Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1995, Síða 40

Læknablaðið - 15.10.1995, Síða 40
732 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 vísbendingu um breytingar á tíðni sýkinga en það er engan veginn einhlítt. Breytingar á starfsvenjum lækna, svo sem aukin notkun nýrra tegunda skyndigreininga á læknastofum geta haft veruleg áhrif (17). Ósennilegt er þó að slíkar breytingar séu örar og líklegt verður að teljast að sveiflur á tíðni, eins og lesa má úr töflu II, endurspegli sveiflur í samfélaginu. Ekki er líklegt að breytingar á starfsvenjum lækna hafi áhrif á innbyrðis hlutföll á tíðni einstakra stofngerða. Á íslandi hefur tíðni blóðsýkinga S. pyogenes aukist til muna síðastliðinn áratug (3). Þekkt er að stofngerðir M1 og M3 voru talsvert algengar á Vesturlöndum fyrir 1980 en eftir þann tíma virð- ist sem þær hafi farið að valda alvarlegum sýk- ingum í auknum mæli. Sýnt hefur verið fram á að einstakir klónar þessara stofngerða komu fram um þetta leyti og orsökuðu sýkingamar. Þeir virðast síðan hafa náð heimsútbreiðslu og borist þar á meðal til íslands (3,18,19). Fróðlegt væri að kanna slíkt nánar hér á landi. Lýst hefur verið alvarlegum streptókokka- sýkningum á fslandi á síðustu árum (20). Allt bendir til þess að aukning hafi orðið á heildar- tíðni á rannsóknartímabilinu og þrívegis orðið „faraldrar“ (tafla II). Breytingar á fjölda já- kvæðra S. pyogenes ræktana milli ára virtust tengjast sveiflum á algengi einstakra stofn- gerða og er það í samræmi við niðurstöður í öðrum löndum (9). Árið 1993 greindust nær þrefalt fleiri stofnar á sýklafræðideild Land- spítalans en að meðaltali á árunum 1982-1985 (16). Faraldurinn sem náði hámarki veturinn 1988-1989 orsakaðist af stofngerð MlTl, far- aldurinn 1991 af M4T4 og faraldurinn sem náði hámarki í byrjun árs 1993 virðist hafa orsakast af stofngerð MlTl og M3T3. Ætla má í ljósi þessara niðurstaðna að gagn- legt væri að kanna breytingar á algengi einstakra stofngerða árlega. Með því móti mætti segja fyrir um faraldur í uppsiglingu. Jafnframt má ljóst vera að ræktanir úr hálsi eru nauðsynlegar sam- hliða nýrri skyndigreiningaraðferðum. Þakkir Rannsókn þessi var styrkt af Nýsköpunar- sjóði námsmanna við Háskóla íslands. Höf- undar vilja þakka meinatæknum á sýkladeild margháttaða aðstoð og dr. Androulla Efstra- tiou á Streptococcal Reference Laboratory, Central Public Health Laboratory í Lundúnum fyrir að kanna M-prótíngerðirnar. HEIMILDIR 1. Bisno AL. Streptococcuspyogenes. I: Mandell, Bennett, Dolin, eds. Principles and Practice of Infectious Dis- eases, 2nd ed. New York: Churchill Livingstone 1985: 1124-32. 2. Bisno AL. Group A Sreptococcal infections and acute rheumatic fever. N Eng J Med 1991; 325: 783-93. 3. Kristinsson KG. Vaxandi tíðni Streptococcus pyogenes sýkinga. Læknablaðið/Fréttabréf Lækna 1990; 8(4): 2. 4. Gaworzewska E, Colman G. Changes in the pattern of infection caused by Streptococcus pyogenes. Epidem Inf 1988; 100: 257-69. 5. Johnson DR, Kaplan EL. A review of the correlation of T-agglutination patterns and M-protein typing and opac- ity factor production in the identification of group A streptococci. J Med Microbiol 1993; 38: 311-5. 6. Gunnlaugsson S, Kristinsson KG, Steingrímsson Ó. Far- aldsfræði og stofngerðir Streptococcus pyogenes á Is- landi. Ágrip frá IX. þingi Félags íslenskra lyflækna á Egilsstöðum, í júní 1992. Læknablaðið 1992; 78/Fylgirit 21: 35. 7. Gunnlaugsson S. Faraldsfræði og stofngerðir Streptococ- cus pyogenes á Islandi. Fjórða árs verkefni við lækna- deild Háskóla fslands 1992. 8. Efstratiou A. Preparation of Streptococcus pyogenes suspensions for typing by the agglutination method. Med Lab Sci 1980; 37: 361-3. 9. Schwartz B, Facklam RR, Breiman RF. Changing epi- demiology of group A streptococcal infection in the U.S.A. Lancet 1990; 336: 1167-71. 10. Martin PM, Hpiby EA. Streptococcal serogroup A epi- demic in Norway 1987-1988. Scand J Infect Dis 1990; 22: 421-9. 11. Strömberg A, Romanus V, Burman LG. Outbreak of group A streptococcal bacteremia in Sweden: An epide- miologic and clinical study. J Infect Dis 1991; 164: 595-8. 12. Stevens DL, Tanner MH, Winship J, Swarts R, Ries KM, Schlievert PM, et al. Severe group A streptococcal infections associated with a toxic shock-like syndrome and scarlet fever toxin A. N Engl J Med 1989; 321:1-7. 13. Seppala H, Nissinen A, Jarvinen H. Huovinen S, Hen- riksson T, Herva E, et al. Resistance to erythromycin in group A Streptococci. N Engl J Med 1992; 326: 292-7. 14. Stollerman GH. Changing group A streptococci: the reappearance of streptococcal „toxic shock“. Arch In- tern Med 1988; 148: 1268-70. 15. Demmers B, Simor AE, Vellend H, Schlievert PM, Byrne S, Jamieson F, et al. Severe invasive group A streptococcal infection in Ontario, Canada: 1987-1991. Clin Infect Dis 1993; 16: 792-800. 16. Hilmarsdóttir I, Steingrímsson Ó. Streptococcus pyo- genes og Streptococcus pneumoniae: Algengi og næmi fyrir eryþrómýsíni og penisillíni. Læknablaðið 1986; 72; 313-8. 17. Kristinsson KG, Ólafsson ÞG. Greining keðjukokka- hálsbólgu á heilsugæslustöð. Mótefnavakapróf eða rækt- un? Læknablaðið 1990; 76: 411-4. 18. Cleary PP, Kaplan EL, Handley JP, Wlazlo A, Kim MH, Hauser AR, et al. Clonal basis for resurgence of serious Streptococcuspyogenes disease in the 1980s. Lan- cet 1992; 339: 518-21. 19. Martin DR, Single AL. Molecular epidemiology of group A Streptococcus M Type 1 infections. J Infect Dis 1993; 167: 1112-7. 20. Gunnarsson GÞ, Sverrisson JÞ. Breytingar á keðju- kokkasýkingum af flokki A. Sjúkratilfelli: Undirhúðar- og vöðvafellisbólga með drepi og „streptococcal toxic schock syndrome". Læknablaðið 1995; 81: 457-68.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.