (upphaf- lega birt árið 1969) (69). Þar rekur höfundur skilmerkilega það nytjastefnuviðhorf til for- gangsröðunar sem lýst var stuttlega í lok kafl- ans Forgangskvarðamir, að við þurfum á fjöl- þátta kvarða að halda er tekur til virkni, varan- leika, verðskuldunar, fjölskyldustöðu og væntanlegs samfélagsframlags. Það er engin hending að Rescher skuli ekki telja nytjakvarð- ann geta komist af án tilvísunar til verðskuld- unar í ljósi fyrri verka gerandans; fyrir því eru þau sjálfsögðu nytjarök að það veki hamingju hjá okkur að vita að við munum uppskera eins og við höfum til sáð og slíkt hafi því heillavæn- leg áhrif á breytni okkar til frambúðar (70). Væri þannig ekki þjóðráð að setja sem fyrst lög á íslandi er kvæðu á um að í framtíðinni (slík lög gætu að sjálfsögðu ekki gilt aftur fyrir sig!) yrðu reyksugur, kynlífsofdirfingar og drykkju- menn að greiða sjálfir fyrir bóf þeirra meina sinna sem áhættuhegðunin hefði augljóslega valdið? Ég sæi enga siðferðilega annmarka á slíkri löggjöf; þvert á móti teldi ég að hún gæti orðið til mikilla heilla fyrir samfélagið. Einhverjir kynnu nú að minna mig á fram- kvæmdavanda nytjakvarðans; setja yrði upp alls kyns ráð og dómnefndir sem vægju menn og mætu, ekki aðeins út frá hlutlægum mæli- kvörðum, svo sem aldri, heldur mörgum öðr- um og illhöndlanlegri. En nytjastefnumanni, eins og mér, þyrfti ekki að verða svarafátt við slíkum ásökunum: Flókin vandamál krefjast flókinna lausna; við leysum þau ekki með því að grípa einungis í einn þráðinn og toga í hann af lífs og sálar kröftum. Hið góða við Oregon- áætlunina er að þar var almenningur knúinn til umhugsunar um forgangsröðun, með borgara- fundum og skoðanakönnunum. Höfuðatriðið á þessari stundu er ekki að sanna gildi nytja- kvarðans eða að útfæra hann í smáatriðum, enda ekki tóm til slíks hér í ofanverðu máli, heldur að finna umræðunni um forgangsröðun einhvern skaplegan farveg og efla viðleitni þeirra sem upp á síðkastið hafa reynt að vekja hana til lífs á landi okkar, oft fyrir daufum eyrum. Ég vona að þessi grein spilli að minnsta kosti ekki fyrir þeirri viðleitni. Þakkir Höfundur þakkar heimspekingunum Atla Harðarsyni og Guðmundi Heiðari Frímanns- syni, Birni Sigurðssyni lækni og Haraldi Bessa- syni fyrrverandi rektor gagnlegar athugasemd- ir við drög að greininni. TILVfSANIR 1. A ensku er einatt talaö um „allocation..." eða „ration- ing...of scarce liealth resources". 2. Callahan D. Setting Limits: Medical Goals in an Aging Society. New York: Simon & Schuster, 1987. Daniels N. Am I My Parents’ Keeper? An Essay on Justice between the Young and Old. New York: Oxford University Press, 1988. 3. Sjá t.d.: Torfi Magnússon. Forgangsröðun í heilbrigðis- kerfinu — Hver er ábyrgð stjómvalda? Morgunblaðið 1994, 8. september. Einnig: Sigríður Snæbjörnsdóttir. Hver er stefnan í heilbrigðismálum? Morgunblaðið 1994, 18. september. 4. Árnason V. Siðfræði lífs og dauða. Reykjavík: Rann- sóknarstofnun í siðfræði, 1993: Kafli 6. 5. Úr lögum nr. 59/1983 um heilbrigðisþjónustu. Tilvitnun frá Árnason V, bls. 287, í (4). 6. Sjá skynsamlega og gagnrýna umfjöllun Vilhjálms. Kafli 6.2., í (4). 7. Hanson MJ. How We Treat the Elderly. f: Hastings Center Report 1994; 24 (5): 4.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.