Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1995, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.10.1995, Qupperneq 40
732 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 vísbendingu um breytingar á tíðni sýkinga en það er engan veginn einhlítt. Breytingar á starfsvenjum lækna, svo sem aukin notkun nýrra tegunda skyndigreininga á læknastofum geta haft veruleg áhrif (17). Ósennilegt er þó að slíkar breytingar séu örar og líklegt verður að teljast að sveiflur á tíðni, eins og lesa má úr töflu II, endurspegli sveiflur í samfélaginu. Ekki er líklegt að breytingar á starfsvenjum lækna hafi áhrif á innbyrðis hlutföll á tíðni einstakra stofngerða. Á íslandi hefur tíðni blóðsýkinga S. pyogenes aukist til muna síðastliðinn áratug (3). Þekkt er að stofngerðir M1 og M3 voru talsvert algengar á Vesturlöndum fyrir 1980 en eftir þann tíma virð- ist sem þær hafi farið að valda alvarlegum sýk- ingum í auknum mæli. Sýnt hefur verið fram á að einstakir klónar þessara stofngerða komu fram um þetta leyti og orsökuðu sýkingamar. Þeir virðast síðan hafa náð heimsútbreiðslu og borist þar á meðal til íslands (3,18,19). Fróðlegt væri að kanna slíkt nánar hér á landi. Lýst hefur verið alvarlegum streptókokka- sýkningum á fslandi á síðustu árum (20). Allt bendir til þess að aukning hafi orðið á heildar- tíðni á rannsóknartímabilinu og þrívegis orðið „faraldrar“ (tafla II). Breytingar á fjölda já- kvæðra S. pyogenes ræktana milli ára virtust tengjast sveiflum á algengi einstakra stofn- gerða og er það í samræmi við niðurstöður í öðrum löndum (9). Árið 1993 greindust nær þrefalt fleiri stofnar á sýklafræðideild Land- spítalans en að meðaltali á árunum 1982-1985 (16). Faraldurinn sem náði hámarki veturinn 1988-1989 orsakaðist af stofngerð MlTl, far- aldurinn 1991 af M4T4 og faraldurinn sem náði hámarki í byrjun árs 1993 virðist hafa orsakast af stofngerð MlTl og M3T3. Ætla má í ljósi þessara niðurstaðna að gagn- legt væri að kanna breytingar á algengi einstakra stofngerða árlega. Með því móti mætti segja fyrir um faraldur í uppsiglingu. Jafnframt má ljóst vera að ræktanir úr hálsi eru nauðsynlegar sam- hliða nýrri skyndigreiningaraðferðum. Þakkir Rannsókn þessi var styrkt af Nýsköpunar- sjóði námsmanna við Háskóla íslands. Höf- undar vilja þakka meinatæknum á sýkladeild margháttaða aðstoð og dr. Androulla Efstra- tiou á Streptococcal Reference Laboratory, Central Public Health Laboratory í Lundúnum fyrir að kanna M-prótíngerðirnar. HEIMILDIR 1. Bisno AL. Streptococcuspyogenes. I: Mandell, Bennett, Dolin, eds. Principles and Practice of Infectious Dis- eases, 2nd ed. New York: Churchill Livingstone 1985: 1124-32. 2. Bisno AL. Group A Sreptococcal infections and acute rheumatic fever. N Eng J Med 1991; 325: 783-93. 3. Kristinsson KG. Vaxandi tíðni Streptococcus pyogenes sýkinga. Læknablaðið/Fréttabréf Lækna 1990; 8(4): 2. 4. Gaworzewska E, Colman G. Changes in the pattern of infection caused by Streptococcus pyogenes. Epidem Inf 1988; 100: 257-69. 5. Johnson DR, Kaplan EL. A review of the correlation of T-agglutination patterns and M-protein typing and opac- ity factor production in the identification of group A streptococci. J Med Microbiol 1993; 38: 311-5. 6. Gunnlaugsson S, Kristinsson KG, Steingrímsson Ó. Far- aldsfræði og stofngerðir Streptococcus pyogenes á Is- landi. Ágrip frá IX. þingi Félags íslenskra lyflækna á Egilsstöðum, í júní 1992. Læknablaðið 1992; 78/Fylgirit 21: 35. 7. Gunnlaugsson S. Faraldsfræði og stofngerðir Streptococ- cus pyogenes á Islandi. Fjórða árs verkefni við lækna- deild Háskóla fslands 1992. 8. Efstratiou A. Preparation of Streptococcus pyogenes suspensions for typing by the agglutination method. Med Lab Sci 1980; 37: 361-3. 9. Schwartz B, Facklam RR, Breiman RF. Changing epi- demiology of group A streptococcal infection in the U.S.A. Lancet 1990; 336: 1167-71. 10. Martin PM, Hpiby EA. Streptococcal serogroup A epi- demic in Norway 1987-1988. Scand J Infect Dis 1990; 22: 421-9. 11. Strömberg A, Romanus V, Burman LG. Outbreak of group A streptococcal bacteremia in Sweden: An epide- miologic and clinical study. J Infect Dis 1991; 164: 595-8. 12. Stevens DL, Tanner MH, Winship J, Swarts R, Ries KM, Schlievert PM, et al. Severe group A streptococcal infections associated with a toxic shock-like syndrome and scarlet fever toxin A. N Engl J Med 1989; 321:1-7. 13. Seppala H, Nissinen A, Jarvinen H. Huovinen S, Hen- riksson T, Herva E, et al. Resistance to erythromycin in group A Streptococci. N Engl J Med 1992; 326: 292-7. 14. Stollerman GH. Changing group A streptococci: the reappearance of streptococcal „toxic shock“. Arch In- tern Med 1988; 148: 1268-70. 15. Demmers B, Simor AE, Vellend H, Schlievert PM, Byrne S, Jamieson F, et al. Severe invasive group A streptococcal infection in Ontario, Canada: 1987-1991. Clin Infect Dis 1993; 16: 792-800. 16. Hilmarsdóttir I, Steingrímsson Ó. Streptococcus pyo- genes og Streptococcus pneumoniae: Algengi og næmi fyrir eryþrómýsíni og penisillíni. Læknablaðið 1986; 72; 313-8. 17. Kristinsson KG, Ólafsson ÞG. Greining keðjukokka- hálsbólgu á heilsugæslustöð. Mótefnavakapróf eða rækt- un? Læknablaðið 1990; 76: 411-4. 18. Cleary PP, Kaplan EL, Handley JP, Wlazlo A, Kim MH, Hauser AR, et al. Clonal basis for resurgence of serious Streptococcuspyogenes disease in the 1980s. Lan- cet 1992; 339: 518-21. 19. Martin DR, Single AL. Molecular epidemiology of group A Streptococcus M Type 1 infections. J Infect Dis 1993; 167: 1112-7. 20. Gunnarsson GÞ, Sverrisson JÞ. Breytingar á keðju- kokkasýkingum af flokki A. Sjúkratilfelli: Undirhúðar- og vöðvafellisbólga með drepi og „streptococcal toxic schock syndrome". Læknablaðið 1995; 81: 457-68.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.